Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 38
BLS. 2 | sirkus | 2. FEBRÚAR 2007 F egurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir hefur dvalið á Indlandi undanfarinn mánuð við fyrirsætustörf. Óhætt er að segja að Unnur Birna hafi slegið í gegn og birtust meðal annars myndir af henni á forsíðu Bombay Times, sem er fylgirit eins víðlesnasta dagblaðs Indlands, The India Times. Unnur Birna kom heim á þriðju- dagskvöldið með tilboð frá Hollywood upp á vasann. „Já, það er rétt. Ég er með tilboð frá indverskum kvikmyndaframleið- endum sem starfa í Hollywood. Þeir eru risastórir í Bollywood-heiminum á Indlandi og hafa flutt sig til Hollywood. Ég get reyndar lítið tjáð mig um þetta þar sem allt er á byrjunarstigi. Ég á eftir að ráðfæra mig við gott fólk hér heima áður en ég tek einhverja ákvörðun en ég neita því ekki að þetta er spennandi,“ segir Unnur Birna í samtali við Sirkus. Allar líkur eru á að Unnur Birna muni taka að sér sitt fyrsta kvik- myndahlutverk á næstunni, í myndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar, en hún vill sem minnst um það mál segja, segir aðeins að þau mál séu í skoðun. Unnur Birna lét undirbúa sérstök nafnspjöld áður en hún fór út til Indlands enda snýst allt í Indlandi um „show business“ eins og hún orðar það. „Ég lét gera nafnspjöld áður en ég fór út og tók með um hundrað stykki. Þau fóru öll,“ segir Unnur Birna en á nafnspjaldinu má sjá að Unnur Birna er ekki bara fyrirsæta heldur líka dansari og leikari. Eitt af því sem Unnur Birna ákváð áður en hún fór út var að kynnast hinu raunverulega Indlandi. „Ég bjó í íbúð ásamt vinkonu minni í miðri Bombay til þess að kynnast lífi hins almenna Indverja. Það var mjög lærdómsríkt að kynnast fátæktinni. Á kvöldin þurftum við að klofa yfir sofandi heimilislaust fólk og það var ótrúleg lífsreynsla að fá hið rétta Indland beint í æð, ekki bara það sem fólk vill að maður sjái,“ sagði Unnur Birna sem mun, ef að líkum lætur, halda til Indlands í sumarfríinu, til að sinna fyrirsætustörfum. FEGURÐARDROTTNINGIN UNNUR BIRNA VILHJÁLMSDÓTTIR NÝKOMIN FRÁ INDLANDI VAKTI ÓMÆLDA ATHYGLI Það er óhætt að segja að Indverjar séu yfir sig hrifnir af Unni Birnu. A uðvitað er ég rosalega spennt,“ segir Sólveig Kr. Bergmann, fréttakona Stöðvar 2 en Sólveig er komin rúma þrjá mánuði á leið af sínu fyrsta barni. Sólveig segist nokkuð sama hvort kynið verði og ætlar ekki að fá að vita það fyrr en barnið kemur í heiminn. „Við ætlum að láta kynið koma okkur á óvart. Ég er sett 1. ágúst svo þetta verður verslunarmannahelgar- barn,“ segir Sólveig brosandi. Kærasti Sólveigar, Kristján Haagensen, er að sama skapi spenntur fyrir erfingjanum en væntanlega barnið er einnig hans fyrsta barn. „Ég vona að ég geti starfað fram á síðasta dag og mér líður vel. Finn ekki fyrir ógleði eða öðru og allt er bara eins og það á að vera,“ segir Sólveig sem virðist sverja sig í fréttakonuættina því stöllur hennar, Bryndís Hólm, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Þóra Arnórsdóttir og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hafa allar eignast börn á síðustu tveimur árum. Á von á verslunarmannahelgarbarni VERSLUNARMANNAHELGARBARN Fréttakonan Sólveig Bergmann er ólétt af sínu fyrsta barni. MEÐ RÉTTU GRÆJURNAR Unnur Birna lét hanna fyrir sig nafnspjöld áður en hún fór til Indlands. HAMINGJA Á NJÁLSGÖTUNNI Það ríkir mikil hamingja í litla húsinu á Njálsgötu þar sem Sólveig og kærasti hennar, Kristján Haagensen, hafa búið sér heimili. Barnalán hjá frægum Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir eignaðist sitt annað barn með leikarnum Rúnari Frey Gíslasyni í síðustu viku. Selma eignaðist stúlku en fyrir áttu þau einn dreng, Gísla Björn, sem er fjögurra ára. Atvinnuknatt- spyrnumaður- inn Heiðar Helguson, sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Fulham, og eiginkona hans Eik Gísladóttir eignuðust í vikunni dreng en fyrir eiga þau synina Aron Dag, sjö ára, og Oliver, fimm ára. Fyrrum Herra Ísland Páll Júlíus Kristinsson og kærastan hans Birgitta Rós Birgisdóttir eignuðust sitt fyrsta barn fyrr í mánuðnum. Parið eignaðist dreng sem hefur fengið nafnið Júlíus Laxdal og býr fjölskyldan á Akureyri. Páll Júlíus var valinn Herra Norðurland árið 2004 og sama ár var hann valinn Herra Ísland. Vel launaðir bankastjórar Þegar fyrirtæki ganga vel er yfirmönnum og stjórnendum oft umbunað. Það á við í tilfelli bankanna fjögurra, Kaupþings, Landsbankans, Glitnis og Straums- Burðaráss sem skiluðu allir methagnaði. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, toppar launalistann en hann fékk 170 milljónir í laun og frammistöðu- bónus á síðasta ári. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fékk 153 milljónir, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fékk rétt rúmar 140 milljónir og Halldór J. Kristjánsson hjá Landsbankanum fékk 119 milljónir. Restina ráku svo Þórður Már Jóhann- esson, fráfarandi for- stjóri Straums-Burðaráss, með 88 milljónir og Friðrik Jóhannsson, núverandi forstjóri sama banka, með 63 milljónir. MEÐ TILBOÐ FRÁ HOLLYWOOD UPP Á VASANN Ef þú ert ekki enn búin að uppgötva Dizu, þá er rétti tíminn núna! peysur 30-50% afsláttur mikið úrval af bútasaumsefni á 600 kr/m Ofl ofl..... Sjón er sögu ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.