Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 56
BLS. 14 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007
„Ég mæli
með því að
foreldrar nýti
sér þessa
fáu mánuði
sem þeir fá í
fæðingar-
orlof. Ég
mæli líka
með því að
reglur um
Fæðingar-
orlofssjóð
verði endurskoðaðar. Það má ekki
mismuna litlum börnum fyrsta æviskeiðið
eftir því hvernig foreldrar þeirra standa. Í
þessu fiskfári sem nú ríður yfir landann
mæli ég líka með fiski úr Fylgifiskum,
gufusoðnu grænmeti og kartöflum.
Þegar fisknum hefur verið sporðrennt
mæli ég svo með myndinni Babel.
Esther Talia Casey, leikkona
„Ég mæli
með cafe
latte og bjór
á Boston.
Það er það
eina sem er
þess virði að
mæla með
þessa
dagana.“
Helgi Seljan, sjónvarpsmaður
„Ég mæli með að fólk fari út að ganga af
því að það fer að líða að vori. Það bætir
og kætir. Síðan mæli ég
með að fólk sé
duglegt að virkja
sambandið við vini
og fjölskyldu.“
Aðalheiður
Ólafsdóttir,
söngkona
„Ég mæli
með nýja
homma-
staðnum Q-
bar sem var
að opna.
Þar er
fókusinn
mest á
samkyn-
hneigða en
hinir eru
velkomnir líka. Það verður enginn fyrir
vonbrigðum því það er búið að setja upp
stærsta DJ-búr landsins.“
Ólafur Hjörtur Ólafsson, athafnamað-
ur
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm.
Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettabladid.is,
Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@
frettabladid.is Útlitshönnun Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is,
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Rvk, sími 550 5000
Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir
550 5864 gretakaren@frett.is
sirkus
Hvað á að gera um helgina?
Siv með rauðar strípur en heldur toppnum
Þ egar breski leikarinn Jude Law kom til landsins í síðustu viku var strax farið að velta því upp
hvaða íslenska kona myndi næla sér í
kappann. Hann er jú myndarlegur,
moldríkur og einsamall og því alls
ekki slæmur mannkostur. Sirkus
getur greint frá því að það var hin
stórglæsilega leik- og söngkona
Halla Vilhjálmsdóttir sem Jude
Law féll fyrir á föstudagskvöldinu
fyrir viku. Þau borðuðu saman á
Domo eftir að Halla hafði
lokið við að kynna X-
Faktor, og sáust síðan í
innilegum samræð-
um á Sirkus áður en
þau héldu út í nóttina, saman.
Sirkus hefur jafnframt heimildir
fyrir því að Halla og Jude hafi
haldið miklu og góðu
sambandi síðan
leikarinn yfirgaf
Ísland á laugar-
dag. Símalínur á
milli Bretlands og
Íslands hafa verið
rauðglóandi og
greinilegt að Halla
hefur heillað
Hollywood-
leikarann upp úr
skónum.
Halla
hyggst
flytja á ný
til London
nú í vor og
verður
fróðlegt að
sjá hvort
samband
hennar og
Jude Law
verður
nánara þegar hún er komin í
stórborgina.
Annars þarf Halla ekki að
hafa áhyggjur. Breska
götublaðið The Sun tók
upp frétt Fréttablaðsins af
samneyti Höllu og Jude
Law og hún er því orðin
fræg í Bretlandi. Hún er nú
komin í hóp glæsikvenn-
anna Sadie Frost, Nicole
Kidman og Siennu Miller sem
hafa allar á einn eða
annan hátt verið
orðaðar við Jude
Law.
Law á þrjú börn
með Sadie Frost
sem hann giftist
árið 1997 og skildi
við árið 2003.
Fljótlega eftir það
var hann orðaður
við áströlsku
þokkagyðjuna
Nicole Kidman en
þau léku saman í
kvikmyndinni Cold
Mountain. Hann kynntist síðan
Siennu Miller við gerð myndarinnar
Alfie en hætti með henni eftir að
upp komst um að hann hafði
haldið framhjá með
barnfóstru barna sinna.
Law hefur verið laus
og liðugur en
spurning hvort
breyting verður á nú.
Hefur Halla fangað
hjarta breska sjarmörs-
ins? Tíminn mun leiða
það í ljós en eitt er
víst að Halla verður
ávallt nefnd til
sögunnar sem ein af
þeim konum sem
Jude Law eyddi tíma
með.
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR KRÆKTI Í HINN FJALLMYNDARLEGA JUDE LAW
HEILLAÐI BRESKA SJARMÖRINN Halla
Vilhjálmsdóttir er gullfalleg stúlka og
virtist ekki eiga í
erfiðleikum með að
heilla einn
eftirsóttasta
piparsvein
veraldar upp úr
skónum.
ÞRJÚ BÖRN OG
SKILNAÐUR Sadie
Frost eignaðist þrjú
börn með Jude Law
en hjónabandið entist
ekki.
ORÐRÓMUR Ekki hefur enn
fengist staðfest hvort Nicole
Kidman og Jude Law voru saman
meðan á tökum stóð á myndinni
Cold Mountain.
„Ég ætla að njóta Vetrarhátíðarinnar í
Reykjavík á föstudag og laugardag. Ég
mun stjórna mínum vikulega útvarps-
þætti á laugardaginn og fara á tónleika
um kvöldið í Listasafni Íslands með
frönsku hljómsveitinni Dionysos. Síðan
stefni ég á að sjá
söngleikinn Abbababb í
fimmta sinn á
sunnudaginn og
hlæja mig
máttlausan.“
Felix
Bergsson,
fjölmiðla-
maður
„Ég er að fara að passa barnabarnið mitt,
sem er nafna mín, um helgina. Foreldrar
hennar eru að fara að spila
á Búðum þannig að ég
og sonur minn, sem er
níu ára, ætlum að fara
heim til þeirra og passa
Ellen yngri. Þetta er
fyrsta fríhelgin í
óralangan tíma
og ég hlakka
mikið til að
passa þetta
yndislega barn.“
Ellen Kristjánsdótt-
ir, söngkona
„Ég ætla að reyna að sjá Mein Kampf í
Borgarleikhúsinu en annars sé ég fyrir
mér að helginni verði eytt í faðmi
fjölskyldunnar. Ég fer til London á
mánudaginn og verð þar í tvær vikur að
leika í Pétri Gaut í Barbican- leikhús-
inu.“
Ólafur Darri
Ólafsson, leikari
„Ég ætla að
leggjast í
lærdóm um
helgina en
það á svo
eftir að koma í ljós hvernig það gengur.
Ég tek SAT-próf, sem er inntökupróf í
bandaríska háskóla, eftir tvær vikur og
þar sem ég flýg sérstaklega til
Bandaríkjanna til
að taka það þá
er eins gott
að vera vel
undirbúin og
ná því.“
Helena
Sverrisdóttir,
körfuboltakona
Í HÓPI FLOTTRA KVENNA
S iv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-herra er óhrædd við að brydda
upp á nýjungum þegar kemur að
hárinu á henni. Ekki er langt síðan
hún fórnaði hinu flæðandi faxi sínu
fyrir topp og nú er hún komin með
rauðar strípur í hárið. Aðspurð
sagðist Siv hafa gert þetta nú í
febrúar en sú ferð á hárgreiðslustof-
una hafi verið eftirminnileg í meira
lagi.
„Ég þurfti að rjúka út með
hálfklippt hárið til að mæla fyrir
frumvarpi um tæknifrjóvgun á
Alþingi,“ segir Siv og hlær. „Ég kom
síðan daginn eftir og lét ljúka við að
klippa hárið.“
Hún segist hafa fengið jákvæð
viðbrögð á hárið og þá sérstaklega
eftir að hún lét klippa á sig topp í
október á síðasta ári. „Það töluðu
margir um það hvað ég væri orðin
ungleg með toppinn enda var það
greiðsla sem ég var með sem
unglingur,“ segir Siv.
Stjórnmálamenn gera oft allt til að
vekja athygli á sér í aðdraganda
kosninga og ljósi þess má búast við
því að Siv bryddi upp á enn fleiri
hárnýjungum þegar nær dregur
kosningum í vor. „Það er allt eins von
á því að
það bregði
fyrir alls
kyns
útfærsl-
um,“ segir
Siv.
Aðspurð
hvort hún
hafi
íhugað að
lita hárið
grænt í
hinum
eina sanna
Framsókn-
arlit
sagðist Siv
ekkert
geta sagt
um það.
„Ég
útiloka
ekki
neitt.“
RAUÐAR STRÍPUR Heilbrigðisráðherr-
ann Siv hefur gaman að því að lífga
upp á hárið sitt.
MEÐ TOPPINN Siv tók sig
vel út með toppinn þegar
hún hjálpaði MND-
sjúklingum að raða
hjálpartækjum í gám til
Mongolíu í síðasta mánuði.
FLAKSANDI FAX Siv hafði verið lengi
með þessa greiðslu þegar hún breytti til
og fékk sér topp.
SÁ EFTIRSÓTTASTI Verður Jude Law
næsti tengdasonur Íslands?
Hver veit?
HIÐ FULLKOMNA
PAR Sienna
Miller og Jude
Law þóttu
fullkomin
saman.
Útlitið er þó
greinilega
ekki allt.
Við mælum með