Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
64%
38%36%
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í nóvember 2006.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
Samanburður
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
10
20
40
0
50
60
70
Sími: 550 5000
LAUGARDAGUR
3. febrúar 2007 — 33. tölublað — 7. árgangur
Agnes Karen Sigurðardóttir á Nissan Patrol árgerð 93 sem hefur reynst henni gífurlega vel. Hún er í stjórn ferða-klúbbsins 4x4 og fer oft í jeppaferðir með félögunum þar.
„Við hjónin eigum þrjá bílb í
og Agnes segir aðalatriðið að vera með
góðan útbúnað, slatta af varahlutum og gott
nesti. Hún reynir að komast í sem flestar
ferðir með klúbbnum en hin árlega kvenna-
ferð klúbbsins sem verður farin 3.-5 mars
næstkomandi er allt f íA
Fjör með stelpunum
Sjálfseyðingarhvötin
„Manni fallast hendur. Hvenær
ætla frjálslyndir jafnaðarmenn
þessa lands að átta sig á því að
þeir eru að grafa sína eigin gröf
með þessum smáflokkasérfram-
boðum?“ spyr Ellert B. Schram.
Í DAG 16
ANNA KAREN SIGURÐARDÓTTIR
Fer á fjöll með
stelpunum
bílar ferðir tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
Allt um svefn
Svefninn er dularfullt fyrirbæri
því þótt vitað sé að okkur er hann
lífsnauðsynlegur, þá veit enginn
hvers vegna. Sé svefninn furðuleg-
ur þá þykja draumar
okkar svo enn
undarlegri.
ÚTTEKT 36
STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, átti ítarlegt samtal
við Jón Baldvin
Hannibalsson,
fyrrverandi
ráðherra, um
stöðu Samfylk-
ingarinnar og
hugsanlega
endurkomu
hans í íslensk
stjórnmál.
Niðurstaða
þeirra var að Samfylkingin
héldi einfaldlega sínu striki.
Hún efast um orðróm um að Jón
safni liði til sérframboðs.
Ingibjörg telur að það sem
brenni helst á fólki fyrir
kosningarnar sé misskipting
hagvaxtar síðustu ára og að
Norðvesturland og Norðaustur-
land hafi með öllu farið á mis
við hann. Hún vill að fjárfest-
ingarverkefni næstu ára verði
uppbygging samgangna og vill
kæla niður hagkerfið á öðrum
sviðum. Sérstaklega finnst
henni mikilvægt að vinda ofan
af stóriðjustefnu sem hún segir
hafa klofið þjóðina í tvær
andstæðar fylkingar.
- shá / sjá síðu 30
Formaður Samfylkingar:
Telur ekki að
Jón fari fram
INGIBJÖRG SÓL-
RÚN GÍSLADÓTTIR
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN VEITT Frú Dorrit, herra Ólafur Ragnar, Andri Snær og Ólafur Jóhann hlusta á íslenskan djass
við afhendingu verðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ávörp þeirra Andra Snæs og Ólafs Jóhanns eru birt á síðu 44 í blaðinu í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
LEIKLIST „Ég kem útgrátinn af hverri æfingu,“ segir
Ómar Ragnarsson. Hann æfir nú í nýjum dramatísk-
um söngleik sem fyrirhugað er að frumsýna í
Borgarleikhúsinu 1. ágúst. Vinnutitill verksins er
Ást en leikurinn gerist á elliheimili og fjallar um
ástir þeirra gömlu. Leikstjóri er Gísli Örn Garðars-
son, en fjöldi snjallra leikara fer með hlutverk í
verkinu: Pétur Einarsson, Magnús Ólafsson,
Kristbjörg Kjeld og Skapti Ólafsson svo nokkrir séu
nefndir.
Leikstjórinn er afar ánægður með Ómar, sem fer
með stórt hlutverk í verkinu. Segir hann eitthvert
best geymda leyndarmál hins íslenska leikhúss en
Ómar hefur ekki stigið á leiksvið sem slíkt í 38 ár.
„Ótrúlega fallegur leikari. Þegar jafnþjóðþekkt
fígúra og Ómar er sett á svið eftir tæplega fjörutíu
ára hlé þarf að hugsa það vandlega hvernig hlutverk
það er sem maður vill sjá hann í. Dæmigert væri að
sjá hann í hlutverki grallarans en áskorunin eina rétta
felst í að láta hann fara með alvarlegt hlutverk,“ segir
Gísli Örn. - jbg / sjá síðu 58
Ómar Ragnarsson stígur aftur á leiksvið eftir 38 ára fjarveru:
Kemur útgrátinn af æfingum
ÓMAR Á ÆFINGU „Ótrúlega fallegur leikari,“ segir leikstjórinn
Gísli Örn Garðarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKÚRIR EÐA ÉL Í dag verður
suðvestan átt, yfirleitt 5-13 m/s
en hvassari hér og hvar í hviðum.
Skúrir eða él en úrkomulítið á
Austurlandi. Hiti 0-5 stig, mildast
syðst. Frystir um allt á morgun.
VEÐUR 4
KÓPAVOGUR
Þetta ár verður met-
ár í framkvæmdum
Sérblað um Kópavog
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Kópavogur
[ SÉRBLAÐ UM KÓPAVOG – LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 ]
EFNISYFIRLIT
ÁR FRAMKVÆMDAGunnar Birgisson bæjarstjóri
BLS. 2
FRAMTÍÐ KÁRSNESSÞúsund íbúðir bætast við
BLS. 2
Á RÖLTI Í VESTURBÆNUMHeilsíða með fallegum myndum
BLS. 4
SNYRTI-AKADEMÍANÞrír fegrunarskólar undir sama þaki
BLS. 6
Á SAMA STAÐ Í 46 ÁRRakarastofan í Neðstutröð
BLS. 8
LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚRVÖR
Á SAMA STAÐÍ 46 ÁR
Rakarastofan í Neðstutröð SJÁ BLS. 8
METÁR Í
FRAMKVÆMDUMGunnar Birgisson bæjarstjóri SJÁ BLS. 2
TÍSKA
Íslenskur hönnuður
á uppleið
Sérblað um tísku
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
HANSKAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRISjóðheitir fylgihlutir SJÁ BLS. 2
EFNISYFIRLIT
ÍSLENSKUR HÖNNUÐUR Á UPPLEIÐ
Birna Karen Einarsdóttir, stofnandi tískufyrirtækisins Birnu, er í mikilli sókn á erlendum vettvangi. BLS. 2
KLÆÐNAÐURHVERSDAGSINS
Buxur, pils og peysur BLS. 4
SAMKVÆMISKJÓLAR Í SMÁRALIND
Kjólar á árshátíðina eða þorrablótin
BLS. 6
Tíska
[ SÉRBLAÐ UM TÍSKU – LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 ]
SAMKVÆMISKJÓLAROG FYLGIHLUTIRFyrir árshátíðina og þorrablótin SJÁ BLS. 6
Spila um 7. sætið í dag
Íslenska handboltalandsliðið spilar
um 7. sætið við Spán
á HM í handbolta í
dag en sigur í leiknum
tryggir strákunum okkar
sæti í undankeppni
Ólympíuleikanna í
Peking 2008.
ÍÞRÓTTIR 54
VEÐRIÐ Í DAG
Brennivín og
hrútspungar
Sindri Páll Kjartans-
son hélt glæsilegt
þorrablót á Prikinu.
FÓLK 58
INNFLYTJENDAMÁL Útgefnum dvalar-
leyfum til maka íslenskra ríkis-
borgara fjölgaði um 30 prósent á
milli áranna 2005 og 2006. Fyrra
árið var veitt 391 slíkt leyfi en
þeim fjölgaði í 508 í fyrra.
Útgefnum dvalarleyfum til
erlendra ríkisborgara innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins (EES)
fjölgaði um tæplega 350 prósent á
sama tímabili, úr 1.391 í 4.799.
Útskýrist það fyrst og fremst af
því að hinn 1. maí í fyrra tóku gildi
lög hér á landi um frjálsa för launa-
fólks frá nýjum aðildarríkjum Evr-
ópusambandsins. Alls fjölgaði
útgefnum dvalarleyfum til allra
erlendra ríkisborgara um 28 pró-
sent á þessu tímabili.
Erla Pálsdóttir, verkefnastjóri
hjá Útlendingastofnun, segir
ýmsar skýringar á þessari aukn-
ingu. „Það er stefna íslenskra
stjórnvalda að setja EES-ríkisborg-
ara í forgang við úthlutun dvalar-
leyfa. Þar af leiðandi hlýtur að vera
erfiðara fyrir ríkisborgara utan
EES að koma hingað á þeim for-
sendum að fara að vinna og væntan-
lega meira um að þeim sé synjað
um atvinnuleyfi. Þegar slíkt gerist
fer fólk að leita annarra leiða til að
geta verið hérna.“
Hún segir stofnunina beita sér á
ýmsa vegu til að mæta þessum
breytingum. „Við tökum fólk í við-
töl og erum með kerfi hér þar sem
við getum fylgst með af hverju
fólk er að sækja um. Ef við sjáum
til dæmis au-pair leyfi sem er að
renna út og sami aðili fer allt í einu
að sækja um makaleyfi þá segir
það okkur að sú umsókn sé kannski
ekki alveg á réttum forsendum. Þá
eru báðir aðilar boðaðir í viðtal
hvor í sínu lagi til að kanna hvort
að þeir séu að segja rétt og satt
frá.“
Að sögn Erlu bregst Útlendinga-
stofnun ætíð við snöggum breyt-
ingum með því að skoða hvort hægt
sé að breyta vinnulagi á einhvern
hátt. „Það er gott innra skipulag
hjá okkur og við verðum strax vör
við svona breytingar. Þá reynum
við að komast að því af hverju
breytingarnar stafa. En á endanum
erum við náttúrlega bara að vinna
eftir þeirri löggjöf sem er sett
hverju sinni.“ - þsj
Erlendum mökum fjölgar
Útgefnum dvalarleyfum til maka íslenskra ríkisborgara fjölgaði um þriðjung milli ára. Erlendir ríkisborgar-
ar eru farnir að leita nýrra leiða til að dveljast á Íslandi. Útlendingastofnun fylgist vel með breytingunum.