Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 75

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 75
Hægt er að svara þessari spurn- ingu á nokkra vegu, allt eftir því hvaða merking er lögð í „á Íslandi“. Strangt til tekið er líklega rétt að líta svo á að spurt sé um þann dag sem flestir hafa fæðst á hér á landi, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki. Þá er einn- ig vert að geta þess að hér fæðast auðvitað ekki bara manneskjur heldur einnig afkvæmi annarra dýrategunda, en hér verður ein- göngu horft til mannfólksins enda er ekki haldin nákvæm skráning um fæðingardag dýra. Ákveðið var að reikna svarið fyrst út frá öllum núlifandi einstakling- um sem hafa fengið íslenska kennitölu, og eru þá bæði meðtald- ir Íslendingar sem búa í útlöndum og borgarar annarra ríkja sem fengið hafa slíka tölu. Alls eru þetta um 330 þúsund manns ef miðað er við áramótin 2002/2003. Svarið er 23. júní 1966, en nú er í þjóðskrá 31 einstaklingur með íslenska kennitölu fæddur þann dag. Næst kemur 15. desember 1959 og eru 30 manns fæddir þann dag. Ef við horfum fram hjá ártalinu er svarið við spurningunni 28. apríl, en 1.010 einstaklingar eru fæddir þann dag. Næst kemur 25. sept- ember og eru 1.003 fæddir þann dag. Sjaldgæfustu afmælisdagarnir Að meðaltali eiga rétt tæplega 900 einstaklingar með íslenska kennitölu afmæli hvern dag árs- ins. Fæstir eru vitaskuld fæddir 29. febrúar, enda kemur hann ein- ungis á fjögurra ára fresti eða því sem næst. Þann dag eiga 227 ein- staklingar með íslenska kennitölu afmæli. Næst sjaldgæfastur er jóladagur, 25. desember, en aðeins 678 eiga afmæli þann dag. Íslendingar virðast tregir til að fæðast á hátíðisdögum í desember því að þriðji sjaldgæfasti dagur- inn er gamlársdagur og eiga 742 afmæli þann dag. Aðfangadagur er heldur ekkert sérlega vinsæll og eiga aðeins 752 afmæli þann dag. 17. júní nær hins vegar að vera yfir meðaltali því að 925 eiga afmæli á þjóðhátíðardaginn. Almennt eru sumarmánuðirnir líka heldur vinsælli til barneigna. Flestir eiga afmæli í júlí eða 28.964, sem gerir 934 á dag. Litlu færri eiga afmæli í ágúst eða 28.816, sem gerir 930 á dag. Sept- ember, með sína þrjátíu daga, á hins vegar vinninginn í fjölda afmælisbarna á dag því að í þeim mánuði eiga 943 afmæli á dag að meðaltali. Fæstir eiga eins og vænta má afmæli í febrúar, enda er hann stysti mánuðurinn og aðeins 24.977 sem eiga afmæli þá, sem gerir 884 á dag. Ef tekið er til- lit til dagafjölda er desember þó óvinsælastur því einungis 832 eiga afmæli að meðaltali hvern dag þess mánaðar. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við HÍ. Orðið bláhorn er vel þekkt allt frá því á síðari hluta 19. aldar. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans er verið að tala um bláhorn í kirkju- garði, en einnig eru dæmi um blá- horn á bókarspjöldum og á hús- gögnum, til dæmis borði eða skáp. Fyrri liðurinn blá- er bæði not- aður til að mynda nafnorð og lýs- ingarorð og er þá til áherslu. Sem dæmi um önnur nafnorð en blá- horn má nefna blánótt „rétt aðeins nóttin“, blábrún „ysta brún“, blá- þráður „örmjór þráður“. Sem dæmi um lýsingarorð má nefna bláfá- tækur eða blásnauður „mjög fátæk- ur“, blánakinn „alveg nakinn“. Upphafleg notkun forliðarins blá- er um eitthvað sem er blátt, til dæmis blákaldur „blár af kulda“, blávatn „hreint og ómengað vatn“. Hann hefur síðan breiðst út til ann- arra samsetninga og fengið þannig nýja merkingu. Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans. Orðið dauðafæri virðist upphaf- lega notað í tengslum við veiðar og er merkingin þá „stutt en næsta öruggt skotfæri“. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 1899. Er þá átt við að skepnan eigi sér varla undankomu auðið, auðvelt eigi að vera fyrir skotmanninn að hæfa hana og drepa. Síðar fær orðið víðari og yfir- færða merkingu og vísar þá til þess þegar sú staða kemur upp í boltaíþróttum að hægðarleikur ætti að vera að skjóta á markið og skora. Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans. Hver er algengasti fæðingardagur á Íslandi? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.