Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 88
Ísamræmi við þá hugmynd mína að hlutverk álitsgjafa og pistla- höfunda sé fyrst og fremst að amast við því sem miður fer í þjóð- félaginu, og skipta sér af öllu milli himins og jarðar þó þeir hafi ekki minnsta vit á því, gerði ég dauða- leit að einhverju til að amast við áður en ég skrifaði þennan pistil. fer í taugarnar á mér þessa dagana, hverju get ég nuddað fólki upp úr yfir kornfleksinu... á ég að skammast yfir aukablaðinu fyrir konur sem innihélt ekkert nema líkamsrækt og förðun? Á ég að endurvekja pirringinn sem frétt- irnar vöktu með mér á bolludag- inn, þegar fréttakonan stökk á bolluétandi fólk úti í bakaríi og spurði það ásakandi hvort það væri ekkert að hugsa um heilsuna? Á ég að tala um klám? Nei, ég er sjálf orðin hundleið á umræðum um klám. Ég er orðin svo leið á þeim að mér datt í hug að nota þennan pistil einfaldlega til að klæmast. En ég er svo vel upp alin að ég hætti líka við það. vafraði um netið, um pistla og umræðuvefi, ég stakk mér ofan í forarpytti málhaltrar og illa staf- setjandi þjóðarsálarinnar, ég las greinar um afhommun og Evrópu- sambandið og stöðu kvenna, en allt sem ég uppskar var þessi suðandi höfuðverkur sem einungis hlýst af ofneyslu á nöldri á tölvutæku formi. gat bara ómögulega látið mér detta neitt í hug, sem einnig gæfi færi á hinum nauðsynlega kald- hæðna tóni og hnyttnu athuga- semdum. Hví skyldi ég amast við nokkrum einasta hlut? Sólin í Reykjavík skín eins og í kornfleks- auglýsingu. Við vitum það öll að vorhretið bregst ekki, og í lok febrúar er of snemmt að fagna sumri, en daginn er nú samt að lengja og það er alveg að koma helgi og í dag er flöskudagur. Ef þessi pistill lýtur eðlilegum lög- málum, þá hlýtur hann að vera kaotískur fögnuður yfir sólinni og rokinu. Hvað skiptir máli nema það? situr forsætisráðherrann líka yfir kaffinu sínu og kornfleks- inu og hefur það vonandi náðugt, þrátt fyrir öll þau réttmætu rifrildi sem bíða hans. Scott Hjörleifson, eigandi heimasíðunnar sleazy- dream.com, er kannski heima í Gimli að drekka piparmintute. Og allir álitsgjafar landsins enn að staulast fram úr rúminu með stír- urnar í augunum. eins og fólk borðar enn sínar bollur á bolludaginn, burtséð frá allri álitsgjöf um heilbrigða lífshætti. Tilvistarkreppa álitsgjafa H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Árlega verðlaunar Glitnir skilvísa viðskiptavini með því að endurgreiða allt að 6% af vaxta- greiðslum skuldabréfa*. Þessa dagana fá viðskiptavinir endurgreiðslu inn á reikninga sína, en þær nema samtals tugum milljóna króna. Dæmi um endurgreiðslu: Viðskiptavinur með 9,3 milljóna erlent húsnæðislán fær 47.954 kr. endurgreiddar Þú getur líka komist í hóp viðskiptavina sem fá endurgreitt. Kynntu þér Vildarþjónustu Glitnis á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða Þjónustuveri í síma 440 4000. FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI * gildir ekki um verðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum VIÐSKIPTAVINIR GLITNIS FÁ TUGMILLJÓNA ENDURGREIÐSLU OKKAR ENDURGREIÐSLA FER BEINT Í FERÐASJÓÐINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.