Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 1
S á
- kvef
f
Ég nota Sterimar, það hjálpar
Eidís Anna Björnsdóttir lét vaða og keypti sér tíu dala
peysu á flóamarkaði í New York.„Ég bjó og starfaði í New York fyrir nokkrum árum og hafði
þá óskaplega gaman af því að gramsa á flóamörkuðum.
Þegar ég fann þessa peysu á einum slíkum langaði mig
strax í hana, en samt tímdi ég ekki alveg að kaupa hana af
því hún kostaði heila tíu dollara. Ég hafði verið svo dugleg
að kaupa mér föt að ég var eitthvað hikandi við þetta en svo
gat ég ekki haldið aftur af mér lengur og lét vaða. Keypti
peysuna og hef notað hana mjög mikið síðan,“ segir Eidís og
tekur það fram að nælan í peysunni sé prjónuð af Unni
móðursystur hennar. „Unnur móðursystir mín er alveg
ótrúlega góð í höndunum. Hún hefur í gegnum tíðina prjón-
að allt milli himins og jarðar fyrir mig, allt frá Barbífötum
yfir í skartgripi og er mikil uppáhaldsfrænka,“ segir Eidís
og af röddinni að dæma er hún stolt af þessari frænku
sinni.
Eidís Anna var með þeim fyrstu sem útskrifuðust úr
fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Síðan þá
hefur hún starfað við búningagerð og fleira sem tengist
fatahönnun en í október síðastliðnum söðlaði hún um er hún
hóf störf hjá Habitat þar sem hún sinnir hlutverki inn-
kaupastjóra. Hún segist sátt við nýja starfið, enda fær
fagurkerinn að njóta sín innan um fíneríið frá Habitat.
„Þetta er stöðug vinna, ég fæ tækifæri til að ferðast og er
innan um fallega hluti allan daginn þannig að þetta hentar
mér ákaflega vel,“ segir Eidís að lokum.
Keypti tíu dala
silfurpeysu
Blöðrudagar í BLAZE
á Selfossi dagana 2-3 mars. 5-100% afsl.
Komdu og líttu við
BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
LAGERSALA
SKÍFUNNAR
SKEIFUNNI 17
OPIÐ ALLA
DAGA
VIKUNNAR
11-19
Vestmannaeyjabær krefst rúmlega 27
milljóna króna skaðabóta vegna samráðs olíufélag-
anna fyrir útboð bæjarins í apríl 1997. Stefnan var
send lögmönnum olíufélaganna í gær en málið verður
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstu dögum.
Þetta staðfesti Steinar Guðgeirsson, hæstaréttarlög-
maður og faglegur framkvæmdastjóri Lögfræðistofu
Reykjavíkur, í gær.
Í stefnunni kemur meðal annars fram að olíufélög-
in hafi greitt hlutdeild í framlegð af viðskiptum við
Vestmannaeyjabæ sín á milli. Er meðal annars vitnað
til bréfs framkvæmdastjóra markaðsviðskipta
stórviðskipta hjá Skeljungi sem hann sendi Olís og
Olíufélaginu, nú Keri, 10. mars 1998. Í bréfinu er gerð
grein fyrir boði Skeljungs um að greiða Olíufélaginu
og Olís hluta af framlegð vegna viðskipta við
Hafnarsjóð Vestmannaeyja. Í bréfinu er þess
jafnframt krafist að Olíufélagið greiði Olís og
Skeljungi hlutdeild í framlegð vegna annarra
viðskipta við Vestmannaeyjabæ.
Krefst bóta vegna samráðsins
Verðlækkanir í dag
Virðisaukaskattur á matvörum, geisladiskum, bókum og öðru lækkar í dag. Verð
til neytandans lækkar um sex til fjórtán prósent. Vörugjöld á matvörum verða
einnig felld niður. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir verslunarstjóri Melabúðarinnar.
Virðisaukaskattur
á matvöru lækkar í sjö prósent í
dag. Vörugjöld á matvælum
öðrum en sykri og sætindum fell-
ur niður, auk þess sem virðis-
aukaskattur af veitingaþjónustu,
geisladiskum, bókum, blöðum og
tímaritum lækkar í sjö prósent.
Flest matvæli báru áður fjór-
tán prósenta virðisaukaskatt, en
á gosdrykkjum, sælgæti og
öðrum vörum var hann 24,5 pró-
sent. Lækkunin í dag færir virð-
isaukaskattinn niður í sjö pró-
sent, hvort sem hann var fjórtán
eða 24,5 prósent áður.
Samkvæmt upplýsingum frá
Neytendastofu má ætla að verð
til neytenda lækki um rúm sex
prósent þar sem virðisaukaskatt-
ur var áður fjórtán prósent, en
um rúm fjórtán prósent þar sem
skatturinn var áður 24,5 prósent.
Vörugjöld á flestum þeim mat-
vælum sem báru þau áður falla
niður í dag, og almennir tollar á
innfluttum óunnum kjötvörum
lækka um allt að fjörutíu pró-
sent.
Matvæli eru ekki einu vörurn-
ar sem lækka í verði í dag. Virð-
isaukaskattur á geisladiskum og
hljómplötum lækkar úr 24,5 pró-
sentum í sjö, og verðið því um
rúm fjórtán prósent. Virðisauka-
skattur á bókum, tímaritum,
blöðum og húshitun, sem og
veggjald í Hvalfjarðargöngin,
lækkar úr fjórtán prósentum í
sjö.
Virðisaukaskattur af hótel-
gistingu lækkar þar að auki úr
fjórtán prósentum í sjö og skatt-
ur af veitingaþjónustu lækkar í
sjö prósent, en hann var áður
24,5 prósent.
Friðrik Ármann Guðmunds-
son, verslunarstjóri Melabúðar-
innar, sagði starfsfólk sitt vera í
startholunum með verðmiðana
þegar talað var við hann í gær-
kvöldi. „Við lokum klukkan átta
og verðum að merkja fram eftir
kvöldi. Það þarf að taka alla
gömlu verðmiðana og setja nýja í
staðinn.“
Hann segir ekkert minna hafa
verið að gera í gær en venjulega,
þrátt fyrir að það hafi verið sein-
asti dagur fyrir verðlækkun. „Ég
er mjög ánægður með þessa
skattalækkun. Þótt fyrr hefði
verið, segi ég bara.“
Tæp 49 prósent
segjast vilja að Geir H. Haarde,
forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, verði næsti
forsætisráðherra, samkvæmt
nýrri könnun Fréttablaðsins. Í
könnun Fréttablaðsins í nóvember
á síðasta ári nefndu tæp 48
prósent nafn hans.
Tæp 26 prósent segjast vilja að
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri græns, verði næsti
forsætisráðherra. Fleiri nefna nú
nafn hans en í nóvember þegar
tæp sautján prósent nefndu hann.
Tæp nítján prósent segjast nú
vilja að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingarinn-
ar, verði næsti forsætisráðherra.
Færri nefna nú hennar nafn en í
nóvember, þegar 22 prósent vildu
að hún yrði forsætisráðherra.
Helmingur vill
Geir H. Haarde
Slá X-Factor við
Öll nágrannaríki Íraks,
þar á meðal Íran og Sýrland, hafa
fallist á að taka þátt í ráðstefnu um
ástandið í Írak, sem haldin verður
í Bagdad um miðjan mars.
Fulltrúar Bandaríkjanna, Bret-
lands og Kína verða á ráðstefn-
unni, og líklega Rússar og Frakkar
einnig, auk nágrannaríkjanna Sádi-
Arabíu, Tyrklands, Egyptalands,
Jórdaníu, Kúvæt og Barein.
Markmiðið er að finna leið til
friðar í Írak.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur
staðfest að Bandaríkin verði með
og að þau styðji það að Írönum og
Sýrlendingum sé einnig boðið.
Bandaríkin og
Íran taka þátt