Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 50

Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 50
Fimm ár eru liðin síðan Birna Karen Ein- arsdóttir stofnaði tískufyrirtækið Birnu, sem leggur áherslu á sígildan kvenfatnað. Lengst framan af hannaði hún fötin sjálf, saumaði og markaðssetti, en hefur nú fengið til sín stóran hóp sem vinnur hörðum höndum að því að koma fyrirtækinu á kortið. „Við munum taka þátt í stærstu sölusýn- ingu á Norðurlöndunum í febrúar, sem kallast Copenhagen Vision og er undirlögð af tísku- iðnaðinum,“ segir Birna, sem hefur staðið á haus við undirbúning ásamt aðstoðarfólki á aðalskrifstofunni í Kaupmannahöfn. „Búist er við að mun fleiri mæti en áður, tugir þús- unda. Þetta verður í áttunda sinn sem ég tek þátt í sýningunni.“ Að sögn Birnu er sýningin einn liður í markvissri upp-byggingu vörumerkis- ins Birnu á Norðurlöndunum. „Þetta verður raunverulega í fyrsta sinn sem við leggjum svona mikið upp úr því að leita til heildsal- anna. Hingað til hefur það verið á hinn veg- inn. Áhersla verður þó eftir sem áður að bjóða vöruna fáum útvöldum aðilum.“ Stefnan er enn fremur að opna fleiri Birnu Concept verslanir. Fyrir er ein versl-un á Östegade frá 2005 og önnur á Skólavörðustíg, sem var opnuð í október 2006. „Okkur langar til að opna eigin búðir í stærstu höfuðborg- unum, sem við höfum umsjón með og munu því eiga í nánu samstarfi. Fötin munu þannig verða til alls staðar en ekki í ótakmörkuðu upplagi. Stefnan er ekki að hrinda af stað einhverri verslanakeðju, heldur að hafa öll fötin í takmörkuðu upplagi, svo þau haldist einstök.“ Birna og starfsfólk henn-ar vinna einn- ig að því að fjölga fatalínum fyrirtækisins. „Við erum að byrja með nýja línu sem kallast Pieces Collection og verður eingöngu fáan- leg í verslunum okkar,“ útskýrir hún. „Fötin munu fást í takmörkuðu upplagi. Tíu eintök af hverri flík í mismunandi stærðum og litum, sem verða ekki framleiddar aftur. Línan verð- ur líka í fínni kantinum en áður. Fötin hefur hingað til má flokka sem flottan hversdags- klæðnað, sem nota má við ýmis tækifæri. Með nýju línunni verður breyting þar á.“ Þá ætlar Birna að markaðssetja sérstaka barnalínu, sem verður í stíl fyrri fatn-aðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við hönnum barna- föt,“ segir hún. „Við höfum sömu grunnhug- mynd að leiðarljósi og liggur að baki hönnun kvenfatnaðarins. Barnafötin verða þann-ig hönnunarvara, sem er unnin úr mörgum, ólík- um efnum.“ Aðspurð segir Birna hönnun herrafatnaðar síðan vera á stefnuskránni í framtíðinni. Af ofansögðu er ljóst að mikið vatn hefur runn-ið til sjávar síðan Birna stofnaði fyrir- tækið. Sjálf segist hún aldrei hafa efast um að afrakstur erfiðisins myndi að lokum skila sér, meðal annars þar sem hún hafi alltaf lagt áherslu á að hanna flottan, sígildan og þægi- legan fatnað. „Það er þó aðeins hluti vinn- unnar. Það skiptir ekki síður máli að mark- aðssetja vöruna vel og halda vandlega utan um hana.“ roald@frettabladid.is Íslenskur hönnuður á uppleið Birna Karen Einardóttir, stofnandi tískufyrirtækisins Birnu, er í mikilli sókn á erlendum vettvangi. 10 Hanskar við öll tækifæri Yfir vetrartímann getur verið alveg bráðnauðsyn- legt að hafa góða hanska á höndunum til að hlífa sér fyrir kuldanum. Nú eru hanskar sjóðheitur fylgi- hlutur og gaman að skoða úrvalið í verslunum. Allt frá hinum hefðbundnu leður- og rúskinnshönskum upp í blúnduhanska eða -grifflur má finna víða en blúndan getur verið smart við sparikjólinn. Háu hanskarnir eru góðir við kápur með kvartermum sem eru svo vinsælar þessa dagana, svo nú er um að gera að fara og finna sér flotta hanska við öll tilefni. -sig { Tíska }
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.