Fréttablaðið - 03.02.2007, Síða 35
Bílaævintýri Jóns Garðarsson-
ar og Hildar Bruun hófst þegar
þau voru fengin til að útvega
farartæki fyrir erlenda víkinga-
mynd. Síðan eru liðin rúm tíu
ár og nú eru hjónin með yfir
þrjátíu farartæki sem koma
að flestum kvikmyndum sem
teknar eru á Íslandi.
„Þetta byrjaði allt fyrir tilviljun
þegar ég tók að mér að útvega
bíla fyrir erlenda víkingamynd
sem var tekin hér á landi árið
1994. Þá vantaði bíla til að ferja
fólk og tæki ásamt aðstöðu fyrir
búninga og leikara,“ segir Jón
Garðarsson sem ásamt konu sinni
Hildi Bruun rekur kvikmynda-
fyrirtækið North by North West
sem sér kvikmyndabransanum á
Íslandi fyrir bílum og farartækj-
um.
Farartæki Jóns og Hildar eru
innréttuð á margvíslegan hátt,
bæði sem búninga- og förðunar-
herbergi eða mötuneyti en einnig
sem íverustaðir fyrir leikstjóra
og leikara. Jón tekur oft þátt í
undirbúningi verkefna og er því
oft fyrsti maður á staðinn, löngu
áður en tökur hefjast.
„Mín undirbúningsvinna hefst
á að finna leiðir og svæði fyrir
bílana ásamt því að skoða töku-
stað í samvinnu við sviðsmynda-
deild. Það þarf að flytja jarðveg
eins og gert var fyrir Flags of our
Fathers þar sem við fluttum tonn
af sandi, eða þegar við stífluðum
lón til að komast í tökur á James
Bond á sínum tíma,“ segir Jón.
Það þarf oft að byggja heilu
þorpin, koma fyrir íverustað fyrir
leikara, salernisaðstöðu og mötu-
neyti sem síðan er rifið niður eftir
tökur.
Hjónin hafa komið að stór-
myndum eins og Lara Croft Tomb
Raider, James Bond, Batman Re-
turns og Flags of our Fathers og
segir Jón að hvert verkefni sé
öðru ólíkt. „Nýjar áskoranir eru
alltaf spennandi. Þetta er hálf-
gerð sirkus-vinna og maður veit
aldrei hvað gerist á morgun, en
það er það sem er skemmtilegt
við starfið,“ segir Jón.
Ásamt því að vera með þrjátíu
farartæki á sínum snærum eru
Jón og Hildur oft í forsvari fyrir
bílaflotann fyrir heila bíómynd
og nú síðast fyrir Bjólfskviðu þar
sem yfir 90 farartæki komu við
sögu. Auk þess að vera með bíla
eru þau Jón og Hildur með snjó-
bíla, vélsleða, hjólabáta en við
gerð Lara Croft Tomb Raider var
einmitt farið með þrjá hjólabáta
upp Jökulsá og var það verkefni
eitt mest spennandi sem hjónin
hafa tekið þátt í.
Sérstakasti bíll Jóns og Hildar
er sérsmíðaður tökubíll, svokall-
aður Shotmaker, sem er sex hjóla
pallbíll með þremur öxlum og
drifi á öllum.
„Þetta var hræ þegar ég fékk
hann. Ég endursmíðaði hann til að
geta tekið bílaskot sem myndi
henta íslenskum aðstæðum enda
eru menn alveg í skýjunum með
hann,“ segir Jón.
Nánari upplýsingar um bíla-
flota Jóns og Hildar er að finna á
netsíðu fyrirtækisins North by
North West: www.nnw.is - rh
Bílasirkus bíómyndanna
Láttu okkur pólýhúða felgurnar í hvaða
lit sem er. Þær verða auðveldari í þrifum
og endast lengur.
Smiðjuvegi 1 • s. 544-5700 • www.polyhudun.is
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
HEILDARLAUSNIR
Í DRIFSKÖFTUM
Landsins mesta úrval
af hjöruliðum og
drifskaftsvörum
Jafnvægisstillingar
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
WPSA-mótaröðin hefst í dag og
endar á alþjóðlegu móti í apríl.
Fyrsta umferð af sex í WPSA-
mótaröðinni í snjókrossi fer fram
við höfnina á Húsavík í dag, laug-
ardaginn, 3. febrúar. Snjókross
hefur notið vaxandi vinsælda í
mótorsportinu á undanförnum
árum og þetta árið mæta kepp-
endur til leiks í enn öflugri keppn-
isliðum en fyrr. Síðasta keppni
vetrarins er áformuð um miðjan
apríl og verður þá alþjóðlegt mót
með þátttöku erlendra öku-
manna.
Keppt verður í þremur flokk-
um líkt og áður, þar af einum
unglingaflokki. Samanlagður
stigafjöldi úr keppnunum sex
gefur Íslandsmeistaratitil í við-
komandi flokki.
Keppnin við Húsavík verður
með hefðbundnu sniði. Æfingar
hefjast kl. 11 í dag og keppnin
sjálf kl. 13.
WPSA-mótaröðin í snjókrossi
hefst í dag á Húsavík
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!