Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 20
[Hlutabréf] Tryggvi Þór Herbertsson telur að þegar lífeyris- sjóðir taki upp siðferð- isleg viðmið við val á fjárfestingum þá séu þeir farnir að móta sér pólitíska afstöðu. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, telur að ef lífeyris- sjóðir taki upp siðferðislegar við- miðanir við val á fjárfestingum geti það haft alvarlegar afleiðing- ar og valdið því að góðir fjárfest- ingarkostir verði sniðgengnir. „Það á tvímælalaust að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfa eftir lögum og reglum ef þau eru góðir fjárfestingarkostir, sama hvort þau framleiða vopn, tóbak eða barna- bleyjur,“ sagði Tryggvi Þór á hádeg- isfundi um fjárfestingar lífeyris- sjóða sem Lífeyrissjóður verkfræðinga stóð að. Hann sagði að þegar lífeyrissjóðir tækju upp siðferðislega afstöðu þá væru þeir um leið farnir að taka pólitíska afstöðu. Sjóðsfélagar í lífeyrissjóð- um eru langt frá því sammála um hvað sé rétt eða rangt að gera. Tryggvi vill sjá að lífeyrissjóðir fjárfesti um fimmtán prósentum af eignum í annars konar fjárfesting- um en hefðbundnum hlutabréfum og skuldabréfum. Þar á Tryggvi meðal annars við fasteigna- og hrá- vörusjóði og afleiðum svo fátt eitt sé nefnt. Þetta dreifi áhættu sjóð- anna og hafi auk þess skilað góðri ávöxtun á undanförnum árum. Annar ræðumaður á fundinum, Skarphéðinn Berg Steinarsson, frá Baugi Group, var sammála Tryggva um að lífeyrissjóðir ættu að fara varlega þegar siðferðisleg sjónar- mið væru sett inn í starfsreglur þeirra. Að hans mati eiga lífeyrissjóðir að vera hljóðir langtímafjárfestar, það er að blanda sér ekki í pólitísk- ar fjárfestingar, hagsmunaátök og valdabrölt innan hlutafélaga og fjárfestahópa. „Það eina sem á að skipta máli í stjórnun lífeyrissjóða hvernig þeir eigi að hegða sér á hverjum tíma er það hvernig þeir geta þjónað sem best hagsmunum sjóðsfélaga til lengri tíma.“ Skarphéðinn Berg lagði einnig áherslu á það að lífeyrissjóðir mættu ekki staðna og nefndi þrjá þætti sem yrði að bregðast við. Honum finnst óheppilegt að starfs- menn séu að öllu jöfnu bundnir af kjarasamningum í hvaða sjóði þeir greiða. Þá telur hann óæskilegt að aðrir en sjálfir sjóðsfélagar fari með stjórnun sjóðanna, einkum fulltrúar atvinnurekenda og laun- þegahreyfinga. „Mér sýnist það einnig vera ógjörningur að stofna nýja lífeyrissjóði. Ef við lítum á okkar samkeppnisumhverfi þá er það nánast ómögulegt að stofna nýjan sjóð því eitt af skilyrðunum er að 800 manns greiði í hann.“ Helga Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri BSRB, telur að ef lífeyris- sjóðir setji fjármuni í fjárfestingar þá eigi þeir að sýna ábyrgð og leita allra leiða til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það geti sjóðirn- ir gert með því að sýna stjórnum fyrirtækja aðhald. „Á móti þá er hægt að segja að of mikil afskipti af stjórnarsetu geta skapað hags- munaárekstra.“ LSR, þar sem Helga situr í stjórn, er einn þeirra lífeyr- issjóða sem hafa sett sér siðareglur er lúta meðal annars að umhverfis- og mannréttindamálum og sjálf- bærri nýtingu auðlinda. „Það á að vera eðilegur og sjálfsagður hluti af fjárfestingastefnu þeirra að huga að félagslegum og umhverfislegum þáttum.“ Lífeyrissjóðir eigi ekki að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem börn eru við störf eða nauðungar- vinna fer fram. FL Group hefur aukið við hlut sinn í AMR Corporation, móðurfé- lagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, úr tæpum sex prósentum í 8,63 prósent. FL Group er því stærsti hluthafi félagsins samkvæmt því sem til- kynnt hefur verið. Félagið tilkynnti á annan í jólum að það hefði keypt 5,98 pró- senta hlut í AMR Corporation. Síðan hefur FL Group smáaukið við hlut sinn. Gengi AMR stóð í gær í rétt tæpum 38 dölum á hlut en Hannes Smárason, forstjóri FL, bendir á að meðaltalsspá greinenda hljóði upp á 49 dali á hlut. Ljóst er að áhrif FL innan AMR aukast með auknum hlut, en Hann- es segir að félagið hafi ekki tekið afstöðu til þess að fá mann inn í stjórn eða auka við hlut sinn. Hann segir félagið áfram bera miklar væntingar til fjárfesting- arinnar, FL Group hafi grannt fylgst með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og telji horfur AMR Corporation afar góðar fyrir þetta ár. Félagið horfir meðal ann- ars til samþjöppunar á bandarísk- um flugfélagamarkaði. „Vonandi ef hlutirnir ganga eftir þá sjáum við færri félög í lok ársins en upp- hafi þess,“ segir Hannes. FL Group er stærsti hluthafi AMR Corp. Kaupþing er orðað við sænska fast- eignalánabankann SBAB sem er í eigu sænska ríkisins samkvæmt frétt Dagens Industri. SBAB er eitt þeirra fyrirtækja sem verður einkavætt innan skamms samkvæmt stefnu hægri stjórnarinnar. Fleiri en Kaupþing kunna að vera um hituna, þar á meðal Danske Bank og allir stóru sænsku bankarnir Nordea, Hand- elsbanken, SEB og Swedbank. ING Group í Hollandi, sem íhugar inn- rás á Norðurlöndin, hefur einnig verið nefnt. Peter Straarup, for- stjóri Danske Bank, segir allar líkur á því að bankinn bjóði í hlut sænska ríkisins. Staða Danske Bank er sögð sterk þar sem sænsku bankarnir eru allir með mikil umsvif á fast- eignalánamarkaði og eiga það á hættu að markaðshlutdeild þeirra á veðlánamarkaði fari yfir 30 pró- senta hámark. Markaðshlutdeild SBAB er um tíu prósent. Kaupþing orðað við fasteignalánabanka Rannsóknaþjónusta LEONARDÓ STARFSMENNTUN NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDÓ UMSÓKNA Verður haldið þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13:30 í Tæknigarði, Dunhaga 5 Næsti umsóknafrestur er 30. mars 2007 Veittir eru styrkir til mannaskiptaverkefna, yfirfærslu- og þróunarverkefna. Dæmi um verkefni: ••• að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í starfsþjálfun eða endurmenntun ••• að þróa vottunarkerfi til að auka gegnsæi prófskírteina ••• að móta nýjar aðferðir við að bera saman færni einstaklinga á milli landa og starfsgreina ••• að þróa verkferla og handbækur fyrir starfsþjálfun á vinnustöðum ••• að þróa námsefni fyrir ákveðin fagsvið innan starfsmenntunar ••• að útbúa námsefni/handbækur fyrir kennara og leiðbeinendur í starfsmenntun Skólar, fræðsluaðilar, stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhuga á að yfirfæra þekkungu og þróa nýjungar í starfsmenntun eru sérstaklega hvattir til að kynna sér Leonardó áætlunina. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 5254900 eða með tölvupósti á rthj@hi.is Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði næsta umsóknarfrests er að finna á heimasíðu Leonardó áætlunarinnar, www.leonardo.is ST O FA N - L EO 00 2 Peningaskápurinn …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.