Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is Íumræðum síðustu mánaða um öryggi Íslands í kalda stríðinu hefur allt verið rekið ofan í þá, sem deilt hafa á stefnu íslenskra stjórnvalda á þeirri tíð. Umræð- urnar hófust, þegar dr. Þór Whitehead prófessor sagði í tímaritinu Þjóðmálum frá öryggisdeild íslensku lögreglunn- ar, sem hafði gætur á ráðstjórnar- vinum. Þá kvaðst Guðni Th. Jóhannesson hafa heimildir fyrir því, að Ólafur Jóhannesson, sem lengi var formaður Framsóknar- flokksins og dómsmálaráðherra, hefði ekki vitað af þessari öryggisdeild. Þetta greip frétta- maður Stöðvar tvö á lofti og flutti frétt um „leyniþjónustu Sjálf- stæðisflokksins“. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins kættust mjög og skeyttu engu, að Guðni kvað nafngiftina ekki frá sér komna. Össur Skarphéðinsson spurði hér í blaðinu, hvort „leyniþjón- usta Sjálfstæðisflokksins“ bæri ábyrgð á eftirgrennslan, sem Þór sagði frá í ritgerð sinni, um hugsanleg tengsl Svavars Gestssonar við hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands, Stasi. Hún fór fram eftir hrun Berlínarmúrsins haustið 1989. Þór upplýsti, að tveir samráð- herrar Svavars í ríkisstjórninni 1988-1991, Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hefðu sent íslenskan embættismann til Þýskalands í því skyni að afla upplýsinga um Svavar. Guðni Th. Jóhannesson sá sig síðan knúinn til að greina opinberlega frá því, að hann hefði nú heimildir fyrir því, að Ólafur Jóhannesson hefði vitað um öryggisdeildina, enda hefði starfsemi hennar verið eðlileg í kalda stríðinu. Þessi yfirlýsing Guðna þótti af einhverjum ástæðum ekki eins fréttnæm og hin fyrri. Áður hafði Jón Baldvin Hannibalsson fullyrt opinberlega, að í utanríkisráðherratíð sinni 1988-1995 hefði sími sinn verið hleraður. Davíð Oddsson, sem var forsætisráðherra frá 1991, vísaði þessu á bug og upplýsti, að tæknimenn Atlantshafsbanda- lagsins hefðu kannað reglulega, hvort símar ráðherra væru hleraðir. Jón Baldvin brást ókvæða við og hnýtti ýmsum atriðum við sögu sína. Nokkrir fleiri gáfu sig fram, allt alræmd- ar skrafskjóður, sem sögðu síma sína hafa verið hleraða. Hefði þurft fjölmennt starfslið til að hlusta á allt þeirra tal. Ríkissak- sóknari tók málið til rannsóknar, og kom í ljós, að ásakanir Jóns Baldvins voru hugarburður. Þessum hugarburði rugluðu sumir saman við það, sem þeir Guðni Th. Jóhannesson og Þór Whitehead höfðu upplýst, að öryggisdeild lögreglunnar fékk nokkrum sinnum í kalda stríðinu heimild til hlerana, meðal annars hjá Kjartani Ólafssyni, þá framkvæmdastjóra Sósíalista- flokksins. Kjartan krafðist aðgangs að gögnum um málið, sem Guðni Th. Jóhannesson hafði setið einn að á Þjóðskjalasafninu. Menntamálaráðherra veitti Kjartani aðganginn með sérstök- um úrskurði, eins og sjálfsagt var. Það er hins vegar kaldhæðni, að Kjartan hafði verið framkvæmda- stjóri flokks, sem hafði árum saman haft vinsamleg samskipti við Austur-Þýskaland, þar sem stjórnvöld beittu hlerunum og njósnum til að kúga þegna sína. Hér voru hins vegar aðeins hafðar gætur á örfáum mönnum, sem grunaðir voru um að hafa í hyggju ofbeldi. Einn undarlegasta þáttinn í þessum umræðum átti Jón Ólafsson Moskvufari. Hann skrifaði nokkrar blaðagreinar um, að lítil sem engin hætta hefði verið af íslenskum kommúnistum og því síður af Ráðstjórnarríkjun- um. Rússneskir leyniþjónustu- menn hefðu haldið sér til hófs á Íslandi, og eftir dauða Stalíns hefðu Ráðstjórnarríkin ekki lengur verið alræðisríki. Í Moskvu hafði Jón kannað skjöl um samskipti íslenskra kommún- ista og ráðstjórnarinnar og birt um bók 1999, Kæru félagar. Sú bók sýnir þrátt fyrir margvísleg- an hálfsannleik áhuga ráðstjórn- arinnar á Íslandi og þjónustulund íslenskra kommúnista við hana, eins og Þór Whitehead og Björn Bjarnason rifjuðu upp. Þeir Þór og Björn hafa hrakið fullyrðingar Jóns Ólafssonar með góðum rökum. Auðvitað voru íslenskir kommúnistar ekki deigari baráttumenn eða óeinlæg- ari í trú sinni en skoðanasystkini þeirra erlendis. Þeir höfðu hér þjálfaðar baráttusveitir fyrir stríð, skipulögðu nokkrum sinnum götuóeirðir og höfðu í hótunum við ráðamenn. Þeir þáðu stórfé úr sjóðum Kremlverja til flokks síns og bókaútgáfu. Ráðstjórnarríkin voru langt fram eftir tuttugustu öld alræðisríki, sem skirrðist ekki við að beita valdi. Nokkrir njósnarar leyniþjónustu hersins störfuðu jafnan í sendiráði þeirra í Reykjavík. Við vitum aðeins um þau dæmi, þegar mistókst að fá Íslendinga til aðstoðar. Tilraun róttæklinga til að gera gys að þessari ógn og viðbrögðum íslenskra ráðamanna við henni er óvirðing við fjölmörg fórnarlömb Kremlverja um heim allan. Allt rekið ofan í þá Umhverfisráðuneytið og Stofn-un Sæmundar fróða við Háskóla Íslands hafa ákveðið að efna til Stefnumóta í vetur, þar sem brýn umhverfismál verða rædd á opnum fundum. Munu sérfræðing- ar ráðuneytisins og stofnana þess ásamt nemendum og kennurum Háskóla Íslands miðla af þekkingu sinni og taka þátt í umræðum. Á fyrsta stefnumótinu, sem fram fer í Tæknigarði í dag og hefst kl. 12.15, verður svifryk til umræðu og spurt verður hvað svífur yfir Esjunni. Þetta er áleitin spurning í ljósi nýlegra niðurstaðna vís- indamanna sem benda til þess að svifryk sé enn skaðlegra heilsu almennings en áður var talið. Jón- ína Bjartmarz umhverfisráðherra kynnti í gær skýrslu um svifryksmengun og boðaði leiðir til úrbóta. Þar á meðal undirstrikaði hún mikilvægi þess að efla almenningssamgöngur og vakti í þeim efnum athygli á að Akureyringar felldu niður fargjöld í strætisvagna um síð- ustu áramót. Í kjölfarið hefur farþegum í strætisvögnum Akureyrar fjölgað um 60%. Nauðsynlegt er fyrir höfuðborgar- búa að ræða hvernig þeir geti fetað í fót- spor Akureyringa í þessum efnum og vonandi getur Stefnumót umhverfis- ráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða í dag orðið vettvangur slíkrar umræðu. Þar verður einnig rætt um orsakir svifryksmengunar, áhrif hennar á heilsu fólks og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til úrbóta. Umræður, menntun og fræðsla á sviði umhverfis- mála eru forsendur sjálfbærrar þróunar og þess að einstaklingar og samfélög læri að lifa í sátt við náttúruna. Vonandi geta stefnumót umhverfis- ráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar orðið góður vettvangur slíkrar umræðu og fræðslu. Höfundur er upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Stefnumót um umhverfismál Á úthallandi vetri á fyrra ári sagði aðalhagfræðingur Seðla- bankans í þessu blaði að ekki væri ólíklegt að ávinningur- inn af sjálfstæðum gjaldmiðli væri minni en enginn. Segja má að sú grein hafi markað upphaf þeirrar umræðulotu um krónu og evru sem staðið hefur með litlum hléum síðan. Umræðan um þetta mikilvæga viðfangsefni hefur þó í sumum til- vikum farið út um víðan völl. Því er til að mynda haldið fram að helsta röksemdin fyrir upptöku evru sé slæm stjórn efnahagsmála. Væri sú raunin er einsýnt að einfaldara væri að bæta efnahagsstjórnina en taka upp evru. Slæm efnahagsstjórn með evru hefði sömu eða jafnvel verri áhrif en með krónu. Reynt hefur verið að gylla evruna með tilvísunum í meðaltal verð- lags á neysluvörum í evrulöndunum. Þá er ekki að því gætt að laun hér eru umtalsvert hærri en í mörgum þeirra. Það er því með öllu óraun- hæft að telja fólki trú um að verðlag hér geti farið niður fyrir meðaltal á Norðurlöndunum þar sem lífskjör eru svipuð. Einu gildir hvaða mynt við notum í því tilliti. Á sama hátt er reynt að ýta umræðunni um evruna út af borðinu með einföldum staðhæfingum. Þær helstu eru að efnahagssveiflur hér séu með öðru móti en á meginlandinu og aldrei megi fórna sjálfstæði landsins í peningamálum. Þó að þetta séu réttmæt umræðuefni eru á þeim fleiri hliðar en ein. Í fyrsta lagi hefur íslenskt efnahagskerfi gjörbreyst og margt bend- ir til að sveiflur þess séu nú meir í takt við viðskiptalöndin en áður var. Í annan stað er það staðreynd að kostir Seðlabankans eru oftar en ekki þvingaðir leikir vegna utanaðkomandi áhrifa, eins og Ólafur Ísleifsson lektor hefur nýlega bent á í Markaði Fréttablaðsins. Hvað er þá eftir af sjálfstæðinu? Ástæðan fyrir evruumræðunni er fyrst og fremst sú að reynslan hefur nú sýnt að erfitt er að tryggja nægjanlegan stöðugleika með lít- illi mynt í ölduróti frjálsra fjármagnsflutninga. Það hefur verið þraut- in þyngri að sýna fram á að atvinnulífið hafi trú á að varanlegur stöð- ugleiki og króna fari saman til lengri tíma. Spurningin er þá sú hvort sjálfstæð peningamálastjórnun, sem er meir í orði en á borði, er eftirsóknarverðari en stöðugra efnahagsum- hverfi. Verulega gild rök fyrir þeim kosti hafa ekki verið færð fram. En vitaskuld þarfnast álitaefnið umræðu áður en ákvarðanir eru tekn- ar. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, lýsir því fyrir skömmu í riti sínu á einkar skýran hátt að að evran er ekki lausn á nein- um yfirstandandi efnahagsvanda. Tækju Íslendingar hana upp væru þeir einfaldlega að skipta um efnahagsumhverfi. Þeir hyrfu úr kerfi, segir ritstjórinn, þar sem hægt væri að hafa áhrif á eignir og afkomu alls almennings í einu vetfangi og yrðu að „sætta sig við“ að ekki væri hægt að breyta gildi peninganna með stjórnvalds- ákvörðun eða spákaupmennsku. Niðurstaða hans er þessi: „Stuðningur við evruna er ekki trúaratriði heldur einfaldlega skynsemi.“ Alltént er það skynsemi að brjóta viðfangsefnið til mergjar. Það er hins vegar ekki vel fallið til kosningaslagsmála. Það eina sem skiptir máli er að dyrunum sé haldið opnum þannig að á næstu fjórum árum verði unnt að komast að niðurstöðu. Óviturlegt er að stíga skref í þessa átt nema um það verði breið samstaða í þjóðfélaginu. Hún verður ekki til með hnútukasti heldur rökræðum. Trúarbrögð eða skynsemi? OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 2. febrúar ALLIR VELKOMNIR - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Bjarni Brynjólfsson – nýr ritstjóri Veiðimannsins ::: Veiðistaðalýsing - Norðurá, Bjarni Júlíusson ::: Kynning á árshátíðinni ::: Myndagetraunin ::: Vísubotnakeppni ::: Happahylurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.