Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 58
 { Dýrin okkar } 14 „Ég byrjaði árið 1999 að flytja inn gæludýrafóður sem er aukaefna- laust og inniheldur ekki rotvarn- arefni, hveiti eða maís. Í kjölfarið fór ég að starfa með annarri konu á snyrtistofu og fór síðan utan til að læra þetta á ýmsum námskeið- um,“ segir Guðríður um upphaf fer- ils síns sem dýrasnyrtir. Guðríður á og rekur Dýrabæ sem hefur verið til húsa í Hlíðarsmára í Kópavogi síð- astliðin fjögur ár en hefur verið við lýði í nær átta ár. Gæludýrasnyrt- inguna hefur Guðríður síðan haft að meginstarfi síðustu þrjú ár. Guðríður segir gríðarmiklar breytingar hafa orðið á hundahaldi síðustu ár. „Það hefur orðið mikil fjölgun á hundum, sérstaklega smáhundum sem þurfa á snyrtingu að halda. Fólk er líka orðið miklu meðvitaðra um að það þurfi að fara með hundinn og láta snyrta hann og klippa, sérstaklega þessa feld- hunda,“ segir Guðríður en tekur þó fram að til þeirra komi alls konar hundar og líka kisur. Kettirnir eru þó sjaldnast venjulegir húskettir heldur síðhærðir persar og skógar- kettir. „Kettirnir eru alltaf svolítið sjálf- stæðir og ekkert allt of hrifnir af því að láta halda á sér. En þeir láta þetta yfir sig ganga og bíða eftir að þetta klárist,“ segir Guðríður kímin. „Hundarnir eru allt öðruvísi og yfirleitt mjög þægir,“ bætir hún við og útskýrir út á hvað heimsókn til gæludýrasnyrtis gengur. „Við byrj- um yfirleitt á að baða, með sjampói, næringu, flækjuspreyi og því sem þarf. Svo eru dýrin þurrkuð með mjög kröftugum hárþurrkum og greidd í leiðinni. Sum þarf síðan að klippa en önnur þarf rétt að snyrta, klippa klær og hárin undir þófun- um. Guðríður segir mjög misjafnt hve oft dýrin komi. „Sumir hundar koma á þriggja vikna fresti, aðrir koma tvisvar á ári og sumir bara einu sinni fyrir jólin. Svo koma fermingar og það er alltaf mikið að gera í kringum þær. Í mörgum fjöl- skyldum er hundurinn fjölskyldu- meðlimur og fær að vera með á fermingarmyndinni,“ útskýrir hún hlæjandi. solveig@frettabladid.is Mikið að gera í kringum fermingar Nóg er að gera á hunda- og kattasnyrtistofunni í Dýrabæ í Kópavogi. Þar ræður Guð- ríður Vestars ríkjum. Ívar Bergsteinsson er leiðbeinandi á námskeiðunum sem hann vill helst kalla hamingjunámskeið fyrir alla hunda. „Það er alveg kjörið að fara á hundafiminámskeið eftir hvolpa- og hlýðninámskeiðin til þess að viðhalda hlýðninni sem hundarnir læra þar,“ segir Ívar en hann segir það alls ekki sjálfgefið að hundarn- ir muni allt sem þeir læra á nám- skeiðum þegar þeir eru litlir. „Þetta er frábær leið til að leyfa hundinum að gera eitthvað skemmtilegt með eiganda sínum og bætir samband- ið á milli þeirra, auk þess að gera hundinn hamingjusaman,“ segir Ívar og bendir á að öllum hundum þyki gaman að leika sér. Hundafiminámskeiðin eru viku- lega í átta vikur, klukkustund í senn. „Þegar hundurinn hefur lokið námskeiðinu getur hann komið í opna tíma til að æfa sig og leika sér ásamt eigandanum,“ segir Ívar en stundum er keppt í hundafimi og er keppendum þá skipt í stærðarflokka. Ívar segir sumar hundategundir flinkari en aðrar í hundafiminni en að sjálfsögðu skipti það gríðarlegu máli að hundurinn og þjálfarinn nái vel saman. - sig Hamingjusamir hundar á fiminámskeiði Í Reiðhöll Gusts í Kópavogi eru haldin námskeið í hundafimi. Þangað koma hundaeig- endur með hunda sína sem spreyta sig á hinum ýmsu þrautum og hafa gaman af. Þegar fólk er með gæludýr finnst því ekki alltaf nóg að kaupa bara mat handa þeim heldur vill gera meira fyrir þau enda eru til ótrúlega margir skemmtilegir hlutir handa gæludýrunum. Í gæludýraverslunum má finna allt frá skrautlegum matardöllum upp í fallegan fatnað fyrir dýrin svo hægt er að gleyma sér löngum stundum við að kanna allt úrvalið. Hér á síðunni má líta ýmislegt spennandi fyrir ketti, mýs, fugla og fiska. - sig Aukahlutir fyrir dýrin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.