Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 02.02.2007, Qupperneq 59
15 „Kisan mín heitir Ragnheiður og er nefnd eftir biskupsfrúnni sem er á fimmþúsundkallinum,“ byrjar Anna frásögnina af sinni fallegu kisu sem er svört með hvíta bringu. „Við grín- umst stundum með það að hún hafi verið fædd í peysufötum því það er eins og hún sé með slifsi um háls- inn,“ segir hún hlæjandi. Svo lýsir hún uppruna læðunnar. „Við feng- um Ragnheiði hjá góðri konu sem tók hana að sér um stundarsakir. Það var reyndar þannig að kærast- inn minn gaf mér hana í afmælis- gjöf alveg óvænt. Hún er um fimm mánaða núna en við vitum ekki alveg hvenær hún er fædd því hún fannst í ruslageymslu í Hlíðunum, ásamt mömmunni og fimm öðrum kettlingum. Allri fjölskyldunni var komið fyrir í Kattholti í stuttan tíma. Þá tók góð kona hópinn að sér því það er erf- itt að hafa smáa kettlinga í Kattholti vegna fjölskrúðugrar bakteríuflóru. Mamman virtist frekar húsvön en þó var það þannig að fyrst þegar hún slapp út á nýja staðnum fór hún í næstu ruslafötu og kom til baka með hálfétnar kótelettur eða kjúklingabita í búið. Var ekki alveg búin að venjast siðmenningunni.“ „Ragnheiður biskupsfrú er kona sem ljómar af gjöfulum dyggðum,“ er þýðing úr latínu á fornu brúð- kaupskvæði. Það kemur því ekki á óvart þegar Anna upplýsir að henn- ar Ragnheiður sé fyrirmyndarköttur. „Hún er svona að læra á lífið. Er aðeins farin að fara út. Þorir bara rétt upp úr kjallaratröppunum núna en fer alltaf lengra og lengra. Hún lenti samt í smá slysi hérna heima, við vitum ekki alveg hvernig. Kettling- ar á þessum aldri eru svolitlir kjánar og hún fór með skottið sitt einhvers staðar á milli og rófubrotnaði en nú er hún eiginlega gróin sára sinna.“ Uppeldið virðist ganga býsna vel eftir því sem Anna lýsir. „Ragnheið- ur er fjörug en ágætlega hlýðin. Hún er dálítill miðpunktur á heimilinu um þessar mundir og mikið uppá- hald. Sefur til dæmis alltaf uppi í hjá okkur. Það átti nú bara að vera í byrjun og við sjáum til hvort það gengur upp þegar hún fer að fara út.“ gun@frettabladid.is Biskupsfrúin fæddist í ruslageymslu Anna Tryggvadóttir laganemi fékk lifandi afmælisgjöf fyrir tveimur mánuðum. Það er læða sem fljótlega var skírð Ragnheiður eftir biskupsfrú á Hólum á 17. öld. Gæludýraspjall á vefnum Á vefnum Gæludýraspjall er ýmis fróðleikur um gæludýr. Þar er að finna fróðleik um fiska, vatnadýr, hunda, ketti, fugla, nagdýr, hesta og framandi dýr. Á vefnum er spjallrás þar sem einnig er að finna myndir af dýrum og ýmsar hagnýtar upplýsingar. Þar er hægt að hitta aðra gæludýraeig- endur sem deila reynslu sinni og veita ráð. www.dyraspjall.com fróðleikur } Hundaþjálfun- arskólinn K-9 býður upp á hvolpaskóla og hlýðni- og hús- þjálfun þar sem einnig er tekist á við hegðunar- vanda hunda. Við skólann er einnig starfrækt hótel þegar hundaeigendur þurfa að bregða sér í frí. Hundaskólinn býður upp á ráðgjöf um val á hvolpum auk þess að veita alhliða ráðgjöf. Atli Þorsteinsson, eigandi skól- ans, er viðurkenndur hundaþjálfari með próf frá National K9 School for Dog Trainers í Columbus í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Nánari upplýs- ingar: http://k9.mitt.is Hundaþjálfun { dýrin okkar } úrval af hunda- og kattarúmum í öllum stærðum járngrindur í þremur stærðum Alpine Járnbúr í öllum stærðum plastbúr í öllum stærðum Cat’s Best kattasandur Solid Gold kattafóður hundakex margar gerðir Solid Gold hundafóður pulsur Plaque Off tannhreinsiefni fyrir hunda og ketti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.