Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 56
Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur stendur að veglegri dagskrá í tilefni af opnun Cervantes-stofu á Íslandi. Dagskráin hefst með mál- þingi í dag en um helgina verður formleg athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Hólmfríður Garðarsdótt- ir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands, segir að verkefni þetta hafi átt sér töluverðan aðdraganda. „Á undanförnum árum hefur verið eftir því tekið hversu mikinn áhuga Íslendingar hafa sýnt spænsku og menn- ingu spænskumælandi landa. Fyrir þremur árum var opnuð Cervantes-stofn- un í Stokkhólmi en setrið hér verður nokkurs konar útibú frá þeirri stofnun og það fyrsta sem opnað er á Norð- urlöndunum.“ Hólmfríður segir að hlutverk stofnunar- innar sé mjög hliðstætt við starfsemi Goethe-Centrum og Alliance Française sem margir Íslendingar þekkja. „Setri þessu verður ætlað að sinna eflingu menningar- samskipta milli Íslands og hins spænskumælandi heims en standa jafnframt vörð um spænskukennslu og hlúa að henni. Setrið verður rekið undir verndarvæng Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur og verður aðstaða þess í Tungu- málamiðstöð HÍ. Hólmfríð- ur áréttar að framtak þetta hafi heilmikla þýðingu fyrir spænskukennslu hérlendis, þannig fylgi vegleg bókagjöf setrinu sem afhent verður Þjóðarbókhlöðunni nú um helgina auk þess sem kennsluefni og kvikmyndir muni fylgja í kjölfarið. „Þetta er raunar lyftistöng á alla vegu – bæði fyrir fræði- leg samskipti, vísindastarf og beina spænskukennslu,“ segir hún og áréttar að starf setursins sé einnig mikil- vægt í kynningarskyni. Síðdegis í dag er von á góðum gesti í Hátíðarsal HÍ en þar fer fram málþing um argentínska rithöfundurinn Jorge Luis Borges. Ekkja skáldsins, María Kodama, mun fjalla um reynslu Borg- esar af Íslandi og íslenskri menningu en hann var mikill áhugamaður um Íslendinga- sögurnar og gæti áhrifa þess skýrt í verkum hans. Aukin- heldur ræða Matthías Johannessen og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi um kynni sín af höfundinum. Í kvöld verða haldnir píanótónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem vonarljós Spánverja í klassískri tónlist, píanóleik- arinn Pablo Galdo, kemur fram. Á laugardaginn verð- ur formleg opnun í Hátíðar- sal HÍ en þar munu Spán- verjar einnig heiðra tvo Íslendinga fyrir framlag sitt til eflingar menningar- tengsla landanna og rækt við spænska tungu. Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir verður heiðruð fyrir kennslustörf en hún hefur um áratuga skeið kennt spænskar og suður-amerískar bókmennt- ir við HÍ og Guðbergur Bergsson rihöfundur verður heiðraður fyrir þýðingar- störf sín. Hólmfríður lýsir yfir ánægju sinni með að tekið sé eftir vinnu þesssa góða fólks og bendir á að sú brúarsmíð sem felist í þýðingum og kennslu skili sér margfalt – aukinn áhugi nú sé kominn til af því að aðrir hafi plægt akurinn og nú verði bara að fylgja því eftir. „Ef mér dettur eitthvað í hug, þá geri ég það.“ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Víkingur Heiðar Arnórsson andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram í Hallgrímskirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins s. 543 3724. Fyrir hönd aðstandenda, Viðar Víkingsson Svana Víkingsdóttir Ólafur Axelsson Gísli A. Víkingsson Guðrún Ögmundsdóttir Þóra Víkingsdóttir Bjarni Jónsson Arnór Víkingsson Ragnheiður J. Jónsdóttir Ragnheiður Víkingsdóttir Anton Jakobsson Þórhallur Víkingsson Rósa Björk Sigurðardóttir Steingerður Gná Kristjánsdóttir Karl Axel Kristjánsson. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Teits Kjartanssonar Vörðum, áður bónda Flagbjarnarholti, Landsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Lundar, Hellu. Brynjólfur Teitsson Guðrún Þorleifsdóttir Margrét Teitsdóttir Kristrún Kjartans Aðalbjörn Kjartansson og fjölskyldur. Kæru vinir og vandamenn nær og fjær. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem veittu okkur hlýju og stuðning við andlát og útför föður okkar, afa, tengda- föður, fyrrverandi eiginmanns og bróður, Gústafs R. Oddssonar leigubílstjóra. Við hugsum til ykkar með þakklæti og kærleika. Stella Gústafsdóttir Ingimar Eydal Markús Gústafsson Anna Guðný Guðmundsdóttir Sonja Stelly Gústafsdóttir Ute Stelly Oddsson barnabörn og systkini hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Helga Dís Sæmundsdóttir Silungakvísl 14, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Páll Ragnar Gunnarsson Elín Ragnarsdóttir Samúel Einarsson Sæmundur Rúnar Ragnarsson Hanna Bjarnadóttir Erla Björk Ragnarsdóttir Brent Beale og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Linda (Lillian) Andersen lést á F.S.A. 24. febrúar sl. Emil Magni Andersen Kolbjörg Margrét Jóhannsdóttir Sæmundur Hrafn Andersen Birgitta Hrönn Sæmundsdóttir Ottó Harðarson Dúi Kristján Andersen Elísabet Kristín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni H. Guðmundsson Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, s. 533 1088 & 898 5819. Guðmundur Árnason Júlíana Árnadóttir Lára Hrönn Árnadóttir Ari Jónsson Sigríður Árnadóttir Kenneth B. Clarke Haraldur Árnason Árni Árnason A. Íris Hjaltadóttir og afabörn. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, stjúpmóðir, amma og langamma, Hrefna Svava Þorsteinsdóttir, Sóleyjarrima 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstu- daginn 2. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Krabbameinsfélagsins. Eyjólfur Arthúrsson Unnur Úlfarsdóttir Gísli Árnason Þorsteinn Úlfarsson stjúpbörn og ömmubörn. Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Steinsdóttur, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Eysteinn Jónsson Jóna Þorgeirsdóttir Unnur Jónsdóttir Björn Jónsson Sigríður Ketilsdóttir Steinn Þór Jónsson Eva Þorkelsdóttir Elsa Jónsdóttir Jón Haukur Bjarnason Guðmundur Jónsson Þorbjörg Björnsdóttir Ólafur Jónsson Kristín Sigurðardóttir Sigurjón Jónsson Erla Sigurðardóttir Hannes Óli Jóhannsson og ömmubörn. 50 ára afmæli Ég verð fimmtugur þann 2. mars og held veislu í Sesseljuhúsi að Sólheimum þann 3. mars kl. 15.00. Kær kveðja, Haukur. 40 ára Kæru landsmenn nær og fjær. Þá er komið að því, hann Kristófer okkar Jóhannesson bílstjóri, skytta, kanínu/katta/hunda /hrossa/nautgripa og sauðfjár-hobbýbóndi er fertugur í dag. Óskum við honum til ham- ing ju með daginn,og fyrir þá sem eru búnir að týna númerinu þá er það 892-4278. Kveðja Faxe-verksmiðjan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.