Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 37
Ferðaskrifstofan Vesturheimur sf. var
stofnuð á síðasta ári og stendur hún fyr-
ir ferðum á Íslendingaslóðir í Ameríku.
Jónas Þór, eigandi ferðaskrifstofunnar
þekkir vel til á slóðum Íslendinga fyrir
vestan, því hann lauk magistersprófi í
sagnfræði frá háskóla í Winnipeg og bjó
þar í tíu ár.
Síðustu fjögur ár hefur Jónas verið formað-
ur ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfé-
lags Íslendinga á Íslandi en Þjóðræknisfé-
lag Íslendinga var upphaflega stofnað árið
1919 í Norður-Ameríku. „Árið 1939 var svo
stofnuð deild hér á landi sem hefur eigin-
lega starfað óslitið síðan,“ segir Jónas.
Þjóðræknisfélagið hefur staðið fyrir
reglulegum ferðum á Íslendingaslóðirnar
en eftir að ferðaskrifstofan Vesturheimur
sf. var stofnuð hefur hún séð um flestar
ferðir félagsins. „Núna erum við að skipu-
leggja ferðir þessa árs sem verða að minnsta
kosti átta. Í ár fer ég til dæmis með kóra á
sérstakar hátíðir og eins kennarahópa í
kynnisferðir í skóla í Kanada. Svo erum við
með þrjár opnar ferðir, vordaga og þjóð-
ræknisþing í Winnipeg, bútasaumsferð um
Amish-hérað í suðausturhluta Minnesota í
vor og Austur-Kanadaferð í haust.“
Markmiðið með ferðum Vesturheims sf.
er að sögn Jónasar að efla tengslin við
afkomendur vesturfaranna og annað fólk af
íslenskum ættum sem búsett er í Ameríku.
„Tölvert er af Íslendingum og afkomendum
þeirra í Ameríku, því á eftir vesturförunum
hafa náttúrulega fleiri farið og má þar
nefna konur sem giftust bandarískum her-
mönnum á sínum tíma,“ segir hann.
Jónas hefur mikla reynslu af því að
skipuleggja ferðir fyrir bæði hópa og ein-
staklinga. „Ég undirbý alla dálítið vel hérna
heima og fer í sögu þeirra svæða sem við
ferðumst um. Síðan er ég í stöðugu sam-
bandi við deildir Þjóðræknisfélagsins á
hverjum stað og þær undirbúa komu hóp-
anna, taka á móti þeim og hjálpa fólki að
finna ættingja. Ég fór til dæmis út með átta
manna fjölskyldu frá Akureyri í fyrra og
nærri fjörutíu manns komu til fundar við
hana alls staðar að úr Norður-Ameríku og
það varð bara stórt fjölskyldumót.“
Jónas segir að fólk virðist leggja meiri
áherslu á það nú en nokkru sinni fyrr að
finna ættingja í Ameríku. „Áður fyrr var
eins og fólk skammaðist sín svolítið fyrir
það að einhver úr ættinni skyldi hafa farið
til Ameríku en nú er það alveg horfið og
fólk er virkilega spennt að finna afkomend-
ur þeirra sem fóru vestur.“
Nánari upplýsingar um Þjóðræknisfélag
Íslendinga og ferðaskrifstofuna Vestur-
heim sf. má finna á heimasíðunni www.inl.is
Leitað að ættingjum á Íslendingaslóðum
Leyfishafi
Ferðamálastofu