Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta var stórkostlegt afmæli. Ég væri til í að verða fertugur aftur bara upp á það,“ segir Gísli Ein- arsson frétta- og Mýramaður með meiru í samtali við Fréttablaðið. Um síðustu helgi var slegið upp heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Gísli varð fertugur og afmælis- barnið forsýndi í Landnámssetr- inu á Borgarnesi við það tækifæri, hálfkláraða sýningu sem heitir Mýramaðurinn. Gísli segir hana í anda Davids Attenborough en þar er vísindalega farið yfir þróun Mýramannsins frá steinöld til vorra daga. Verkið er flutt af Gísla og inn á milli er brugðið upp kvik- myndabrotum. „Já, ég held að verkið varpi nýju ljósi á þessa tegund þannig að menn átti sig betur á hegðunar- munstrinu sem einkennir menn á borð við Magnús Scheving og Guð- laug Þór Þórðarson svo dæmi séu nefnd,“ segir Gísli sem sýnir verk- ið um þessar mundir í Landnáms- setrinu. Afmælisbarnið er afskaplega ánægt með hvernig til tókst enda steig hin fornfræga hljómsveit Upplyfting á svið og Gísli segir uppnuminn: „Elton John hvað? Ég hefði getað notað hann í dinnern- um. En hann er ekkert á borð við Upplyftingu.“ En þó sýning Gísla sæti tíðind- um og fjörið í veislunni eru það ekki síst afmælisgjafirnar sem vekja athygli: Brot úr Lund- areykjadal sem innihélt þrjár þúfur, gaddavír og sitthvað fleira en einmitt þar sleit Gísli barns- skónum og forláta Land Rover árgerð 1966. Gangfær og nýskoð- aður. Ýmsir mektarmenn úr sveit- inni gáfu Gísla þessa höfðinglegu gjöf. „Hann kemst upp í 70 km hraða, þá niður brekku og í hagstæðri vindátt,” segir Gísli sem kann að lesa í skilaboðin sem felast í gjöf- inni. Er þá ónefnd sú gjöf sem Gísla þótti einna mest til koma. Allir gestir í veislunni lögðu fram á löggiltum skjalapappír yfirlýs- ingu afsals á einum umferðar- punkti hver til Gísla. Samtals 80 umferðarpunktar. „Yfirfærsla á kvóta. Það er ekk- ert leyndarmál að ökuferill minn er ævintýralegur. Já, ég hef misst prófið. Fyrir að fara yfir á punkt- um. Ég er með hreinan skjöld núna en gott að eiga 80 umferðarpunkta upp á að hlaupa. Ég á eftir að þing- lýsa þeim en veit ekki hvernig það mun ganga.” … fær Emiliano Monaco og félagar hans í Reykjavík Documentary Workshop, sem hyggjast hefja heimildamyndir til vegs og virðingar og kynna þær almennilega fyrir lands- mönnum. „Þetta er mjög fínt, aðallega fjár- hagslega,“ segir Barði Jóhannsson en lagið hans Dream hljómar í næstu þáttaröð The L-Word sem sýnd verður Skjá einum í haust. Söngkonan Noemi Brosset syng- ur lagið en Barði segir að þau hafi samið það saman. Tónlist- armaðurinn vissi ekki undir hvaða aðstæðum það myndi hljóma. Og hafði sjálfur ekki séð þættina. „Nei, ég verð nú að viður- kenna það en mikið af fólki í kringum mig horfir á þessa þætti og hefur gaman af,“ segir Barði. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Barði á lag í bandarískum sjón- varpsþætti því hann átti lag í síðustu seríu af O. C. Fjöldi þekktra tón- listarmanna hefur komið við sögu í þátt- unum og nægir þar að nefna Íslandsvininn Peaches. Í þætt- inum sem lag Barða fær að hljóma kemur síðan Goldfrapp fram. Barði hefur töluverða reynslu af tónsmíðum við leikið efni, á lög í tveimur kvikmyndum um þessar mundir en hann samdi sem kunn- ugt er tónlistina ásamt Mínus við kvikmyndina Strákarnir okkar. Sem fjallaði líka um samkyn- hneigð, hommalið í knattspyrnu. The L-Word þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda hér heima og vestanhafs en þeir þykja opinskáir í umfjöllun sinni um lesbíurnar tólf í Los Angeles. Barði er hins vegar ekki eini íslenski tónlista- maðurinn sem bandarískir sjón- varpsframleiðendur hafa fallið fyrir því Emilíana Torrini átti lag við dramatískar aðstæður í Grey‘s Anatomy og lag tónlistarmannsins Eberg hljómaði einnig í unglinga- sápunni O.C. Barði með lag í lesbíuþættinum L-Word „Nú eru allir fréttatímar komnir með sama auðkennið,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarps- ins. Margir hlustendur hrukku í kút þegar nýtt stef hljómaði á undan hádegisfréttunum í gær. Hið gamla er löngu orðið samgróið fréttaflutn- ingi gömlu Gufunnar, hefur verið spilað í nærri aldarfjórðung. „Við vildum bara minna hlust- endur okkar á að við erum nútíma- leg og kjarkmikil fréttastofa og þetta var eitt af þeim atriðum sem við vildum breyta,“ útskýrir Óðinn og segir að ekki hafi staðið á viðbrögðunum en þau hafi flest öll verið á jákvæðu nótunum. „Við erum ekki að biðla til fólks að það hoppi um af kæti og vissulega eru margir hugsi yfir þessu,“ útskýrir Óðinn. „Fólk verð- ur líka að fá tækifæri til að venjast þessu nýja stefi.“ HÖfundur nýja stefsins er Ólaf- ur Jóhannsson en hann starfar alla jafnan sem tæknimaður hjá Útvarp- inu. Ólafur naut liðsinnis Viðars Hákons úr hljómsveitinni Trabant og segir höfundurinn að þeir hafi legið vel og lengi yfir stefinu. „Ég forðast reyndar þá hugsun að stefið eigi eftir að hljóma næstu 25 árin,“ segir Ólafur sem hafði fengið ólík viðbrögð við þessari breytingu. „Sumir hafa hugsað okkur þegjandi þörfina fyrir að vera breyta lífi þeirra enn einu sinni. Unga fólkið tekur þessu hins vegar fegins hendi.“ Nýtt fréttastef hjá RÚVGnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR - SÚRT RENGI HARÐFISKUR FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.