Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 4
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Vestmannaeyjabær krefst þess í stefnu,
sem send var lögmönnum olíufélaganna í gær, að
Vestmannaeyjabæ verði greiddar rúmar 27 milljónir
króna í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna
fyrir útboð bæjarins, og fyrirtækja í hans eigu, 14.
apríl 1997.
Steinar Guðgeirsson, hæstaréttarlögmaður og
faglegur framkvæmdastjóri Lögfræðistofu Reykja-
víkur, staðfesti við Fréttablaðið í gær að stefna í mál-
inu hefði verið send til lögmanna olíufélaganna. Málið
verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun
næsta mánaðar.
Steinar segir málið efnislega náskylt máli Reykja-
víkurborgar gegn olíufélögunum. Í stefnunni er
meðal annars vitnað til gagna um að olíufélögin hafi
ákveðið fyrirfram hvernig skipta ætti framlegð á
milli félaganna í tengslum við viðskipti olíufélaganna
við Vestmannaeyjabæ.
Í bréfi dagsettu 10. mars 1998, sem sent var af
framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta hjá
Skeljungi til starfsmanna Olís og Olíufélagsins, nú
Kers, býðst Skeljungur til þess að greiða Olíufélag- inu og Olís hluta af framlegð vegna viðskipta við
Hafnarsjóð Vestmannaeyja. Jafnframt er þess kraf-
ist í bréfinu að Olíufélagið greiði Olís og Skeljungi
hlutdeild í framlegð vegna annarra viðskipta við
Vestmannaeyjabæ.
Lögmenn olíufélaganna hafa til þessa neitað því að
framlegðarskipting hafi verið viðhöfð í öðrum útboð-
um en fyrir útboð Reykjavíkurborgar.
Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís og jafn-
framt stjórnarformaður félagsins, sagði í viðtali við
Fréttablaðið eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn
upp 12. desember í fyrra að mál Reykjavíkurborgar
væri ólíkt öðrum málum sem hugsanlega gætu komið
til kasta dómstóla. „Þetta tiltekna mál [Reykjavíkur-
borgar og Strætó bs.] er svolítið sérstakt því þetta er
eina málið, af öllum þeim sem voru rannsökuð í
umfangsmikilli rannsókn, þar sem fyrir lá að félögin
höfðu viðurkennt samráð vegna tilboðs, sammælst
um verð, og það kemur okkur því ekki á óvart að það
þurfi að borga. Önnur mál eru ekkert lík þessu.“
Þessu mati Gísla Baldurs eru forsvarsmenn Vest-
mannaeyjabæjar og Steinar Guðgeirsson lögmaður
fullkomlega ósammála.
Greiddu hlutdeild í
framlegð sín á milli
Olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið, nú Ker, greiddu hluta af framlegð af
viðskiptum við Vestmannaeyjabæ árið 1997 sín á milli. Lögmenn olíufélaganna
hafa neitað því. Stefnan í málinu var send lögmönnum olíufélaganna í gær.
Sýnatökur úr
farfuglum sem koma hingað til
lands hefjast um miðjan næsta
mánuð, að sögn
Halldórs Runólfs-
sonar yfirdýra-
læknis hjá Land-
búnaðarstofnun.
Þær munu fara
fram í samvinnu
við Náttúrufræði-
stofnun.
„Við munum
vinna eftir svipaðri áætlun og við
unnum í fyrra,“ segir yfirdýra-
læknir. „Á síðasta sumri voru tekin
um 400 sýni úr villtum fuglum og
síðari hluta árs voru tekin önnur
400 úr alifuglum. Við reiknum með
því, að öllu óbreyttu, að halda
svipuðum dampi.“
Sýnatökur úr
fuglum hefjast
Martin Ingi Sigurðsson, 24 ára gamall
læknanemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær Nýsköp-
unarverðlaun forseta Íslands.
Martin Ingi var verðlaunaður fyrir verkefni um
áhrif aldurs á utangenamengi mannsins. Honum
tókst meðal annars að sýna fram á að mengin
breyttust með árunum. Verkefnið var unnið í
tengslum við líkan um tilurð sjúkdóma, sem
leiðbeinendur Martins bjuggu til.
„Þetta er auðvitað fyrst og fremst gríðarlegur
heiður og viðurkenning á mínu starfi og afskaplega
ánægjulegt,“ segir Martin. Hann er sérstaklega
ánægður með að verðlaunin séu kennd við forseta
Íslands, það greiði fyrir þegar sótt sé um skóla.
„Það er mjög gagnlegt fyrir fólk sem hyggur á
framhaldsnám erlendis að fá svona viðurkenningu.
Hún hjálpar fólki til að komast til náms erlendis og
ég vonast til að hún hjálpi mér nú líka.
Svo er þetta auðvitað mikil hvatning til að halda
áfram með rannsóknirnar,“ segir Martin, en hann
stefnir á að birta niðurstöður sínar í vísindatímariti
í lok þessa árs.
Læknanemi hlaut verðlaunin
Fulltrúar Samfylking-
arinnar í Norðvesturkjördæmi
vilja að Hvalfjarðargöngin verði
gjaldfrjáls. Virðisaukaskattur á
veggjald í Hvalfjarðargöngunum
lækkar úr fjórtán prósentum í sjö
í dag. Einstakar ferðir fólksbíla
lækka í 900 krónur.
Á blaðamannafundi í dag munu
þingmaður og frambjóðendur
flokksins leggja til að veggjald í
göngin verði fellt niður. Meðan á
fundinum stendur verður
ökumönnum gefin frí ferð í
göngin. Fundurinn verður haldinn
við norðurenda ganganna, á
bílaplani fyrir ofan gjaldskýli,
klukkan eitt í dag.
Vilja gjaldfrjáls
Hvalfjarðargöng
Íslensk stjórnvöld
hafa stofnað til stjórnmálasam-
bands við Mið-Afríkuríkið Austur-
Kongó. Fastafulltrúar ríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W.
Hannesson og Atoke Ileka,
undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í
New York á föstudaginn.
Um sextíu milljónir manns búa í
Austur-Kongó, sem er fyrrverandi
nýlenda Belgíu og öðlaðist sjálf-
stæði árið 1960. Sameinuðu
þjóðirnar hafa unnið með stjórn-
völdum að uppbyggingu lýðræðis og
stöðugleika þar eftir blóðuga
borgarastyrjöld undanfarina ár.
Samband við
Austur-Kongó