Fréttablaðið - 23.02.2007, Blaðsíða 70
! Kl. 23.00Kvartett Hauks Gröndal leikur
á Café Rósenberg í Lækjargötu.
Sveitina skipa Haukur Gröndal á
tenórsaxófón, Ásgeir Ásgeirsson á
gítar, Þorgrímur Jónsson á kontra-
bassa og Erik Qvick á trommur.
Á efnisskránni eru djassslagarar
frá 4. og 5. áratug síðustu aldar
og sveiflan verður sannarlega í
fyrirrúmi.
Halaleikhópurinn frumsýnir
Hún er orðin býsna þreytt, gamla tuggan um að tónskáld nú til dags semji
miklu verri tónlist heldur en „í gamla daga“. Því miður eru alltof margir
þeirrar skoðunar að „nútímatónlist“ sé álíka spennandi og berklar eða
fuglaflensa; þótt hún sé kannski ekki beinlínis hættuleg heilsu manna
samanstandi hún varla af öðru en óskiljanlegu gauli eða poti út í bláinn og
því beri að forðast hana eins og heitan eldinn.
Það hefur alltaf verið til fólk sem þorir ekki að taka áhættuna og hlusta
á tónlist síns eigin samtíma með opnum og fordómalausum eyrum. Árið
1600 gaf ítalskur munkur og tónlistarspekúlant að nafni Artusi út ritið
„Um ófullkomleika nútímatónlistar“. Afstaða hans til ungu kynslóðarinnar
í tónlist var afdráttarlaus eins og heitið gefur til kynna. Tónskáld eins og
Claudio Monteverdi leyfðu sér allt of mikið frelsi í tónlist sinni með
harkalegum og ómstríðum hljómum sem særðu eyru háttvísra hlustenda.
Artusi vildi miklu frekar hlusta á tónlist eftir Palestrina, sem hafði þá eytt
sex árum í gröfinni. Svipaða sögu er að segja um Vínarbúa sem skrifaði
um frumflutninginn á Fidelio-forleik Beethovens 1806. „Aldrei fyrr hefur
verið samið tónverk sem er jafn samhengislaust, ruglingslegt og eyrna-
meiðandi,“ sagði vesalings gagnrýnandinn, sem átti erfitt með að skilja
hvað hafði eiginlega gerst í tónlistinni eftir að Mozart kvaddi heiminn 15
árum áður. Á vordögum 1913 trylltist fína fólkið í París við frumflutning-
inn á Vorblóti Stravinskís, eins og frægt er orðið. Vorblót er eitt magnað-
asta hljómsveitarverk allra tíma, en á tímabili heyrðist varla í tónlistinni
fyrir hrópum og slagsmálum í salnum. Fólk átti ekki orð til að lýsa
hneykslun sinni og var reiðubúið að berjast með kjafti og klóm gegn
þessari sérkennilegu nýju tónlist sem átti meira skylt við hávaða.
Það þarf varla að taka það fram að Monteverdi, Beethoven og Stravinskí
eru löngu orðnir hluti af hinni „klassísku“ tónlistarhefð. Nú til dags kýs
fólk frekar að heyra tónlist þeirra í hundraðasta sinn í stað þess að taka
áhættuna með glænýja tónsmíð. Okkur hættir til að gleyma því að ekki
var heldur allt gott sem samið var í gamla daga. Allar vondu tónsmíðarn-
ar hafa síast burt í tímans rás, og það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess
að allt sem tónskáld dagsins í dag láta frá sér standist strax samanburð
við útvalin meistaraverk sögunnar.
Þeim mun gleðilegra er þegar nýtt verk kemur fram á sjónarsviðið
sem hefur að bera allt það sem prýða má góða tónlist: kröftugan rytma,
fallegar línur, rökrétt samhengi, ósvikinn innblástur og virtúósítet af
hæstu gráðu. Eitt slíkt verk er píanókonsertinn eftir finnska tónskáldið
Esa-Pekka Salonen sem Fílharmóníuhljómsveitin í New York frumflutti
við mikinn fögnuð fyrir hálfum mánuði ásamt ísraelska píanistanum
Yefim Bronfman.
Salonen lærði tónsmíðar við Sibeliusar-akademíuna en sló rækilega í
gegn þegar honum bauðst, 25 ára gömlum, að stjórna þriðju sinfóníu
Mahlers í London með næstum engum fyrirvara. Nú hefur hann verið
aðalstjórnandi Fílharmóníunnar í Los Angeles í 15 ár og hefur komið
hljómsveitinni í fremstu röð á heimsvísu. Salonen kveðst enn líta á sig
sem tónskáld, þótt hann hafi ekki jafn mikinn tíma til að semja og hann
myndi sjálfur kjósa. Árið 2007 markar samt tímamót: í fyrsta sinn á
ferlinum ætlar hann að skipta tíma sínum hnífjafnt milli stjórnandans og
tónskáldsins.
Stemningin var mögnuð við upphaf tónleikanna í Avery Fisher Hall í
byrjun mánaðarins, þar sem þétt setinn salurinn beið þess með eftirvænt-
ingu að heyra hvernig til tókst með nýja verkið. Það var heldur ekki til að
draga úr spennunni að einleikarinn hafði ekki fengið nóturnar að verkinu
– sem er svínslega erfitt – fyrr en í desemberbyrjun! Það er óhætt að
fullyrða að fáir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Tónleikagestir í New York
eru óvægnari en víðast annars staðar, en sjaldan hef ég séð þá fagna nýrri
tónsmíð með jafnmiklum ákafa og hér. Í lok tónleikanna ætlaði bravó-
hrópunum aldrei að linna, og þegar út var komið voru allir sem ég ræddi
við á einu máli um að konsertinn ætti eftir að slá í gegn. Áhrifin koma
víða að: Messiaen, djass, austurevrópsk og austurlensk þjóðlagatónlist,
barokk; Salonen segir sjálfur að ójafn rytminn í upphafsstefinu, sem
tónlistarmenn myndu kalla „punkteraðan“, sé tilraun til að líkja eftir
frönskum hirðdansi frá 17. öld. Litbrigðin eru óteljandi, enda Salonen
öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að skrifa fyrir hljómsveit.
Lokablaðsíðurnar eru einhverjar þær æsilegustu sem ég minnist þess að
hafa heyrt. Hljómsveitin er á fullu blússi á meðan píanistinn þeytist upp
hljómborðið á ógnarhraða. Skyndilega stöðvast allt á mögnuðum loka-
hljómi sem örðugt er að lýsa með orðum: hann er ómstríður en samt
fallegur, hnausþykkur en líka sérkennilega gegnsær og bjartur.
Konsertinn verður hljóðritaður í Los Angeles á næsta ári, en þangað til
geta lesendur svalað forvitni sinni með því að hlusta á tónleikaupptökuna
frá New York, sem stendur á heimasíðu hljómsveitarinnar næstu vikuna
(www.nyphil.org, „Broadcasts & Recordings“). Tónleikarnir hlaðast niður
í heilu lagi, en píanókonsertinn hefst á 33:25. Önnur verk á tónleikunum
voru Tombeau de Couperin eftir Ravel og Myndir á sýningu eftir Mús-
orgskí. Þá ætti ykkur, lesendur góðir, ekki að vera neitt að vanbúnaði að
kynna ykkur það ferskasta í nýrri tónlist, vonandi með dálítið opnari huga
en gagnrýnendurnir sem vitnað var í hér að ofan. Njótið vel!
Splunkunýr konsert slær í gegn
Það er mikið um að vera í
Hafnarhúsinu í dag. Vetrar-
hátíðin hófst þar í gær með
gestakomum og glæsidansi
spænskra listamanna. Í dag
verður mikið um að vera
þegar líður á en þar ber hæst
opnun á sýningu í tengslum
við frönsku listahátíðina
sem allt er að leggja undir
sig þessi dægrin: franski
myndlistarmaðurinn Pierre
Huyghe hefur búið um verk
sín í salarkynnum Hafnar-
hússins og er sýning hans
opnuð í dag kl. 18. Strax kl.
21.30 verður leiðsögn um
sýninguna.
Pierre er kominn vel á fimmtugs-
aldurinn og hefur á síðustu árum
sótt mikinn heiður víða út fyrir
heimaland sitt. Á síðustu misser-
um hefur Pierrre verið stórtækur
í stærstu nútímasöfnum stórborg-
anna: hann var með gríðarstóra
sýningu á Guggenheim í ársbyrj-
un 2003 en þá hafði hann nýverið
þegið Hugo Boss-verðlaunin: þar
sýndi hann Breiðholtskenndar
blokkir í líkönum umvafðar þoku.
Af því tilefni lét hann hafa eftir
sér að byggingar af þessu tagi
væru skrumskæling á kenning-
um Le Corbusier um nútímaborg-
ina sem hafði þá sætt mikilli
gagnrýni.
Árinu áður hafði hann verið full-
trúi Frakka á Tvíæringnum í Fen-
eyjum og fékk þá sérstaka viður-
kenningu þar í bæ. Whitney-safnið
hýsti hann í fyrra og Tate Modern
2006, Sýningin Fagnaðargarður-
inn (Celebration Park) er fram-
hald af nýafstöðnum sýningum
hans í Tate Modern og Musée
d’Art Moderne de la Ville í París
en inniheldur einnig ný verk sem
aldrei hafa verið sýnd áður. Pierre
Huyghe er í fremstu röð franskra
listamanna sem komu fram á síð-
asta áratug og vinnur með fjöl-
breytta miðla listanna, einkum
kvikmyndir og myndbönd, en
einnig veggspjöld, bæklinga og
ljósmyndir. Hann hefur gert
fjölda verka þar sem tekist er á
við áhrif bandarískra kvikmynda,
og sýnir með hvaða hætti er
mögulegt að umbreyta þeim
ímyndum sem þar er að finna.
Í sýningarrýmunum þremur sem
hann leggur undir sig í Hafnar-
húsinu má sjá einbeitta þörf til að
umbreyta hinu setta og kunnug-
lega rými: nýja veggi hefur hann
byggt inn í öll rýmin svo þau taka
strax á sig nýjan svip. Hann geng-
ur skrefinu lengra því að í einum
salnum verða eldri munir eftir
aðra listamenn hluti af innsetn-
ingu sem gengur gegnum lithvörf
og verkin um leið. Sýningin í
Listasafni Reykjavíkur ber yfir-
skriftina Í BEINNI − VIÐBURÐ-
UR VERÐUR SÝNING og vísar
til þess að upplifun gestsins er
bein og milliliðalaus, eins og við
lifandi tónlistarflutning, upplif-
un sviðsverka og kyrrðar hefð-
bundinnar myndlistarsýningar.
Verkin á sýningunni eru þrjár
stórar innsetningar í þremur
sölum safnsins. Tæknin og tíminn
gera hina annars kyrru myndlist-
arsýningu að uppsetningu eða
sviðsetningu með þátttöku
almennings. Þar að auki eru sýnd-
ar þrjár kvikmyndir: NÚ ER
EKKI TÍMI TIL AÐ LÁTA SIG
DREYMA, frá 2004, sem er unnin
fyrir Harvard-háskóla í Banda-
ríkjunum 2004 í tengslum við
bygginu eftir arkitektinn Le Cor-
busier sem þar er. Huyghe vann
kvikmynd úr brúðuleikhússýn-
ingu sem hann setti á svið í bygg-
ingunni. Brúðuleikhúsið lýsir,
með söng og leik, baráttu Le Cor-
busier við að fullgera bygginguna
og svipaðri upplifun Huyghe af
því að vinna verkið fyrir skólann.
Í þessu verki er tónlistin sett
saman úr verkum eftir Edgard
Varèse og Iannis Xenakis auk
hluta úr sönglaginu Le temps des
cerises. með texta eftir Jean
Baptistie Clément túlkuðum af
Charles Trenet.
Hinar myndirnar eru FERÐ SEM
EKKI VAR FARIN, frá 2006, en
hún er að hluta tekin í leiðangri á
Suðurskautslandinu þar sem lista-
maðurinn leitaði einstæðrar þjóð-
sagnakenndrar skepnu. Skepnan
er sögð búa á eyju sem komið
hefur undan íshellunni við hlýnun
jarðar og er áður ókönnuð.
Hluti myndarinnar var síðan
tekinn í Central Park í New York
þar sem Huyghe sviðsetti endur-
gerð ferðarinnar. STREAMSIDE
HÁTÍÐIN er frá 2003 og er tekin
á hátíð sem listamaðurinn stóð
fyrir í nýlegu úthverfi í Banda-
ríkjunum.Hátíðinni var ætlað að
fagna tilurð þessa nýja samfélags
og verða árlegur viðburður í lífi
íbúanna.
Huyghe skapar viðburð fullan
gleði og siðum sem verða munu
raunverulegur þáttur í árlegum
hátíðahöldum bæjarbúa.