Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 41
Guðfinnur Guðjón Sigurvins- son, fréttamaður á Ríkissjón- varpinu, heldur mikið upp á útvarp sem honum var gefið fyrir nokkrum árum og gamlan stól sem amma hans átti og hann ætlar sér að gera upp einhvern daginn. Guðfinnur fékk útvarpið sem er í uppáhaldi hjá honum í jólagjöf frá foreldrum sínum. „Þetta er svona Tivoli-útvarp og mér finnst það alveg ómissandi í eldhúsið,“ segir hann og bætir við að honum finnist útvarpið bæði fallegt og góður hljómur í því. „Það hefur þennan hljóm sem var í gömlu viðar- útvörpunum. Þegar ég hlusta á það endurupplifi ég svolítið stemning- una sem var í eldhúsinu hjá ömmu og afa í gamla daga þegar var verið að hlusta á hádegisfréttirnar.“ Annað sem er í dálitlu uppáhaldi hjá Guðfinni er lampi sem hann keypti í Epal. „Lampinn heitir Kartell og er svona glær og ofboðs- lega fallegur. Ég féll alveg fyrir honum strax og ég sá hann. Lamp- inn er til í svörtu og rauðu líka en ég vildi hafa hann glæran því að mér fannst lýsingin af honum lang- flottust þannig. Ég er með hann á skenk sem sjónvarpið er á og hann lýsir voða skemmtilega og það er alltaf gaman að hafa kveikt á honum.“ Guðfinnur á sér líka sérstakt uppáhaldshorn heima hjá sér þar sem hann les blöðin. „Í þessu horni er ég með blaðakörfu sem ég fékk í jólagjöf sem ég held að sé úr Tekk- húsinu og svona Barcelona-stól sem ég keypti í Heima en ég er alveg einlægur aðdáandi þeirrar hönnunar.“ Þó að Guðfinnur sé aðallega með nýja hluti á heimilinu hjá sér núna segist hann líka vera mjög hrifinn af gömlum hlutum. „Ég var að byrja í sambúð um áramótin þannig að ég tók eiginlega bara nýjustu hlutina með mér og margir af þeim hlutum sem mér þykir hvað vænst um sögunnar vegna eru í búslóðargeymslu. Í geymsl- unni á ég til dæmis gamlan stól sem var símastóllinn hennar ömmu minnar og ég ætla einn góðan veð- urdag að taka í gegn og bólstra upp á nýtt. Þar er líka svona grænn gamaldags vasi sem hún átti. Ég veit að einhvern tímann kemur að því að ég verð með þessa hluti heima hjá mér aftur,“ segir hann. Eins og í eldhúsinu hjá ömmu og afa FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.