Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 20
[Hlutabréf]
Tryggvi Þór Herbertsson
telur að þegar lífeyris-
sjóðir taki upp siðferð-
isleg viðmið við val á
fjárfestingum þá séu
þeir farnir að móta sér
pólitíska afstöðu.
Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri
Askar Capital, telur að ef lífeyris-
sjóðir taki upp siðferðislegar við-
miðanir við val á fjárfestingum
geti það haft alvarlegar afleiðing-
ar og valdið því að góðir fjárfest-
ingarkostir verði sniðgengnir.
„Það á tvímælalaust að fjárfesta
í fyrirtækjum sem starfa eftir
lögum og reglum ef þau eru góðir
fjárfestingarkostir, sama hvort þau
framleiða vopn, tóbak eða barna-
bleyjur,“ sagði Tryggvi Þór á hádeg-
isfundi um fjárfestingar lífeyris-
sjóða sem Lífeyrissjóður
verkfræðinga stóð að. Hann sagði
að þegar lífeyrissjóðir tækju upp
siðferðislega afstöðu þá væru þeir
um leið farnir að taka pólitíska
afstöðu. Sjóðsfélagar í lífeyrissjóð-
um eru langt frá því sammála um
hvað sé rétt eða rangt að gera.
Tryggvi vill sjá að lífeyrissjóðir
fjárfesti um fimmtán prósentum af
eignum í annars konar fjárfesting-
um en hefðbundnum hlutabréfum
og skuldabréfum. Þar á Tryggvi
meðal annars við fasteigna- og hrá-
vörusjóði og afleiðum svo fátt eitt
sé nefnt. Þetta dreifi áhættu sjóð-
anna og hafi auk þess skilað góðri
ávöxtun á undanförnum árum.
Annar ræðumaður á fundinum,
Skarphéðinn Berg Steinarsson, frá
Baugi Group, var sammála Tryggva
um að lífeyrissjóðir ættu að fara
varlega þegar siðferðisleg sjónar-
mið væru sett inn í starfsreglur
þeirra.
Að hans mati eiga lífeyrissjóðir
að vera hljóðir langtímafjárfestar,
það er að blanda sér ekki í pólitísk-
ar fjárfestingar, hagsmunaátök og
valdabrölt innan hlutafélaga og
fjárfestahópa. „Það eina sem á að
skipta máli í stjórnun lífeyrissjóða
hvernig þeir eigi að hegða sér á
hverjum tíma er það hvernig þeir
geta þjónað sem best hagsmunum
sjóðsfélaga til lengri tíma.“
Skarphéðinn Berg lagði einnig
áherslu á það að lífeyrissjóðir
mættu ekki staðna og nefndi þrjá
þætti sem yrði að bregðast við.
Honum finnst óheppilegt að starfs-
menn séu að öllu jöfnu bundnir af
kjarasamningum í hvaða sjóði þeir
greiða. Þá telur hann óæskilegt að
aðrir en sjálfir sjóðsfélagar fari
með stjórnun sjóðanna, einkum
fulltrúar atvinnurekenda og laun-
þegahreyfinga. „Mér sýnist það
einnig vera ógjörningur að stofna
nýja lífeyrissjóði. Ef við lítum á
okkar samkeppnisumhverfi þá er
það nánast ómögulegt að stofna
nýjan sjóð því eitt af skilyrðunum
er að 800 manns greiði í hann.“
Helga Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri BSRB, telur að ef lífeyris-
sjóðir setji fjármuni í fjárfestingar
þá eigi þeir að sýna ábyrgð og leita
allra leiða til að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Það geti sjóðirn-
ir gert með því að sýna stjórnum
fyrirtækja aðhald. „Á móti þá er
hægt að segja að of mikil afskipti af
stjórnarsetu geta skapað hags-
munaárekstra.“ LSR, þar sem Helga
situr í stjórn, er einn þeirra lífeyr-
issjóða sem hafa sett sér siðareglur
er lúta meðal annars að umhverfis-
og mannréttindamálum og sjálf-
bærri nýtingu auðlinda. „Það á að
vera eðilegur og sjálfsagður hluti
af fjárfestingastefnu þeirra að huga
að félagslegum og umhverfislegum
þáttum.“ Lífeyrissjóðir eigi ekki að
fjárfesta í fyrirtækjum þar sem
börn eru við störf eða nauðungar-
vinna fer fram.
FL Group hefur aukið við hlut
sinn í AMR Corporation, móðurfé-
lagi American Airlines, stærsta
flugfélags í heimi, úr tæpum sex
prósentum í 8,63 prósent. FL
Group er því stærsti hluthafi
félagsins samkvæmt því sem til-
kynnt hefur verið.
Félagið tilkynnti á annan í
jólum að það hefði keypt 5,98 pró-
senta hlut í AMR Corporation.
Síðan hefur FL Group smáaukið
við hlut sinn.
Gengi AMR stóð í gær í rétt
tæpum 38 dölum á hlut en Hannes
Smárason, forstjóri FL, bendir á
að meðaltalsspá greinenda hljóði
upp á 49 dali á hlut.
Ljóst er að áhrif FL innan AMR
aukast með auknum hlut, en Hann-
es segir að félagið hafi ekki tekið
afstöðu til þess að fá mann inn í
stjórn eða auka við hlut sinn.
Hann segir félagið áfram bera
miklar væntingar til fjárfesting-
arinnar, FL Group hafi grannt
fylgst með rekstri flugfélaga í
Bandaríkjunum og telji horfur
AMR Corporation afar góðar fyrir
þetta ár. Félagið horfir meðal ann-
ars til samþjöppunar á bandarísk-
um flugfélagamarkaði. „Vonandi
ef hlutirnir ganga eftir þá sjáum
við færri félög í lok ársins en upp-
hafi þess,“ segir Hannes.
FL Group er stærsti
hluthafi AMR Corp.
Kaupþing er orðað við sænska fast-
eignalánabankann SBAB sem er í
eigu sænska ríkisins samkvæmt
frétt Dagens Industri.
SBAB er eitt þeirra fyrirtækja
sem verður einkavætt innan
skamms samkvæmt stefnu hægri
stjórnarinnar. Fleiri en Kaupþing
kunna að vera um hituna, þar á
meðal Danske Bank og allir stóru
sænsku bankarnir Nordea, Hand-
elsbanken, SEB og Swedbank. ING
Group í Hollandi, sem íhugar inn-
rás á Norðurlöndin, hefur einnig
verið nefnt. Peter Straarup, for-
stjóri Danske Bank, segir allar
líkur á því að bankinn bjóði í hlut
sænska ríkisins.
Staða Danske Bank er sögð
sterk þar sem sænsku bankarnir
eru allir með mikil umsvif á fast-
eignalánamarkaði og eiga það á
hættu að markaðshlutdeild þeirra
á veðlánamarkaði fari yfir 30 pró-
senta hámark.
Markaðshlutdeild SBAB er um
tíu prósent.
Kaupþing orðað við
fasteignalánabanka
Rannsóknaþjónusta
LEONARDÓ STARFSMENNTUN
NÁMSKEIÐ Í GERÐ LEONARDÓ UMSÓKNA
Verður haldið þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13:30 í Tæknigarði, Dunhaga 5
Næsti umsóknafrestur er 30. mars 2007
Veittir eru styrkir til mannaskiptaverkefna, yfirfærslu- og þróunarverkefna.
Dæmi um verkefni:
••• að senda starfsmann, nemanda eða leiðbeinanda erlendis í
starfsþjálfun eða endurmenntun
••• að þróa vottunarkerfi til að auka gegnsæi prófskírteina
••• að móta nýjar aðferðir við að bera saman færni einstaklinga á
milli landa og starfsgreina
••• að þróa verkferla og handbækur fyrir starfsþjálfun á vinnustöðum
••• að þróa námsefni fyrir ákveðin fagsvið innan starfsmenntunar
••• að útbúa námsefni/handbækur fyrir kennara og leiðbeinendur
í starfsmenntun
Skólar, fræðsluaðilar, stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhuga á að yfirfæra þekkungu og
þróa nýjungar í starfsmenntun eru sérstaklega hvattir til að kynna sér Leonardó áætlunina.
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í síma 5254900
eða með tölvupósti á rthj@hi.is
Nánari upplýsingar um áætlunina og forgangsatriði
næsta umsóknarfrests er að finna á heimasíðu
Leonardó áætlunarinnar, www.leonardo.is
ST
O
FA
N
-
L
EO
00
2
Peningaskápurinn …