Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 38
Í kvikmyndinni Dreamgirls
er sixtís-stíllinn allsráðandi
ásamt miklum íburði, glamúr
og glæsileika.
Kvikmyndin Dreamgirls var
frumsýnd í gær en hér er um að
ræða mynd sem byggð er á söng-
leik sem settur var upp á Broad-
way árið 1981.
Sagan fjallar um græðgi, hatur,
rómantík og síðast en ekki síst,
mikla drauma og háleit markmið.
Þrjár ungar konur, Deena
Jones (Beyoncé Knowles), Effie
White (Jennifer Hudson) og
Lorrell Robinson (Anika Noni
Rose) þrá ekkert heitar en að
verða poppstjörnur og þegar
söngvarinn James „Thunder“
Early (Eddie Murphy) ræður þær
sem bakraddasöngkonur eru þær
skrefi nær þeim draumi.
Í myndinni eru bæði flutt upp-
runaleg lög frá söngleiknum á
Broadway, auk fjölda nýrra laga
sem sérstaklega voru samin fyrir
myndina og eru þau hvert öðru
skemmtilegra en lagið Listen
hefur verið tilnefnt til Óskars-
verðlauna sem besta lagið. Það
sama má segja um íburðarmikla
búningana, en ásamt listrænni
stjórn og hljóðblöndun voru þeir
einnig tilnefndir til þessara mik-
ilsmetnu verðlauna.
Það má því með sanni segja að
Dreamgirls sé fyrirtaks skemmt-
un fyrir augu og eyru svo ekki sé
minnst á þann innblástur sem
aðdáendur sixtís- tískunnar munu
eflaust upplifa.
Dýrðlegar draumastelpur
Erum að opna snyrtistofuna
Facial á Tony&Guy
Í tilefni þess bjóðum við upp á opnunartilboð.
Litun og plokkun á 2.320 í staðinn fyrir 2.900.
Andlitsbað + litun og plokkun á 6.990 í staðinn fyrir 9.690.
Fótsnyrting og vax að hnjám 4.700 í staðinn fyrir 8.400.
Laugavegi 96 • Sími 511-6660
Bjóðum gamla og nýja
viðskiptavini velkomna
Berglind Þóra
og Ragnheiður
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI