Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 66
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Djassklúbburinn Múlinn fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleikum á Domo í kvöld. Klúbbur sá heitir í höf- uðið á helsta djassgeggjara þjóðarinn- ar, Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans á sinni tíð. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistar- manna, Jazzvakningar og Heita potts- ins. „Múlinn var stofnaður sem vett- vangur fyrir djassleikara til þess að koma tónleikum sínum inn í heild- stæða dagskrá,“ útskýrir Ólafur Jóns- son, einn forsvarsmanna Múlans. „Áherslur starfsins hafa lítið breyst í gegnum tíðina en það sem hefur staðið okkur fyrir þrifum er að við höfum ekki átt varanlegan samastað heldur verið á sífelldu flakki milli húsa.“ Fyrr í vetur færði Múlinn sig um set og fluttist úr Þjóðleikhúskjallaranum í ný húsakynni skemmti- og veitinga- hússins Domo í Þingholtsstræti og segir Ólafur komna góða reynslu á það aðsetur. „Það er skemmtilegur staður, bæði fyrir hlustendur og áhorfendur. Það er fínn hljómur, góður andi og ekki spillir að þeir sem þarna starfa hafa tekið okkur afskaplega vel.“ Fleiri djassklúbbar eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu en Ólafur tekur undir að Múlinn sé mögulega þeirra sýnilegastur. „Enda er Múlinn sá eini sem er með reglulega starfsemi yfir vetrartímann. Við reyndar förum í sumarfrí en þá tekur annað við, til dæmis er þá boðið upp á djasstónleika á Jómfrúnni.“ Djassheimurinn hér heima á Fróni er ekki stór svo flestir þekkjast innan hans og er jafnan sam- starf um hátíðahald og stærri sam- komur. Þannig fá til að mynda blús- áhugamenn inni á Domo meðan á Blúshátíð Reykjavíkur stendur í apríl. Tónleikadagskrá vetrarins var kynnt fyrir skömmu en Múlinn stend- ur fyrir vikulegum tónleikum á fimmtudagskvöldum þar sem ólíkir straumar og stefnur í djasstónlist fá að njóta sín fram á vorið. Ólafur útskýrir að starf stjórnar Múlans snú- ist fyrst og fremst um að taka á móti umsóknum frá tónlistarhópum og velja saman dagskrána. „Umsóknun- um hefur fjölgað með árunum og nú komast færri að en vilja,“ útskýrir Ólafur og bætir við að nú taki um sex- tíu tónlistarmenn þátt í tónleikahaldi klúbbsins fram á vorið. Nú um helgina verður hins vegar hátíðarbragur í kjallaranum við Þing- holtsstrætið því í tilefni afmælisins koma góðir gestir frá Danmörku en tríó Alex Riel heldur hér tvenna tón- leika. „Riel er einn af þekktari músík- öntum Dana en hann er mikill Íslands- vinur,“ segir Ólafur. „Hann er þrælflottur trymbill sem hefur spilað með öllum í djassgeiranum sem eitt- hvað hafa staldrað við í Danmörku. Hann kemur líka með ansi skemmti- legt tríó með sér, ungan píanista sem er víst sá heitasti þar í landi um þessar mundir og bassaleikarann Jesper Lundgaard sem hefur líka verið lengi að og er mjög virtur.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Riel leikur með eigin tríói en hann hefur ávallt leikið hér með hljóm- sveitum annarra. Fjörutíu ár eru síðan Riel heimsótti Ísland fyrst en hann er víst í fanta- formi og hefur aldrei leikið betur. „Ég sé mig alveg fyrir mér sem áttræðan karl, enn þá að leika, akandi um á mótorhjóli, nakinn.“ Fáninn reistur á Iwo Jima Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Karl Júlíusson Garðhúsum, Grindavík, verður jarðsettur í Grindavíkurkirkju laugardaginn 24. febrúar klukkan 14. Sigrún Guðmundsdóttir Guðmundur Grétar Karlsson Sigurður Rúnar Karlsson Jón Júlíus Karlsson Páll Tryggvi Karlsson Finndís Fjóla Birgisdóttir Ronja Rán Pálsdóttir Ylfa Dröfn Pálsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík sími 587 1960 www.mosaik.is LEGSTEINAR TILBOÐSDAGAR allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista 70 ára afmæli Aðalheiður Vagnsdóttir (Heiða) Tröllagili 5, Akureyri. Í tilefni af 70 ára afmæli mínu þann 18. febrúar vil ég senda öllum þeim sem glöddu mig með g jöfum, blómum, söng og heimsóknum þökk fyrir ógleymanlega helgi. Lifið heil. 50 ára afmæli Auðunn Þ. Þorgrímsson verður að heiman á afmælisdaginn. Thelma Ásdísar á lista vinstri grænna Thelma Ásdísardóttir hefur ákveðið að fara í þingframboð og tekið 8. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjör- dæmi, hinum svokallaða Kraga. Thelma vakti þjóðarathygli fyrir endurminningar sínar, sem Gerður Kristný Guðjónsdóttir skráði og komu út í hittifyrra undir nafninu Myndin af pabba. Thelma gekk í Vinstrihreyfing- una í fyrra og leist vel á þegar hún var beðin um að taka sæti á lista flokksins í Kraganum. „Ég gekk í flokkinn því skoðanir mínar sam- ræmast stefnu hans í flestum efnum og vil gjarnan taka þátt í baráttu hans.“ Thelma segir að barátta vinstri grænna gegn ofbeldi, ekki síst kynbundnu ofbeldi, hafi höfðað sterkast til sín. „Í þeim efnum hafa Kolbrún Halldórsdóttir og fleiri staðið sig frábærlega og ég vil taka þátt í því.“ Um áramótin varð uppi fótur og fit þegar Múrinn birti færslu þar sem Margrét Frímannsdóttir var sögð heimfæra endurminningar Thelmu upp á sjálfa sig í bókinni Stelpan frá Stokkseyri, en ritstjórn vefritsins er skipuð félögum úr Vinstrihreyfingunni, þar á meðal er Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Gamanið þótti helst til grátt og fór fyrir brjóstið á mörgum en Thelma segist ekki hafa tekið það nærri sér. „Ég tók því ekki eins illa og margir hugðu. Ég leit á þetta sem klaufaskap frekar en annað og er viss um að þetta var ekki gert til að meiða einn eða neinn, allra síst mig. Það skemmdi því alls ekkert fyrir milli mín og flokksins.“ Thelma vinnur hjá Stígamótum og það lá óvenjuvel á henni þegar Fréttablaðið hringdi. „Við vorum að fá fréttir af því að það væri búið að aflýsa þessari klámráðstefnu og erum alsælar yfir því. Þetta er flott yfirlýsing frá Íslandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.