Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 60
{ Kópavogur } 20
„Rými ætluð almenningi eru vel lýst
og án farartálma. Gangar breiðir,
merkingar góðar og lyftur og salerni
vel staðsett.“ Þessi atriði eru meðal
þeirra sem tilgreind voru þegar
ferlinefnd Kópavogs veitti Smára-
lindinni viðurkenningu fyrir gott
aðgengi fatlaðra.
Fleira telur nefndin Smáralindinni
til gildis. Svo sem að bílastæði fyrir
fatlaða séu góð og vel staðsett og
að hægt sé að fá hjólastóla lánaða.
Einnig að stólpar hafi verið sett-
ir upp við rúllustigana til að auka
öryggi.
Þá sé viðmót starfsmanna á þjón-
ustuborði jákvætt gagnvart þörfum
fatlaðra.
Þetta er í þriðja sinn sem ferli-
nefnd Kópavogs veitir viður-
kenningu af þessu tagi í tilefni
alþjóðadags fatlaðra. Í fyrra hlaut
hana fyrsti áfangi Vatnsendaskóla.
Ástæðan var sú að þar var ráðist
í sértækar ráðstafanir til þess að
mæta þörfum eins nemanda.
Formaður ferlinefndar Kópavogs
er Helga Skúladóttir.
Vel lýst og án farartálma
Smáralindin hlaut nýverið viðurkenningu ferlinefndar Kópavogs fyrir gott aðgengi fatlaðra.
Kópavogsbær og Vátryggingafé-
lag Íslands, VÍS, hafa gert samn-
ing um slysatryggingu á öllum
börnum 18 ára og yngri sem
stunda íþróttir eða skipulagða
félagsstarfsemi í Kópavogi.
Vátryggingin nær yfir það
félag sem getið er um í vátrygg-
ingarskírteini auk ferða til og frá
heimili vegna starfseminnar, til
dæmis á íþróttaæfingar og ferða
innanlands á vegum viðkom-
andi félags til að mynda vegna
keppnisferða.
Einu gildir hvernig slysið ber
að eða hver á sök á, eða hvort
slysið verður við nám eða leik.
Forsendur bótanna eru andlát,
varanleg læknisfræðileg örorka
og kostnaður vegna slyss, til
dæmis tannbrots.
Með kostnaði er þó eingöngu
átt við þann kostnað sem ekki
fæst endurgreiddur hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins. Vátrygg-
ingartaka, íþrótta- eða tóm-
stundafélagi í Kópavogi, er gert
að halda skrá yfir vátryggð börn
sem falla undir vátrygginguna.
Foreldrar og forráðamenn barna
og unglinga í Kópavogi eru
hvattir til að kynna sér þennan
samning ásamt skilmálum.
Nánari upplýsingar: www.
kopavogur.is
Börnin
slysatryggð
Bjarni Thor Kristinsson bassa-
söngvari mun flytja íslensk sönglög
og erlend auk þekktra óperuaría
fyrir dökka bassarödd í Salnum í
dag. Tónleikarnir eru hluti af TÍBRÁ
- tónleikaröðinni. Hinn ástsæli
píanóleikari Jónas Ingimundarson
spilar með Bjarna.
Bjarni hefur komið víða við í söng
hin síðari ár. Hann hefur verið fastur
gestur í Ríkisóperunni í Berlín auk
þess að koma fram í óperuhúsunum í
Chicago, París, Verona, Flórens, Pal-
ermo, Wiesbaden og Dortmund svo
eitthvað sé nefnt. Hann hefur m.a.
sungið undir stjórn Zubins Mehta,
Daniels Barenboim, Kents Nagano,
Betrands de Billy og sir Andrews
Davis. Næsta haust syngur Bjarni á
sviði Íslensku óperunnar eftir langt
hlé. Um er að ræða hlutverk Osmin í
Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir
Mozart. Frumsýning er fyrirhuguð í
lok september.
Miðaverð á tónleikana í Salnum í
dag er 2.000 krónur og hefjast þeir
klukkan 16.00.
Söngtónleik-
ar í Salnum
20–50% AFSLÁTTUR
www.zedrus.is Hlíðarsmára 11 S. 534 2288
Lokadagar Útsölunnar
ÓTRÚLEGT TILBOÐ!
Kínversk teppi 1,60m x 2,48m: 48.800 kr.
Heriaz / Keshan Íran 2,05m x 3,03m: 77.600 kr.
Nain Kashmar Íran 87cm x 1,31m: 36.600 kr.
Hamadan Íran 1,41m x 2,38m: 48.800 kr.
Fyrstur kemur
fyrstur færwww.zedrus.is Hlíðarsmára 11 S. 534 2288
Helgaropnun 11 - 18
Laugardag og Sunnudag