Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 40
 23. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið sumarferðir „Við erum búin að bæta við enn fleiri áfangastöðum,“ segir Sigríð- ur Helga Stefánsdóttir, verkefna- stjóri í markaðsdeild Iceland Express. „Það eru fimm nýir núna þannig að áfangastaðirnir eru orðnir þrettán talsins. Þeir nýj- ustu eru Basel í Sviss, Eindhoven í Hollandi, Billund í Danmörku, París og Osló en að auki erum við með alla sömu áfangastaði og í fyrra.“ Sigríður segir síðasta ár hafa gengið rosalega vel og að Berlín hafi slegið í gegn hjá félaginu. „Express ferðir, ferðaskrifstofa Iceland Express, er að setja saman ýmiss konar ferðir til Berlínar, London og Kaupmannahafnar en auðvitað erum við líka með golf- ferðir, fótboltaferðir, tónleikaferð- ir, skíðaferðir og margar fleiri sérferðir,“ segir Sigríður og bætir því við að mikið sé að gerast í ferð- unum þetta árið. „Ég myndi segja að Berlín væri vinsælasti áfangastaðurinn okkar en við byrjuðum með ferðir þang- að í fyrra og það virðist ekki ætla að vera neitt síður vinsælt þetta árið. Það hefur líka verið mjög vinsælt að taka bílaleigubíl á einum stað og skilja hann eftir annars staðar og fljúga þaðan heim.“ Iceland Express býður líka upp á sumarhús úti um alla Evrópu en þá er valið á vefsíðunni land og jafnvel hérað. „Það hefur verið mjög vinsælt meðal fjölskyldna sem vilja dvelja um lengri tíma á sama stað.“ - sig Þrettán áfangastaðir Það er sígilt að skella sér til Kaupmannahafnar og hér skartar Litla hafmeyjan sínu fegursta í blíðskaparveðri. Berlínarferðir hafa verið einstaklega vinsælar meðal farþega Iceland Express og stefnir í að enn fleiri ferðist þangað á vegum félagsins í sumar. Tyrkland og Tene- rife vinsæl í sumar Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn flýgur í fyrsta sinn til Rómar yfir sumartímann. „Tyrkland og Tenerife hafa verið hástökkvararnir í ár,“ segir Þor- steinn Guðjónsson framkvæmda- stjóri Úrvals Útsýnar. Ferðaskrif- stofan kynnti þessa tvo sólarlandastaði til sögunnar í fyrra og urðu þeir báðir strax vin- sælir. Sömu sögu er að segja þetta árið en þeir hafa selst mjög hratt. Af öðrum nýjungum Úrvals Útsýnar má nefna Róm en þetta er í fyrsta skiptið sem flogið verður beint þangað yfir sumartímann. „Ferðirnar til Rómar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Þar býðst fólki ólíkir kostir og sjáum við fyrir okkur fjóra markhópa; þeir sem taka bara flugið og redda sjálfir afganginum, þeir sem fá bæði flug og gistingu og þeir sem panta sér flug og bíl. Þar að auki bjóðum við upp á gistingar á strönd rétt við Róm svo við verð- um einnig með sólarlandavinkil á þessu.“ Þorsteinn segir gríðarlega breytingu hafa orðið á vali á gist- ingu síðustu ár. „Fyrir fjórum árum síðan voru um fimm prósent við- skiptavina okkar á hótelum en rest- in dvaldi í íbúðum. Í dag velur um helmingur fólks að gista á hótelum. Það hefur því orðið vaxandi eftir- spurn eftir betri gistingu,“ segir Þorsteinn en Úrval Útsýn svarar þeirri eftirspurn meðal annars með fimm stjörnu svítum á Portúgal sem hafa verið mjög vinsælar. Tyrkland er orðinn vinsæll sólarlandastaður. Saga Tyrklands er löng og merkileg. Einstök fegurð Alpanna heillar alla sem sækja Austurríki heim. Þessi notalega ferð um sveitir landsins hefst með flugi til Frankfurt, en þaðan er ekið til Ingolstadt fyrrum hertogadæmis. Næst er haldið að Mondsee, sem er draumastaður austan við Salzburg í Austurríki. Skoðunarferðir til tónlistarborgarinnar Salzburg, Wolfgangsee og Hallstatt, sem er ein af perlum Salzkammergut. Ferðin endar í Nürnberg, þar sem farið er í skoðunarferð um borgina og tími verður til að kanna mannlífið. Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Verð: 99.800 kr. Vor 2 Salzkammergut 5. - 12. apríl Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir Salzburg - s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Miklar breytingar hafa verið gerðar á Fríhöfninni að undan- förnu samhliða öðrum breyt- ingum í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Fríhöfnin er nú orðin rýmri og þægilegri að sögn Rúnars B. Guðlaugssonar, inn- kaupastjóra verslunarinnar. „Flugstöðin er að stækka og því verið að breyta öllu frí- hafnarsvæðinu,“ segir Rúnar, spurður út í breytingarnar á brottfararverslun Fríhafnar- innar. „Það eru nýir rekstrar- aðilar að koma inn og má þar nefna Elko og Senu sem munu taka við tækja- og marg- miðlunarvörum af Fríhöfn- inni,“ bætir Rúnar við en heildarbreytingarnar á Flug- stöðinni eru gerðar vegna auk- ins fjölda farþega þar í gegn. „Fríhöfnin hefur stækkað frá því að vera 650 fermetrar í 1.150 fermetra. Við erum ekki að auka mikið vöruúrvalið held- ur hefur rýmið fyrir viðskipta- vinina aukist töluvert. Fríhöfn- in er í dag bjartari, opnari, breiðari og mun líflegri en áður var,“ segir Rúnar og bætir því við að lýsingin sé einnig mun betri en áður. „Flugstöð Leifs Eiríkssonar er náttúrlega stærsti ferða- mannastaður landsins og þess vegna hefur Fríhöfnin lagt aukna áherslu á íslenska fram- leiðslu svo sem sælgæti og áfengi. Þá erum við með minja- gripahorn í versluninni. Það er ný og flott deild þar sem við ætlum að reyna að höfða meira til ferðamanna með íslenskum vörum,“ segir Rúnar. sigridurh@frettabladid.is Breytt, betri og bjartari Fríhöfn Fríhöfnin hefur nú fengið stílhreint og fallegt yfirbragð eftir gagngerar breyt- ingar. MYND/ODDGEIR KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.