Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 8
Hver er nýr ræðismaður
Íslendinga í Færeyjum?
Hvað heitir forsætisráð-
herra Ítalíu sem sagði af sér í
fyrrakvöld?
Hvað heitir eigandi vefsíð-
unnar klam.is, sem keypti sér
miða á fyrirhugaða klámráð-
stefnu á 100 þúsund krónur?
Dönsku prófessorarnir
Frede Hvelplund við Álaborgar-
háskóla og Niels I. Meyer við
Danmarks Tekniske Universitet
segja að verð á rafmagni í Dan-
mörku hafi hækkað um þriðj-
ung, samkeppni minnkað og
samþjöppun fyrirtækja aukist
eftir markaðsvæðingu rafork-
unnar.
Þeir segja að í stað betri áætl-
ana og aukins afhendingarör-
yggis raforku ráði nú skamm-
sýnir viðskiptahagsmunir för.
Ein höfuðástæða þessa sé trú
Evrópusambandsins á að á mark-
aði ríki frjáls samkeppni eins og
henni er lýst í skólabókum. Þetta
kemur fram á vef BSRB.
Haft er eftir framkvæmda-
stjóra orkumála Evrópusam-
bandsins, Neelie Kroes: „Það eru
vonbrigði að tíu árum eftir að
markaðsvæðingin hófst erum
við enn langt frá því marki að
hafa sameiginlegan raforku-
markað sem starfar vel og sam-
keppni ræður ríkjum.“
Karl og kona á fertugsaldri voru handtek-
in á Eskifirði á sunnudag fyrir fataþjófnað og innbrot
á Austurlandi.
Að sögn lögreglu lét parið greipar sópa í síðustu
viku. Fólkið stal úr tveimur verslunum á Egilsstöðum
þrjá daga í röð og var að sögn starfsfólks í annarlegu
ástandi. Síðasta sunnudag brutust svo skötuhjúin inn
í fleiri verslanir á Egilsstöðum og á Reyðarfirði.
Verslanirnar sem um ræðir eru Skógar og Sentrum
á Egilsstöðum og verslanirnar Pex og Veiðiflugan í
Molanum á Reyðarfirði. Sigurbjörg Þórarinsdóttir,
eigandi verslunarinnar Skóga, segir að um helmingi
af þýfinu hafi verið skilað en þó vanti enn nokkuð
upp á. Það sama á við um hinar verslanirnar. Ekki er
enn vitað hve mikið tjónið er.
Þegar lögregla hafði upp á fólkinu reyndist bifreið
þeirra full af fatnaði. Að sögn Óskars Bjartmarz,
yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, var fólkinu sleppt
að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.
Tekin með fullan bíl af fötum
Íran hefur ákveðið
að hraða kjarnorkuáætlun sinni í
stað þess að fara að fyrirmælum
Sameinuðu þjóðanna um að láta
af henni samkvæmt yfirlýsingu
sem Alþjóðakjarnorkumálastofn-
in (IAEA) sendi frá sér í gær.
Þó þessar upplýsingar hafi
legið fyrir á laugardaginn er
þessi yfirlýsing stofnunarinnar
nú mikilvæg því hún getur orðið
til þess að Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna hefji viðræður um
harðari refsiaðgerðir gagnvart
Íran vegna kjarnorkuáætlunar-
innar.
Hraða kjarn-
orkuáætlun
Mikil óánægja er með
raforkuverð meðal Þingeyringa
að sögn Gunnhildar Elíasdóttur,
formanns Dýrafjarðardeildar
Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Þingeyringar búa á köldu
svæði og þurfa að hita upp hús
sín með rafmagni. Gunnhildur
segir ríkið niðurgreiða húshitun-
ina um níu þúsund krónur, en að
kostnaður fyrir lítið einbýlishús
sé samt sextán til átján þúsund
krónur á mánuði.
Gjaldið var innheimt sam-
kvæmt tveimur mælum, einum
fyrir húshitun og öðrum fyrir
heimilisrafmagn, segir Gunn-
hildur. Nú sé allt á einum mæli og
margir í þorpinu tengi dýrt verð-
lag við nýja þráðlausa raforku-
mæla Orkubús Vestfjarða, sem
settir hafa verið í hvert hús á
Þingeyri. „Þetta er allt orðið
þvældara. Það er erfiðara að sjá
mun á kyndingu og ljósarafmagni
og fólk talar um að það sé að
borga meira, að niðurgreiðslan
skili sér ekki. Þetta er orðið það
flókið að ég og aðrir borgarar
höfum ekki forsendur til að
leggja mat á þetta. Við höldum að
það sé skekkja í þessu,“ segir
hún. Kristján Haraldsson, orku-
bússtjóri Orkubús Vestfjarða,
segir ekki rétt að kostnaður við
nýja mæla fari út í verð til neyt-
enda. Samkvæmt nýjum raforku-
lögum þurfi aðeins að vera einn
mælir í hverju húsi. Þeir sem
vilji hafa tvo mæla áfram geti
fengið aukamæli, en það geti
kostað allt að 11.210 krónur á ári,
utan virðisaukaskatts.
Umræddir mælar eru þrífasa
og af gerðinni Kamstrup. Þeir
kosta 13.700 krónur, að sögn
Kristjáns, fyrir utan gagnasendi,
sem kostar um 5.000 krónur.
Kostnaðurinn sé hins vegar tölu-
vert mikill, þegar litið sé til
umsýslu og fleiri þátta. „Ástæða
þess að reikningar hafa hækkað
hjá sumum en lækkað hjá öðrum
er sú að nú er einn mælir í stað
tveggja áður. Orkustofnun hefur
ákveðið að 85 prósent raforku-
notkunar sé til hitunar og 15 pró-
sent til almennra heimilisnota.
Þar sem eru fáir í heimili og
heimilisnotkun því tiltölulega
lítil kemur þessi skiptiregla illa
út fyrir notandann og reikning-
arnir hækka.“
Hærra raforkuverð með nýjum lögum
Vinstrihreyfingin –
grænt framboð setur landsfund
sinn á Grand hóteli í dag
klukkan 16.30. Kjörorð fundar-
ins er Allt annað líf. Á fundinum
verður kosið í stjórn flokksins,
frambjóðendur til Alþingis
kynna kosningaáherslur sínar og
fleira.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður flokksins, boðar róttækar
tillögur í vissum málaflokkum,
til dæmis tillögu um að festa í lög
jafnt hlutfall kynja í stjórnmál-
um og stjórnum fyrirtækja.
Samhliða landsfundinum verð-
ur haldið málþing um atvinnu-
mál.
Jöfn kynjahlut-
föll verði lögfest