Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 18

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 18
Snorri Steinn Guðjónsson, atvinnu- maður í handbolta hjá GW Minden í Þýskalandi og leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta, er maður vikunnar að þessu sinni. Snorri Steinn er fæddur 17. október 1981 og er sonur Guðjóns Guðmundssonar íþróttafréttamanns og Karenar Christensen, bók- ara við Iðnskólann í Reykja- vík. Snorri Steinn á eina systur, Dórótheu Guðjóns- dóttur, en hún er sex árum yngri en hann. Snorri Steinn býr með jafnöldru sinni, Marín Sörens Madsen, og hafa þau verið saman síðan þau voru unglingar. Snorri og Marín kynntust í gegn- um handboltann í Val. Snorri Steinn bjó í Hlíða- hverfinu og gekk í Hlíða- skóla áður en hann fór í Menntaskólann við Hamra- hlíð. Þar hentaði skólinn illa með miklum æfingum og svo fór að Snorri skipti yfir í Fjölbrautaskólann við Ármúla þar sem hann lauk stúdentsprófi áður en hann lagði af stað í atvinnu- mennsku til Þýskalands. Snorri Steinn hefur spil- að með tveimur liðum í Þýskalandi en allan sinn feril hér heima spilaði hann með Val. Snorri hóf atvinnu- mennsku sína með TV Grosswallstadt haustið 2003 en hefur frá árinu 2005 spilað með GWD Mind- en. Hann hefur skorað 499 mörk í 117 leikjum í þýsku úrvalsdeild- inni sem er frábær árangur. Vinahópur Snorra Steins er stór og félagar hans í gegnum tíðina í handboltanum eru þar áberandi. Meðal bestu vina hans er línumað- ur íslenska landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en þeir voru miklir keppinautar upp alla yngri flokka í bæði fótbolta og handbolta. Þrátt fyrir harða baráttu inni á vellinum tókst með þeim mikill vinskapur þegar þeir komu saman í landslið- inu og kunnugir menn kalla þá hjónin í landsliðsferðum því þar sem Snorri er þar er Róbert og svo öfugt. Snorri Steinn hefur alla tíð lifað fyrir handboltann, sumir þjálfar- ar þurfa oft að hafa mest fyrir því að fá sína menn til þess að mæta á allar æfingar en í tilfelli Snorra Steins voru mestu áhyggjurnar fólgnar í því að Snorri myndi æfa of mikið. Hann var alltaf frekar til í að fara á æfingu en í partí og hann var mættur fyrir æfingar og var lengur eftir allar æfingar. Vinir Snorra Steins tala um hann sem góðan vin og að þeir viti alltaf hvar þeir hafi hann. Þrátt fyrir að vera einbeittur og jarð- bundinn býr í honum mikill húmor sem brýst út á réttum augnablik- um. Það trúa því kannski ekki allir að oftast er hann mesti vitleysing- urinn í hópnum, eitthvað sem mönnum dettur kannski ekki í hug í fyrsta skipti sem þeir hitta hann. Ábyrgðarfullur og alvarlegur 90% af deginum en þegar hann má leyfa sér það þá gerir hann það með skemmtilegum húmor og óvæntum uppákomum. Snorri Steinn hafði mikla hæfi- lega á knattspyrnusviðinu og það voru margir hissa að sjá hann velja handboltann fram yfir fót- boltann. Handboltafræinu hafði hins vegar verið sáð þegar hann frá fjögurra ára aldri fékk að fylgja föður sínum á landsliðsæf- ingar þar sem hann fékk hand- boltabakteríuna beint í æð. Snorri Steinn er mikill leiðtogi, hann var orðinn fyrirliði meist- araflokks Vals 19 ára gamall og hefur alltaf tekið mikla ábyrgð með íslenska lands- liðinu. Hann hefur líka alltaf tekið sínar stóru ákvarðanir sjálfur og út frá vandhugsuðu máli. Hann er skemmtilegur og hógvær en það fer samt ekki mikið fyrir honum. Snorri er afreksmaður í íþróttum en hann er síðasti maðurinn sem þú færð til þess að hrósa eigin afrek- um. Hann er því kannski ekki þessi fjölmiðlatýpa sem sækist eftir athygli heldur liðsmaður fram í fingurgóma sem hugsar fyrst og fremst um félaga sína í liðinu. Snorri Steinn hefur eins og aðrir þurft að ganga í gegnum mótlæti. Hann var sem dæmi sett- ur út úr landsliðinu fyrir HM í Túnis 2005 en í stað þess að kvarta og kveina fór Snorri Steinn aðrar leiðir að því að sýna það og sanna að hann ætti heima í íslenska landsliðinu. Snorri lagði í framhaldinu ofurkapp á æfingar og kom gríðarlega sterkur til baka. Um vorið var hann valinn besti leikstjórnandi þýsku úrvalsdeildarinnar og þegar hann var valinn í lands- liðið fyrir Evrópumótið í Sviss var hann ekki aðeins í hópnum heldur í lykilhlutverki í liðinu. Vinir hans lýsa honum sem fylgnum sér, ákveðnum og hrika- lega metnaðarfullum manni. Snorri hefur alltaf ætlað sér mikið í handboltanum og hefur lagt gríð- arlega mikið á sig við æfingar, ekki síst skot- og tækniæfingar. Þegar hann stóð á vítalínunni gegn Dönum og jafnaði leikinn með því að snúa boltann í markið urðu margir hissa á því að hann skyldi þora það. Þeim sem höfðu umgengist hann mest á Hlíðar- enda varð hins vegar hugsað til þess tíma þegar þeir sáu hann ein- mitt æfa þennan snúning hundrað sinnum. Það er enn eitt dæmið um að metnaður og ákveðni hans við æfingar hafi skilað sér á úrslita- stundu. Hógvær húmoristi með mikinn metnað Sú var tíðin fyrr á árum að ökutæki og vegakerfið voru í því ástandi að vart náðist meiri ökuhraði en 80 km á klukkustund. Holótt vegakerfið með sínum drullupyttum var þá meiriháttar hraðahindrun auk þess sem bæði hjólkoppar og jafnvel pústkerfi urðu eftir í öllu damminu. Minni fólksbílar urðu oft sýnu verr leikn- ir, þegar farið var milli landshluta og slöngudekkin springandi á leið- inni. Við því þurfti að bregðast á staðnum. Ökumaður var þá oft úttaugað- ur þegar komið var á leiðarenda, þá átti eftir að glíma við þykka drulluna á bílnum – aðeins fram- rúðan var hrein. Jepparnir voru áður fyrr mjög öflug landbúnaðartæki, hægfara og sterk. Hávær vélbúnaður og stirður stýrisbúnaður olli því að það gat tekið heilan dag fyrir bændur ef erinda þurfti í kaup- staðinn. Það gat því orðið meiri- háttar kvöl og pína fyrir fólk í mjög höstum jeppa því fólk með gervitennur varð að taka þær út úr sér. Núna er víst öldin önnur og komin mýkri og öflugri ökutæki sem sum hver fá að njóta sín í botn. Mýktin mátti breytast enda eru þægindin orðin nálægt því að sitja í hægindastól. Það er annað og verra með vélaraflið, því það er mjög oft misnotað til að upp- lifa spennu eftir eitthvað stund- argaman. Þar er yfirleitt af nægu að taka og ökutækið virkar eins og flugvél í flugtaki – ekki einu sinni hægt að ná númerinu. Þó svo að reynt sé af mjög veikum mætti að höfða til svo- nefndrar skynsemi ökumanns þá dugar það skammt. Ökuníðingum hentar ekki að hlusta á slíkar predikanir, hvað þá að fara eftir þeim. Ef það kraftaverk tækist að koma einhverjum böndum á þetta brjálæði þá yrði engin smá vinna að koma orðunum kurteisi og til- litssemi til skila. Margir sem þekkja ekki þessi hugtök myndu bera fyrir sig brotum á mannrétt- indum að mega ekki lengur láta gamminn geisa. Til að auka á alla þessa hringa- vitleysu eru þeir sem aka undir áhrifum eiturlyfja og valda ómældum skaða. það er því aldrei að vita, ef maður mætti slíkum ökumanni sem væri út úr dópað- ur hvernig útkoman yrði. Undirritaður er meðlimur í Sniglunum og hefur oft verið boðið í spyrnu en þá jafnan gripið til orða sem gerast æ vinsælli – „ég nenni því ekki.“ Það er töluvert leggjandi á sig til að láta ekki augnabliks háspennu koma sér í langdvöl í hjólastól eða í líkhúsið. Hvað finnst ykkur? Bílar og brjálæði í umferðinni Þó svo að reynt sé af mjög veikum mætti að höfða til svo- nefndrar skynsemi ökumanns þá dugar það skammt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.