Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 38
Á Vatnsstíg var á dögunum
opnuð tískuvöruverslun fyrir
konur. Þetta er fyrsta búð
hönnuðanna Munthe og Sim-
onsen utan Skandinavíu.
Fullt var út úr dyrum er tískuvöru-
verslunin Munthe plus Simonsen
var opnuð á Vatnsstíg 3. Hönnuð-
urnir Munthe og Simonsen voru
viðstaddar enda stórviðburður í
þeirra lífi. „Þetta er fyrsta verslun-
in sem við opnum utan Skandinavíu,
en fyrir rekum við eina verslun í
Kaupmannahöfn, aðra í Árósum, og
eina í Stokkhólmi,“ segir Naja
Munthe. „Við stofnuðum fyrirtækið
1994 og síðan þá höfum við hægt og
þétt stækkað og nú fást vörur okkar
í yfir 200 búðum í 21 landi.“
Þá vaknar hin klassíska spurn-
ing af hverju Ísland hafi orðið fyrir
valinu fyrir búð sérstaklega ætlað-
ar vörum þeirra? „Það eru tvær
ástæður. Annars vegar vegna þess
að Reykjavík er einstök að því leyti
hversu tískuvitund Reykvíkinga er
á háu stigi. Maður sér fleiri sem
ganga í hátískufötum hér en í allri
Danmörku,“ segir Karen Simonsen
og bætir svo við hlæjandi: „Það og
að Dagmar Una Ólafsdóttir og Ásdís
Smith vildu endilega fá okkur hing-
að.“
Verslunin hér er fyrsta Munthe
plus Simonsen-búðin sem ekki er í
eigu Munthe og Simonsen sjálfra.
„Við vorum búnar að ganga með
það í maganum lengi að opna búð og
við vissum af Munthe plus Simon-
sen. Þegar tækifærið gafst fengum
við bróður okkar í lið með okkur
ásamt mömmu og slógum til,“ segir
Dagmar Una.
Verslunin verður ekki lengi sú
eina sem ekki er í eigu sjálfra hönn-
uðanna. Í bígerð er að opna verslan-
ir í Moskvu, Tókýó og Dúbaí, þannig
að Reykjavík er í fríðu föruneyti
þar.
Vörurnar frá Munthe plus Sim-
onsen eru fyrst og fremst kvenleg-
ar að sögn Simonsen og Munthe.
Þær henta fyrir konur á öllum aldri
en flíkurnar eru flestar léttar og
þægilegar og það er óneitanlega
eitthvað sér skandinavískt við þær.
Verslunin er eins og áður segir á
Vatnsstíg 3 en flíkur Munthe plus
Simonsen er hægt að skoða á heima-
síðunni www.muntheplussimonsen.
com.
Dönsk útrás
í Reykjavík
Smáralind, sími 528 8800, www.drangey.is
25% afsláttur af
dömu- og herra
leðurhönskum
í mars.
Gríptu tækifærið!
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
KIDS
Fæst í apótekum og verslunum um land allt.
Kids 2 in 1 Shampoo, Kids Bath & Shower,
Kids Conditioner, Kids Shampoo
Kids línan miðar að því að gera þvott skemmtilegan fyrir börn, líflegu
útliti og góðum ávaxtailm. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir
viðkvæma húð og hár barna.