Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 70

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 70
Vill leika í endurgerð Driving Miss Daisy Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarréttinn á þýsku Ósk- arsverðlaunamyndinni Das Leben der Anderen (Líf hinna) og La Sciencé des Rêves (Svefn- vísindin) eftir Michel Gondry. Ísleifur B. Þórhallsson segir það ekki síst fyrir tilstuðlan svonefnds hugmyndakassa á heimasíðu Græna ljóssins að hann tryggði sér réttinn á þess- um myndum. „Í hugmyndakass- anum getur fólk stungið upp á hvaða myndir það vill sjá í bíó og skemmst frá því að segja að þær myndir sem hafa verið nefndar hvað oftast eru þessar tvær,“ segir Ísleifur og bætir við að með þessum hætti geti áhorfendur, og séu raunar þegar farnir að hafa bein áhrif á dag- skrá Græna ljóssins og þar með úrvalið í kvikmyndahúsum hér á landi. Das Leben der Anderen er frumraun Florians Henckel von Donnersmarck. Sú mynd gerist í Austur-Þýskalandi á 9. ára- tugnum og segir frá njósnara innan austur-þýsku leyniþjón- ustunnar Stasi sem er falið að fylgjast með virtu og vinsælu pari úr leikhúslífinu. Eftir því sem hann „kynnist“ parinu nánar í gegnum hlerunarbúnað- inn heillast njósnarinn sífellt meir af parinu. Myndin hlaut Óskarsverðlaun á sunnudag sem besta erlenda myndin. La Science des Rêves er nýj- asta mynd Frakkans Michel Gondry, sem vakti fyrst á sér athygli fyrir myndbandagerð, til dæmis fyrir Björk. Hann hefur fest sig í sessi sem kvik- myndagerðarmaður með mynd- um á borð við Eternal Sunshine of The Spotless Mind. La Science des Rêves skartar þeim Gael Garcia Bernal og Charlotte Gainsbourg í aðalhlutverki og er ein þriggja mynda sem sýnd- ar verða á franskri kvikmynda- hátíð. Áhorfendur hafa sífellt meira vægi Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á BT Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þv í a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M Sk lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . HÖRKU HASARMYND FRÁ LEIKSTJÓRA NARC Sendu SMS skeytið JA SAF á númerið1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo! Vinningar eru:Miðar á myndina, fullt af Pepsi, DVD myndir og margt fleira FUMSÝND 2. MARS Meðal viðburða á listahá- tíðinni Pourquoi Pas? er frönsk kvikmyndahátíð sem hefst á laugardag. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og hefur aldrei verið stærri en nú. Myndir frönsku stjörnunn- ar Isabelle Huppert setja sterkan svip á hátíðina. Sem fyrr skipuleggur Alliance Française hátíðina, í samvinnu við Sambíóin, sendiráð Frakklands, Grapevine og Peugeot/Bernhard. Að minnsta kosti 40 myndir verða á sýndar en aldrei hafa fleiri myndir verið á dagskrár franskr- ar kvikmyndahátíðar hér á landi. „Í fyrstu ætluðum við að sýna 25 myndir en hátíðin vatt aldeilis upp á sig,“ segir Sigrún Lilja Guð- bjartsdóttir, kynningarstjóri Porquoi Pas? Sigrún segir að fjölbreytnin höfð að leiðarljósi við efnisval hátíðarinnar. „Við ákváðum að færa okkur umfang hátíðarinnar í nyt og hafa úrvalið sem fjölbreyti- legast. Þetta eru bæði nýjar mynd- ir og aðeins eldri. Þarna má finna afskaplega listrænar myndir og dramatískar, en líka gaman- og spennumyndir, til að sýna að flór- an í franskri kvikmyndagerð er afskaplega víðfeðm.“ Flestar myndanna verða með enskum texta, sem er nýbreytni að sögn Sigrúnar er nýbreytni því fram að þessu hefur aðeins brot af mynd- um hátíðarinnar verið textaðar. „Með þessu móti vildum við höfða til sem flestra og gera myndirnar aðgengilegri fleiri en þeim sem eru frönskumælandi.“ Leikkonan Isabelle Huppert setur sterkan svip á hátíðinni og leikur alls í níu myndum sem sýndar eru. Huppert er ein dáð- asta og virtasta leikkona heima- lands síns, til dæmis hefur engin önnur leikkona verið tilnefnd jafn oft til frönsku Cesar verðlaun- anna, tólf sinnum í það heila. Meðal mynda sem hún hefur leik- ið í eru Madame Bovary, 8 Femme og La Pianiste auk þess sem hún fór með aukahlutverk í hinni bandarísku I Heart Huckabees. Opnunarmynd hátíðarinnar er hin rómaða Paris Je T‘aime, sem samanstendur af átján örsögum eftir marga þekktustu kvikmynda- gerðarmenn heims í dag. Af ððrum athyglisverðum myndum má nefna gamanmyndina Hors De Prix með Audrey Tatou í aðalhlut- verki og Stríðsmenn fegurðar, eftir Pierre Coulibeuf með Ernu Ómarsdóttur dansara í aðalhlut- verki. Nánari upplýsingar um dag- skrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni fransktvor.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.