Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 34
Geysilegur kraftur og bjartsýni hefur einkennt efnahagslífið á Íslandi síð-
ustu misseri. Hagvöxtur hefur verið mikill
og afkoma flestra fyrirtækja og heimila
batnað. Þótt tilteknar ógnir steðji að efna-
hagslífinu ríkir hér mikil bjartsýni sem
best kemur fram í því að hvorki fyrirtæki
né heimili virðast láta ógnarháa vexti og
umtalsverða verðbólgu setja sig út af lag-
inu. Þetta er í raun þvert á viðteknar kenn-
ingar hagfræðinnar um áhrif vaxta.
Almennt ætti sparnaður að aukast, neysla
að minnka og fjárfestingar að dragast
saman. Ein afleiðing þessarar miklu bjart-
sýni og væntinga um betri tíð eru auknar
lántökur og vaxandi skuldsetning fyrir-
tækja og heimila. Raunar þarf ekki að hafa
áhyggjur af vaxandi skuldastöðu ef ákvarð-
anir eru skynsamlega teknar og byggðar á
raunhæfum væntingum. Hins vegar ber
þeim, sem hafa hagsmuni fyrirtækja og
heimila að leiðarljósi, að hafa áhyggjur af ógnarháum
kostnaði sem við berum við lántökur og banka-
viðskipti.
Um það verður ekki deilt að árangur íslensku bank-
anna er ákaflega góður enda hagnaður þeirra á síð-
asta ári fordæmalaus. Þetta gerist þrátt fyrir mikla
verðbólgu og gengissveiflur. Hins vegar er ýmislegt
í starfsskilyrðum og umhverfi bankanna sem auð-
veldar þeim mjög að ná svo glæstum árangri.
Í fyrsta lagi skapar íslenska krónan, sem er
minnsta sjálfstæða mynt heimi, vernd fyrir banka-
kerfið gegn erlendri samkeppni. Hvaða erlendur
banki tæki þá áhættu að lána peninga í þessari óstöð-
ugu mynt sem notuð er hér á landi? Í öðru lagi veldur
víðtæk verðtrygging því að tekjumyndun bankanna
er ákaflega örugg á heimamarkaði. Í þriðja lagi geta
bankarnir, m.a. í krafti fákeppni, krafist ákaflega
hárra lántökugjalda í alþjóðlegum samanburði. Varla
er meiri kostnaður fólginn í því að gefa út skuldabréf
á Íslandi en annars staðar? Í fjórða lagi krefjast bank-
arnir hárra uppgreiðslugjalda. Í fimmta lagi má
nefna stimpilgjaldið sem hamlar verulega gegn sam-
keppni á þessum markaði.
Stimpilgjaldið rennur ekki í sjóði bankanna heldur er
það lögbundinn skattur sem greiddur er til ríkissjóðs.
Hins vegar lána bankarnir lántakendum fyrir stimpil-
gjaldinu. Árið 2005 jukust verðtryggð lán heimila í
landinu um 209,2 milljarða. Gera má ráð fyrir að
heimilin hafi tekið 3,2 milljörðum meira af lánum en
ella, aðeins til að standa straum af stimpilgjaldinu.
Af því lánsfé þarf að greiða vexti og verðbætur út
lánstímann. Það versta við stimpilgjaldið
er hins vegar að það kemur í veg fyrir að
viðskiptavinir bankanna færi sig milli
banka með eðlilegum hætti. Færa má gild
rök fyrir því að afnám gjaldsins auki
hreyfanleika viðskiptavina og þar með
samkeppni. Milli bankanna ríkir hörð sam-
keppni um séreignarlífeyrissparnaðinn.
Til að geta keppt um viðskiptavini greiðir
bankinn sem tekur við lífeyrissparnaðin-
um þann kostnað sem til fellur – eins konar
lausnargjald. Þannig getur samkeppni og
hreyfanleiki þrifist þrátt fyrir kostnað
samfara flutningi á viðskiptum. Ef opinber
skattur legðist á þessa flutninga er hæpið
að jafn hörð samkeppni ríkti. Því er eðli-
legt að skoða hvort þessi aukni hreyfan-
leiki og þar með aukin samkeppni næðust
á viðskiptabankamarkaði bara við það eitt
að losna við stimpilgjaldið.
Frá Íslandi koma 46% af hreinum
rekstrartekjum Kaupþings og nokkru
meira hjá hinum viðskiptabönkunum og
nærri 100% hjá sparisjóðunum. Þrátt fyrir
alla útrásina er hinn einangraði heima-
markaður stærsta uppspretta tekna bank-
ana. Þegar við dáumst að góðum árangri bankanna
ættum við að hafa í huga að tekjur þeirra eru útgjöld
íslenskra heimila og fyrirtækja.
Flestum, sem skulda, svíður hið ógnarháa vaxta-
stig sem hér ríkir. Háir vextir hérlendis eru afleiðing
þess að hagkerfi okkar vex hraðar en víða annars
staðar og ekki er beinlínis við bankana að sakast í
þeim efnum. Að mestu má rekja hátt vaxtastig til
mistaka í hagstjórn síðustu misserin. Sumir banka-
menn hafa þó sagt að það sé gott að hafa háa vexti því
að þá sé ávöxtun sparifjár svo góð. Það er svipað að
segja að það sé gott að hafa hátt matarverð því þá séu
tekjur matvælaframleiðenda háar. Þau rök ganga
augljóslega ekki upp.
Íslensku bönkunum hefur gengið ákaflega vel að
fóta sig í því umhverfi sem hér ríkir og þeim starfs-
skilyrðum sem þeim eru búin. Þeim virðist vera vel
stjórnað og eðlilega reyna þeir að hámarka hagnað
sinn eins og önnur fyrirtæki. Góð ávöxtun eigenda
bankanna ber þess skýr merki. Vandinn er hins vegar
að skilyrði banka til að hámarka hagnað eru önnur og
betri en margra annarra. Aukin samkeppni skiptir
því sköpum fyrir lántakendur. Afnám stimpilgjalds
væri fyrsta og einfaldasta skrefið í átt til að auka
samkeppni og lækka kostnað fyrirtækja og heimila í
landinu. Einnig er nauðsynlegt að bankarnir stigi það
skref að lækka lántöku- og uppgreiðslugjöld. Aug-
ljóslega eru forsendur til þess.
Íslensk heimili og fyrirtæki
draga vagninn fyrir bankana
ÍFréttablaðinu sunnudaginn 18. febrúar er grein eftir Illuga
Gunnarsson undir fyrirsögninni
„stefna afskrifuð“. Ég las hana af
athygli í þeirri von að Illugi væri
nú loksins að svara greinum frá
mér og Jóni Gunnarssyni alþingis-
manni frá því í haust þar sem við
brugðumst við svipuðum skrifum
frá honum. Þá inntum við Illuga
eftir hver væri í raun stefna Sjálf-
stæðisflokksins í málefnum
sjávarútvegsins hvað varðar nýt-
ingu auðlindarinnar og sameign
þjóðarinnar á henni. Við skoruð-
um þá báðir á Illuga Gunnarsson
sem hefur tekið að sér forsvar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þess-
um málum að gera þjóðinni
undanbragðalaust grein fyrir því
hver sú stefna væri sem flokkur-
inn stendur fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
eins og þjóðin veit tvær stefnur í
málinu. Við vildum að Illugi
útskýrði heiðarlega hvora þeirra
flokkurinn ætlaði að afskrifa.
Hvort leggja ætti af stefnuna sem
Illugi hefur í raun talað fyrir í
öllum sínum skrifum. Í henni felist
í raun einkavæðing og séreign
útgerðarmanna á nýtingu auð-
lindarinnar. Eða hvort flokkurinn
ætlaði að afskrifa þá stefnu sem
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti
með samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna. Þar er skýrt
kveðið á um að setja eigi ákvæði í
stjórnarskrá um þjóðareign á auð-
lindum sjávar.
Í þeirri stefnu Sjálfstæðis-
flokksins felst að sjávarauðlindir
skuli til framtíðar vera í sameign
þjóðarinnar og skýr vilji til að
breyta eignarhaldsfyrirkomulag-
inu í því augnamiði að stjórnvöld
geti með ótvíræðum hætti gætt
eignarhaldsins fyrir hönd þjóðar-
innar.
Auðlindir sem Alþingi Íslend-
inga ákveður að skuli hljóta sess í
stjórnarskrá sem þjóðarauðlindir
geta aldrei orðið að erfðagóssi eða
óðalsrétti. Um það ætti ekki að
þurfa að deila hvort sem um er að
ræða fisk úr sjó, orku úr iðrum
jarðar eða aðrar þjóðarauðlindir.
Af sjálfu leiðir að skýlaus krafa
hlýtur að vera um að þegnarnir
sæti jafnræði til að nýta slíkar
auðlindir og að enginn geti eignast
sérréttindi til
þess.
Þessar
tvær stefnur
vísa gersam-
lega hver í
sína áttina.
Önnur trygg-
ir þjóðinni
sameign á
auðlindum
sjávar til
framtíðar. Í hinni felst séreign
útgerðarmanna á þessari sömu
auðlind. En Illugi svaraði ekki
áskorunum okkar frekar en aðrir
forystumenn Sjálfstæðisflokksins
sem hafa kosið að þegja þegar
þetta mál hefur verið til umræðu.
Svo kom þessi makalausa grein
með gömlu Albaníuaðferðinni.
Þar þykist Illugi vera að heimta
svör af Samfylkingunni um hvaða
stefnu hún fylgi en er í raun að
koma því á framfæri með
umfjöllun sinni um séreign á
veiðirétti að flokkurinn ætli að
afskrifa þá stefnu sem hann
gekkst undir í stjórnarsáttmálan-
um. Þetta er þó ekki sagt beinum
orðum. En tímasetningin á grein-
inni er engin tilviljun. Stjórnar-
skrárnefnd er nú að ljúka störf-
um. Þar er Sjálfstæðisflokknum
að takast að koma í veg fyrir að
ákvæðið í stjórnarsáttmálanum
nái fram að ganga. Það verður því
ekki tillaga nefndarinnar að setja
þjóðareign á auðlindum sjávar
inn í stjórnarskrána. „Ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn að svíkja
það loforð?“ spurði ritstjóri
Morgunblaðsins og nú er svarið
að koma. Annar ritstjóri, ritstjóri
Fréttablaðsins, Þorsteinn Pálsson,
er að sjá til þess að flokkurinn
svíki þjóðina í þessu gríðarlega
mikilvæga máli.
Um Framsókn sem kom þessu
helsta kosningamáli sínu inn í
stjórnarsáttmálann má segja eins
og í gömu kvæði „hún er orðin
aumingi sem ekki getur neitt“, það
er ekki mikilli reisn til að dreifa á
þeim bæ. Hún er að láta svikin
yfir sig ganga. Með því er stefnan
sem Sjálfstæðisflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn lofuðu
þjóðinni um að auðlindir sjávar
skuli bundnar í stjórnarskrá sem
þjóðareign afskrifuð. Illuga hefur
því lánast að setja viðeigandi
fyrirsögn á greinina.
Höfundur er alþingismaður.
Stefna afskrifuð
Þann 29. des. sl. gerði félagsmálaráðuneytið
samning við AE-verksala
með gildistíma í tvö ár
uppá tæpar 30 milljónir.
Þegar maður les samning-
inn sést að það er ekki
þjónusta sem málið snýst
um heldur úttekt. Verk-
sali á þessu ári að taka út starfsemi
á Flókagötu og Esjugrund og gera
samanburð við heimili fyrir geð-
fatlaða á Sléttuvegi í Reykjavík.
Framkvæmd samningsins hlýtur
að verða torsótt því samkvæmt
upplýsingum Félagsmálaráðuneyt-
isins sjálfs verður Flókagatan ekki
tilbúin fyrr en eftir tæpt ár, þ.e.
áramótin 2007-8. Eftir stendur þá
hitt heimilið sem lendir í úttekt en
þar eru 5 manns skv. upplýsingum
frá LSP. Á þá að eyða rúmum 14
milljónum 2007 í úttekt á 5 sjúk-
lingum?
Það eru til a.m.k. 3 úttektir á
jafnmörgum árum um fjölda sjúk-
linga og væntingar þeirra um
búsetu og eftirfylgni. Sú fyrsta er
frá 2003 frá Svæðisskrifstofu fatl-
aðra, önnur frá 2005 sem Geðhjálp
og Rauði krossinn gerðu og sú nýj-
asta er frá félagsmálaráðu-
neytinu sjálfu í des. 2006.
Þessar úttektir voru allar
mjög ítarlegar og þverfag-
lega unnar af sálfræðing-
um og doktor í geðhjúkr-
un.
Verksali á einnig að sjá
um fræðsluefni. Stofnanir
sem annast geðfatlaða
starfa í lagaumhverfi heil-
brigðismála og þar er
verksali ekki með sérþekk-
ingu. Sléttuvegurinn og heimili
fyrir geðfatlaða á Akureyri hafa
gengið afar vel án fræðsluefnis frá
verksala enda sérmenntað fólk sem
vinnur á þessum stöðum.
Sjúklingar með skerta heila-
starfsemi eru afar áhrifagjarnir.
Hér verður að fara með mikilli gát.
Þessir sjúklingar sem hér um ræðir
hafa verið afskiptir og því tekur
þetta fólk fagnandi áhuga og athygli
annarra. Fólk í hópi AE-verksala
hefur í ræðu og riti lýst þeim skoð-
unum sínum að lyf séu skaðleg og
óþörf. Við höfum mörg hörmuleg
dæmi um afleiðingar sem rofin
lyfjagjöf hefur í för með sér.
Ísland er aðili að Helsinkisátt-
málanum frá 2005, en skv. honum
verða stjórnvöld að taka allar
ákvarðanir í samvinnu við heil-
brigðisyfirvöld og aðstandendur
auk sjúklinga. Það ákvæði sáttmál-
ans var brotið þar sem ekkert sam-
ráð var haft við ofantalda aðila
varðandi þennan samning.
Höfundur er sagnfræðingur og
framhaldsskólakennari.
Opið bréf til Alþingis
Sjúklingar með skerta heila-
starfsemi eru afar áhrifagjarn-
ir. Hér verður að fara með
mikilli gát.
Afnám stimpilgjalds væri fyrsta og einfaldasta
skrefið í átt til að auka samkeppni og lækka
kostnað fyrirtækja og heimila í landinu.
KVEF?
NEFÚÐI HÁLSTÖFLUR VERKJALYF FRUNSUKREM
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
Við hlustum!
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsu af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang
veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef
eða infl úensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfi ð ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími
styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Otrivin nefúðinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstífl u og slímmyndun vegna kvefs og bráðrar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fl jótt og áhrifi n vara í 6-10 klst. Otrivin getur
valdið aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúð og sviðatilfi nningu. Einnig ógleði og höfuðverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.Varúð: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks í nefslímhúð.
Sjúklingar með gláku eða þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin ættu ekki að nota Otrivin. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Strepsils töfl ur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu.Venjulega er ein tafl a látin
leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfi ð þarf venjulega að nota í 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1-2 töfl ur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur engin áhrif á
önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrögð geta komið fyrir en eru afar sjaldgæf. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöfl ur, sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu
fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins, sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töfl ur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum,
skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfi ð er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur
bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfi ð ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir
við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.