Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 54
BLS. 12 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007 Einar Bárðarson er reiður. Réttara sagt brjálaður. Ástæða þess er sú að einn keppenda hans í X-faktor þáttunum var sendur heim síðastliðinn föstudag. Ég var brjálaður eftir þáttinn og trúði vart því sem hafði gerst. Hvernig þau fóru að því að senda Sigga heim er ofar mínum skilningi,“ segir Einar Bárðarson og vitnar þar til þess að Siggi var sendur heim úr síðasta X-faktor þætti eftir að hafa lent í tveimur neðstu sætunum í símakosningu ásamt dúettinum GÍS. „Á föstudaginn fann ég bara fyrir því að það var kominn megaskjálfti í samdómara mína og eftir að ég horfði aftur á þáttinn seinna um kvöldið þá sá ég að þetta voru samantekin ráð um að þetta væri komið gott hjá mér. Það átti með öllum ráðum að senda einhvern heim frá mér. Ég veit að þetta eru alvarlegar ásakanir en það er hins vegar augljóst þegar horft er á þáttinn. Maður eins og Siggi var búinn að fá gallalausa dóma alla keppnina. Það sögðu allir að hann væri geðveikur og ég minni á komment frá Ellý í keppninni á undan þar sem hún sagði við hann að þetta væri ekki eins og að vera í keppni heldur eins og á tónleikum. Svo er 180° beygja hjá þeim og hann er allt í einu orðinn of rólegur og alltaf eins. Samt var hann búinn að taka allan skalann þannig að þessi komment voru alveg út úr kú,“ segir Einar. „Palli eyddi meiri tíma í að níða Sigga heldur en að tala fallega um sína eigin keppendur. GÍS-hópurinn var búinn að vera með kjaft við Ellý og dónaskap. Mér fannst þær sýna lélegan karakter að vera með kjaft en Ellý sýndi enn lélegri karakter með því að halda þeim inni í keppninni. Við lifum í þannig þjóðfélagi að kenn- arar mega ekki hækka róminn við nemendur af ótta við að barna- verndaryfirvöld mæti á staðinn og þetta er kannski afrakstur af því. Rétt eins og ef ég myndi tala um kvenkyns keppendurna eins og Palli talar um strákana þá væri ég náttúrlega í skýrslutöku hjá Stigamótum og ég væri líklega á leið út úr Smáralind- inni í handjárnum. Palli er bara með kynferðislega áreitni og öllum finnst það voðalega sætt. Jógvan á í stórum vandræðum þarna uppi því Palli lætur hann ekki friði. Auðvitað á þetta að vera voða fyndið en mér finnst þetta vera komið gott.” Aðspurður segist Einar hafa íhugað að hætta strax eftir þáttinn en séð þó fljótlega að það væri varla gerlegt. Hann sagðist þurfa að halda sínu striki fyrir keppendur sína og segir að hann muni ekki breytast neitt í næstu þáttum. „Ég mun áfram reyna að vera samkvæmur sjálfum mér og jákvæður. Krakkarnir eiga það ekki skilið frá mér sem mikilsmetnum karakter í íslensku tónlistarlífi að ég sé að urða yfir þau. Maður dæmir af heilindum. Ég ætla að reyna að halda mínu striki í keppninni en það verður erfitt að sitja við hliðina á Ellý í næsta þætti og láta eins og ekkert hafi í skorist. Ég var ekkert að grínast þegar ég sagði að þetta væru umhverfisspjöll á íslenskri tónlistar- náttúru að senda hann heim. Ellý hefur ekkert að gera þarna eftir þetta. Ég hef látið hana njóta vafans eins langt og sú taug getur teygst hjá mér en eftir þetta þá tek ég ekkert mark á henni. Ég ætla líka að biðja fólk úti í bæ að lækka í tækjunum þegar hún byrjar að tala. Mitt mat er að eftir þáttinn á föstudaginn þá tekur fólk ekki mark á Ellý. Orð hennar eru bara eins og innistæðulaus færsla á debetkortinu. Ellý var út úr kú. Mér finnst leiðinlegra ef Palli ætlar að vera á þessu plani því það er tekið mark á honum. Ég vona bara hans vegna og keppninnar vegna að hann reyni að vera samkvæmur sjálfum sér. Fólk tekur bullandi mark á honum og hann á það alveg skilið en mér fannst hann ekki koma fram af heilindum síðast.” oskar@frettabladid.is SAMANTEKIN RÁÐ Einar Bárðarson segir samdómara sína í X-faktor, þau Pál Óskar og Ellý, hafa lagst á eitt um að láta einn af hans keppendum fara heim og sakar þau um óheilindi. SIRKUSMYND/VILHELM SENDUR HEIM Einar Bárðarson segir það með ólíkindum að annars eins látúnsbarki og Siggi hafi verið sendur heim. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR „ELLÝ VAR ÚT ÚR KÚ“ EINAR BÁRÐARSON SAKAR SAMDÓMARA SÍNA Í X-FAKTOR UM ÓHEILINDI „PALLI ER BARA MEÐ KYNFERÐISLEGA ÁREITNI OG ÖLLUM FINNST ÞAÐ VOÐA- LEGA SÆTT.“ REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR FYRIR JÓLIN. ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR Lokadagur útsölu er á morgun 27.01.07 50%-70% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.