Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 84

Fréttablaðið - 03.02.2007, Page 84
Todd Field er á hraðri uppleið í kvikmyndaheiminum. Hann vakti fyrst verulega athygli með mynd- inni In the Bedroom árið 2001 en auk þess að leikstýra henni átti hann heiðurinn af handritinu. In the Bedroom var tilnefnd til Óskarsverðlauna auk þess sem Field fékk tilnefningu fyrir besta handritið. Field fylgir nú In the Bedroom eftir með Little Children, látlausri en áhrifaríkri mynd sen gefur In the Bedroom ekkert eftir. Báðar bera þær sterk einkenni höfundar- ins sem leggur mikið upp úr per- sónusköpun og hefur mannlega þáttinn ætíð í huga þegar hann velur sér viðfangsefni. Field segist hafa gert sér fulla grein fyrir því að athyglin sem In the Bedroom fékk gæti orðið til þess að hann yrði dæmdur harkalega ef næsta mynd ylli fólki vonbrigðum. „Ég var auðvitað meðvitaður um þetta en þetta hvíldi nú ekki þungt á mér. Fyrsta myndin sem ég gerði var lofuð í hástert, sennilega oflof- uð, og þá vissi ég strax að ég væri í vondum málum. Ég var því mjög kvíðinn þegar ég bar næstu mynd á borð fyrir fólk og þegar ég gerði þriðju myndina var ég alveg viss um að mér yrði slátrað.“ Þessar áhyggjur Fields hafa hingað til verið ástæðulausar og hann hefur þvert á móti mátt venj- ast því að taka hóli fyrir verk sín. Hann er tilnefndur til Óskarsverð- launanna í ár fyrir handrit sitt að Little Children og tveir leikarar myndarinnar, Kate Winslet og Jack- ie Earle Haley, eru tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni. Field segir leikaravalið hafa haft mikið að segja fyrir Little Chil- dren þar sem sagan byggi fyrst og fremst á tilfinningalífi persónanna. „Kate Winslet er fyrsti leikarinn sem ég talaði við og mér var mikið í mun að fá hana.“ Aðrir fylgdu síðan í kjölfarið og Field tókst að setja saman þéttan hóp leikara sem allir skiluðu góðu dagsverki og rúmlega það. Field skrifaði handrit Little Chil- dren ásamt rithöfundinum Tom Perrotta en kvikmyndin er byggð á skáldsögu þess síðarnefnda. Field segist hafa hrifist af bók Perrotta vegna þess hversu fordómalaust hann nálgaðist persónur sínar. „Þetta er einhvers konar ádeilu- melódrama þar sem Tom dregur persónurnar fram með samúð og kímni.“ Kate Winslet leikur heimavinn- andi húsmóður sem líður leið í gegnum lífið og eyðir drjúgum tíma með dóttur sinni á róluvelli í hverf- inu. Þar kynnist hún fjallmyndar- legum manni sem Patrick Wilson leikur. Hann er í svipaðri stöðu, vansæll í skugga eiginkonu á framabraut. Kynni þeirra setja til- veru beggja á hvolf og ekki bætir úr skák að þau þurfa að hafa áhyggj- ur af barnaníðingi sem gengur laus í nágrenninu. Sagan hverfist því að vissu leyti um róluvöllinn sem Field sér í stærra samhengi og í Little Children segist hann hafa fundið tækifæri til að létta af sér. „Pól- itíkin á róluvellinum er mjög svipuð alþjóðastjórnmálum. Þar höfum við tudd- ann, fórnarlambið og allt þar á milli. Þetta höfðaði mjög sterkt til mín enda var ég mjög reiður og óánægður með ástand- ið í Bandaríkjunum þegar ég ákvað að laga bókina að kvik- myndaforminu. Mér fannst eins og þjóðin væri meira og minna öll áhugalaus og dofinn og varð ekki var við mikinn áhuga á breytingum á ástandinu.“ Það var ekki síst hernaður Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak sem lagðist þungt á Field, sem var í meira lagi ósáttur við að fólk mótmælti ekki stríðsbröltinu af meiri krafti. „Mér líður í raun ekkert betur eftir að hafa gert myndina og ég er enn mjög gramur. Munurinn er samt sá að þegar ég byrjaði vissi ég að í kringum mig væri fólk sem leið nákvæmlega eins og nú hef ég það á tilfinningunni að fleiri séu að vakna til meðvitundar. Þar sem ég bý í Los Angeles er fólk almennt mjög þjóðernissinnað en það fer samt ekki á milli mála að það er búið að fá nóg. Þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja breytingar og ég held að þær séu í vændum.“ Breytingar eru þó síður en svo alltaf af hinu góða og Field gerir sér engar grillur um að heimurinn taki jákvæðum stökkbreytingum og allt sé gott sem endi vel. Þetta fer ekk- ert á milli mála í Little Children þar sem breytingarnar sem sumar per- sónurnar ganga í gegnum skila þeim litlu sem engu nema þá einna helst meiri óhamingju. „Ég hef enga trú á góðum endi í bíó- myndum og fyrir mér er góður endir enginn endir enda heldur lífið alltaf áfram og þar skipt- ast á skin og skúrir, hjá okkur öllum,“ segir Field, sem segist langt því frá búinn að tæma brunna reiði sinnar og gerir ekki ráð fyrir öðru en hann muni halda áfram að flétta samfélags- gagnrýni saman við kvikmyndir sínar. Góður endir er ekki endir Bandaríska leikstjóranum Todd Field er einkar lagið að blanda saman alvöru og kómedíu í myndum sínum og með þeim reynir hann að fá útrás fyrir óánægjuna með ástandið í heimalandinu. Þórarinn Þórarinsson ræddi við Field um myndina Little Children og leikskólapólitík hennar. Mér líður í raun ekkert betur eftir að hafa gert myndina og ég er enn mjög gramur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.