Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 78
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á
“FORREST WHITAKER ER HREINT ÚT SAGT
MAGNAÐUR Í HLUTVERKI HARÐSTJÓRANS OG
SÝNIR SVO AÐ EKKI VERÐUR UM VILLST AÐ
HÉR FER EINN FREMSTI LEIKARI
SAMTÍMANS. B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ
HEIMSFRUMSÝNING
MYND EFTIR JOEL
SCHUMACHER
THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.30, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA
NOTES ON A SCANDAL kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
PAN´S LABYRINTH kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA
LITTLE MISS SUNSHINE kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
KÖLD SLÓÐ/COLD TRAIL kl. 5.45 ENGLISH SUBTITLES B.I. 12
THE NUMBER 23 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA
THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 5.20, 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA
THE LAST KING SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.35 B.I. 16 ÁRA
GHOST RIDER kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ÁRA
THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.30
ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 4.45 STUTTMYND
VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 3.40
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40
THE NUMBER 23 kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
GHOST RIDER kl. 5.50 og 10 B.I. 12 ÁRA
NOTES ON A SCANDAL kl. 6 B.I. 12 ÁRA
SMOKIN ́ACES* kl. 8 B.I. 16 ÁRA
*MASTERCARD FORSÝNING
2 FYRIR 1
Skráning er hafin í Músíktilraunir Tónabæjar og
Hins hússins. Strax á fyrsta degi höfðu rúmlega tut-
tugu hljómsveitir skráð sig til leiks en alls er pláss
fyrir fimmtíu sveitir.
„Það kemur á óvart hversu mikil viðbrögðin eru
og ég er ótrúlega ánægður. Ég er að upplifa þetta
sem miklu meira en síðustu ár. Það virðist líka vera
töluverð fjölbreytni í tónlistinni, allt frá elektró upp
í gott hardcore-dót,“ segir Árni Jónsson, verkefnis-
stjóri Músíktilrauna.
Undanúrslitin verða háð dagana 19. til 23. mars í
Loftkastalanum og úrslitakvöldið verður laugar-
daginn 31. mars í Verinu hjá Loftkastalanum.
Hljómsveitirnar sem taka þátt þurfa að skila inn
tveimur lögum á mp3-formi og er þátttökugjald sex
þúsund krónur. Skráning fer fram á www.musiktil-
raunir.is og stendur yfir til föstudagsins 9. mars.
Tilraunirnar í ár verða þær 25. í röðinni á síðast-
liðnum 26 árum. Hljómsveitin Foreign Monkeys
vann síðustu keppni og skráði sig þar með á spjöld
íslenskrar tónlistarsögu.
Músíktilraunir vinsælar
Kanadíska hljómsveitin Arcade
Fire hefur gagnrýnt ofursveitir á
borð við The Rolling Stones, U2 og
Oasis harðlega fyrir að keppast
um að verða stærsta hljómsveit í
heiminum.
Forsprakki Arcade Fire, Win
Butler, segir að markaðsherferðir
sem sumar hljómsveitir nota neyði
fólk til að hafa gaman af tónlist
þeirra. „Það er ekki eins og við
séum á móti velgengni en á sama
tíma viljum við ekki troða henni
upp í kokið á fólki,“ sagði Win í
viðtali við NME. „Í Bretlandi er
einhvers konar rokkstjörnu-
keppni. Ég veit ekki hvort U2, The
Stones eða Oasis byrjuðu á þessu
en margar hljómsveitir ætla sér
að verða frægastar í heimi og gefa
skít í þá sem hafa ekki sama metn-
að. Það finnst mér algjört bull,“
sagði hann. „Það er ekkert eins
óáhugavert og að markaðssetja
allt í botn til að fólk verði að fíla
eitthvað. Sumar hljómsveitir
ráðskast með fólk til að það kaupi
tónlist. Þannig virka níutíu pró-
sent af tónlistargeiranum.“
Arcade gagnrýnir
markaðsherferðir
Rapparinn Bobby Brown hefur
verið dæmdur í þrjátíu daga fang-
elsi fyrir að borga ekki meðlag
með tveimur börnum sem hann á
með Kim Ward. Brown, sem er að
ganga frá skilnaði við söngkonuna
Whitney Houston, var handtekinn
í Massachusetts er hann var í
heimsókn hjá dóttur sinni. Skuld-
ar hann ríkinu rúmar 1,3 milljónir
króna í meðlag.
Brown hefur ekki mikla pen-
inga á milli handanna þessa dag-
ana, enda hefur hann ekki gefið út
plötu í langan tíma. Hann sló í
gegn með hljómsveitinni New
Edition og hóf síðan vel heppnað-
an sólóferil, sem smám saman
hefur þó fjarað út.
Dæmdur í
fangelsi