Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 76
Hvert á fætur öðru velja lönd Evrópu nú þá söng- fugla sem þau hyggjast senda til Helsinki. Af þeim 28 löndum sem þar etja kappi, eiga eingöngu Króatía, Tékkland, Portú- gal og Serbía eftir að velja fulltrúa sína. Hér gefur að líta nokkra af þeim þáttak- endum sem Eiríkur þarf að kljást við í maí. Frá Danmörku kemur draggdrottn- ingin DQ, með lagið Drama Queen. en það ku vera Peter Andersen sem brá sér í gervi DQ fyrir keppnina, en hann hefur undanfarið ferðast um Danmörku þvera og endilanga með draggsýningu þar sem hann bregður sér í líki Tinu Turner. DQ komst ekki upp úr undanúrslitun- um til að byrja með. Hann hlaut hins vegar annað tækifæri, og fékk að taka þátt í úrslitunum, þar sem hann kom, sá og sigraði með það sem hlýtur að vera glæsilegasta höfuðfat keppninnar. Laginu, sem heitir einnig Drama Queen, er lýst sem gleðibombu og afar Eurov- ision-legu. Noregur sendir hins vegar sjó- uðu söngkonuna Guri Schanke, sem mun dilla sér við latínólagið Ven a bailar conmigo, sem útleggst á íslensku: Viltu dansa við mig?“ Svo skemmtilega vill til að Schanke tók nýlega þátt í norsku útgáfunni af dansþættinum Strictly come dansing, þar sem hún lenti í öðru sæti. Hún ætti því að vera í góðu formi fyrir keppnina sjálfa. Tyrkneski keppandinn Kenan Dogulu hefur valdið nokkru fjaðra- foki í heimalandi sínu vegna ákvörðunar sinnar um að syngja lagið Shake it up sekerim á ensku. Dogulu er vinsæll tónlistarmaður þar ytra, en tyrknesku tungumála- samtökin eru þó ekki par hrifin af honum fyrir uppátækið. Sömu sam- tök lýstu yfir óánægju þegar Sertab Erener söng Every way that I can fyrir Tyrkland árið 2003, og virðast ekki hafa látið sér segjast þó að Erener hafi farið með sigur úr býtum. Frá Belgíu koma Krazy Mess Groovers með lagið Love Power. Í þeirri átta manna hljómsveit heita meðlimir nöfnum á borð við Sexyfire, Mr. French Kiss, Big Boss og Mr. Dee Bee Dee Bop. Djassskotna fönklagið Love Power er holdgerving einkunnarorða sveitarinnar, að breiða út ást og hamingju. Reglur Eurovision leyfa þó ekki fleiri en sex á sviðinu þegar atriðið er flutt, svo enn á eftir að koma í ljós hvernig Krazy Mess Groovers leysa úr þeim vanda. Ungverjaland og Austurríki senda bæði sigurvegara úr hæfi- leikakeppnum á borð við Idol- keppni okkar Íslendinga. Kýpur veðjar hins vegar á reyndan hest í formi gyðjunnar Evridiki, en þetta verður í sjötta sinn sem hún stend- ur á sviði í Eurovisionkeppni, sem bakraddar- eða aðalsöngkona. Þá er enn ónefndur fjöldi keppenda, sem mun væntanlega taka til við að kynna lög sín fyrir Evrópubúum á næstu vikum. Thom Yorke, Franz Ferdinand, Belle & Sebastian, Damon Albarn og Aphex Twin eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem óskað er eftir því að bresk stjórn- völd hætti við að endurnýja kjarnaodda sína. „Rúmlega 60% Breta vilja ekki að oddarnir verði endurnýjað- ir,“ sagði í yfirlýsing- unni. „Auk þess sem það myndi auka á hræsni stjórnvalda okkar, sem réðust inn í Írak vegna lyga um að þar væru kjarnorkuvopn.“ Vilja ekki kjarnaodda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.