Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 25
Sensa, IP samskiptalausnir, stofnuð: 2002 Fjöldi starfsmanna: 17 Músafjöldi: 53 Tölvupóstar á viku: 3467 Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli FL Group er spáð methagnaði á fjórða ársfjórðungi 2006 en þó munar miklu á afkomuspám bankanna sem eru frá 27,5 til 35,5 milljörðum króna. Félagið birtir uppgjör sitt í dag. Mikill hagnaður skýrist aðal- lega af söluhagnaði á Icelandair Group og gengishagnaði af innlend- um og erlendum hlutabréfum. Eins og oft áður ríkir nokkur óvissa um stöðu gjaldeyrisjöfnuðar FL sem kann að skýra mikinn mun á spám. Meðaltalsspá bankanna hljóð- ar upp á 31,9 milljarða króna hagnað en aðeins einu sinni hefur það gerst að félag hafi skilað yfir þrjátíu milljörðum krónum í hús á einum ársfjórðungi. Það var þegar Kaupþing hagnaðist um 35,4 milljarða á þriðja ársfjórð- ungi 2006. Norræna kauphallarsamstæðan OMX skilaði 911 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 8,9 milljörðum íslenskra króna. Til- samanburðar nam hagnaðurinn ári fyrr 543 milljónum sænskra króna, eða rúmum 5,3 milljörðum íslenskra. OMX-samstæðan rekur kaup- hallir á Norðurlöndum, að Noregi undanskildum, og í Eystrarsalts- löndunum. Samstæðan tók meðal annars yfir rekstur Kauphallar Íslands í desember í fyrra. Rekstrarhagnaður í fyrra nam 1,2 milljörðum króna, 11,8 millj- örðum íslenskra króna, samanbor- ið við 910 milljónir sænskra króna, eða rúmra 8,9 milljarða íslenskra króna. Haft er eftir Magnusi Böcker, forstjóra OMX, í tilkynningu að síðasta ár hafi á margan hátt verið metár hjá OMX enda hafi rekstr- arafkoman aldrei verið betri. Hagnaður á hlut jókst um 64 pró- sent miðað við árið á undan og arð- semi eigin fjár nam 20 prósentum. „Eftir nokkurra ára tímabil upp- byggingar hefur OMX nú náð sterkri stöðu meðal kauphalla á alþjóðavettvangi en kauphalla- markaðurinn einkennist af örum vexti.“ Böcker sagði ennfremur á upp- gjörsfundi að þótt stjórn OMX hefði heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa þá væru litlar líkur á að það yrði raunin og líklegra að ekkert yrði af kaupun- um. Hagnaður OMX eykst FL Group spáð methagnaði Engir eftirmálar verða gagnvart fyrri eigendum Tæknivals vegna gjaldþrots fyrirtækisins, að sögn Stefáns Jóhannessonar, stjórnar- formanns eignarhaldsfélagsins Byrs. Félagið keypti Tæknival af Fons, sem er í eigu Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinsson- ar, í byrjun mars í fyrra. Stefán segir að ljóst hafi verið í nokkurn tíma í hvað stefndi, en ötullega hafi verið unnið að því að reyna að bjarga fyrirtækinu. „Til þess voru kannski ekki margar leiðir, helst að taka félagið í gegn um nauðasamning og fá nýtt fjár- magn inn í félagið með nýjum hlut- höfum. Við lögðum mikla vinnu í að reyna að landa þessu en það hafðist ekki.“ Á honum er engu að síður að skilja að róðurinn hafi verið heldur þyngri en búist var við þegar Byr keypti Tæknival fyrir tæpu ári síðan. „Við hins vegar vissum frá upphafi að þetta væri áhætta, en rákumst mjög flótt á ákveðna veggi sem kom okkur dálítið á óvart.“ Stefán vill þó ekki fara nákvæm- lega í saumana á því hvaða hlutir þetta voru en áréttar að fyrirtækið hafi dregið á eftir sér hala vanda- mála árum saman. „Okkur tókst því miður ekki að leysa þau öll og ljóst að skorti á vilja hjá sumum þeim sem við höfum sest niður með til að koma til móts við félagið þótt það væri mjög aðþrengt.“ Ekki er enn ljóst hversu umfangsmikið gjaldþrot Tækni- vals er en í gang er að fara hefð- bundið ferli með skiptastjóra þar sem auglýst er eftir kröfuhöfum. Skiptastjóri hefur verið skipaður Sigurmar K. Albertsson hæstarétt- arlögmaður. Áhrifin af gjaldþroti Tæknivals segir Stefán ekki verða mikil á starfsemi Byrs. „Fjárfestingin í þessu var mjög lítil þótt auðvitað hafi verið sett í þetta ómæld vinna og tími. Eignarhaldsfélagið heldur bara áfram að sinna öðrum verk- efnum.“ Vissu að baráttan yrði erfið Nýjum eigendum tókst ekki að bjarga Tæknivali. Rákust fljótt á veggi. Ef öll fyrirtæki Kauphallarinnar tækju þá ákvörðun að skrá hluta- fé sitt í evrum myndi það ekki hafa teljandi áhrif á peninga- málastjórn Seðlabankans, jafn- vel þótt öll velta yrði í annarri mynt en krónu. Þetta er mat Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands. „Ég lít þannig á að það sé fyrst og fremst verið að skipta um reiknieiningu. Þótt fyrirtæki taki ákvörðun um að fara yfir í evruna eða aðra mynt held ég að það hafi lítil sem engin áhrif á peningamálastjórn- ina. Það er best að fyrirtæki taki þessa ákvörðun út frá eigin hags- munum. Það leiðir til bestu nið- urstöðu fyrir hagkerfið í heild.“ Þórður telur þó þá þróun að hagkerfið hafi á undanförnum árum verið að færa sig í ríkari mæli yfir í evrur hafi að sjálf- sögðu einhver áhrif á peninga- málastjórnina þótt þessi aðgerð út af fyrir sig hefði það ekki. „Ég held reyndar að áhrifin af því að bankarnir færi eigið fé sitt í evrur séu stórlega ofmetin. Það myndi í mesta lagi hafa áhrif á gengi krónunnar rétt á meðan breytingin væri að eiga sér stað.“ Lítil áhrif af evrubreytingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.