Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 12
Um helmingur finnskra
kjósenda vill að Matti Vanhanen,
forsætisráðherra Finnlands og
formaður Miðjuflokksins, verði
áfram forsætisráðherra eftir
þingkosningarnar í landinu um
miðjan mars. Þetta kemur fram í
skoðanakönnun sem dagblaðið
Helsingin Sanomat lét gera.
Þó að vinsældir Vanhanens hafi
aukist kemur einnig fram í könn-
uninni að Eero Heinäluoma, leið-
togi finnskra jafnaðarmanna, og
Jyrki Katainen, formaður Hægri
flokksins, halda svipuðum stuðn-
ingi og áður. Heinäluoma hefur
stuðning ellefu prósenta kjósenda
en Katainen sjö prósenta.
Vanhanen
haldi áfram
Forstjóri Baugs gaf
aldrei fyrirmæli um hvernig ætti
að bóka ákveðnar færslur í bók-
hald Baugs, að sögn Lindu
Jóhannsdóttur, fyrrverandi
fjármálastjóra Baugs.
Linda bar vitni fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær, og svaraði spurn-
ingum sækjanda og verj-
enda um bókhald Baugs, til
dæmis um meintar ólöglegar lán-
veitingar til stjórnenda Baugs og
fyrirtækja þeim tengdum.
Hún sagði Jón Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóra Baugs Group og
einn ákærðu í málinu, ekki hafa
gefið nokkur fyrirmæli um hvern-
ig ætti að bóka færslur í bókhaldi
félagsins, en hann er ákærður
fyrir að hafa staðið að lánveiting-
um úr Baugi til tengdra aðila.
Hún sagðist sjálf hafa ákveðið
að færa á ógreitt hlutafé Jóns
Ásgeirs, systur hans, föður og fyr-
irtækja þeim tengdum á viðskipta-
reikninga þessara aðila. Til þess
hafi hún ekki þurft nein fyrirmæli,
enda fjármálastjóri félagsins.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari í málinu,
spurði Lindu hvort hún hafi
vitað til þess að Baugur hafi
lánað fé á þeim árum sem hún
starfaði hjá fyrirtækinu, utan
við kreditkortaviðskipti í
verslunum félagsins.
„Nei, ég man ekki til
þess að við höfum verið
í lánastarfsemi,“ sagði Linda, og
sagði það sinn skilning að þær
færslur sem ákæruvaldið heldur
fram að séu ólögleg lán til stjórn-
enda félagsins og tengdra aðila séu
ekki lán heldur stöður á viðskipta-
reikningum viðkomandi.
Með ákveðnum færslum í bók-
haldi Baugs fylgdi fylgiskjal sem
skýrði færsluna sem lán. Spurð
um þetta sagði Linda að ekki megi
lesa of mikið í það, hún hafi útbúið
umrædd skjöl í töflureikni til að
hafa einhverja yfirsýn yfir færsl-
urnar, skjölin hafi verið fremur
stöðluð og orðið lán því þar inni.
Jón Ásgeir gaf
ekki fyrirmæli
Fyrrverandi fjármálastjóri Baugs segir forstjóra fé-
lagsins engin fyrirmæli hafa gefið um hvernig ætti
að bóka meint lán í bókhaldinu. Umræddar færslur
hafi ekki verið lán, og félagið ekki í lánastarfsemi.
BAUGS M Á L I Ð
FRUMKVÖÐLAVERÐLAUN
ICELANDAIR 2007
Icelandair leitar að samstarfsaðila með hugmynd að
vöru eða viðburði sem höfðað getur til erlendra
ferðamanna. Vöruna eða viðburðinn þarf að vera
hægt að bjóða upp á frá september 2007.
Sá er leggur fram bestu hugmyndina af þessu tagi
hlýtur nafnbótina Frumkvöðull Icelandair (Icelandair
Pioneer Award Winner) og verður afurðin sem slík
tekin undir verndarvæng Icelandair og markaðssett
erlendis á vefsíðum félagsins.
Verðlaunin eru 500.000 krónur og 10 farseðlar sem
gilda á leiðum Icelandair til að kynna vöruna eða
viðburðinn erlendis.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
59
01
0
2.
2
0
0
7
+ Tillögum skal skila í síðasta lagi þann 22. mars 2007, á einu A4-blaði,
á frumkvodull@icelandair.is eða póstsenda með utanáskriftinni:
Frumkvöðlaverðlaun Icelandair, Aðalskrifstofa Icelandair,
Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.
Maður á fimmtugs-
aldri var handtekinn á sveitabæ í
Rangárþingi ytra í gærmorgun
eftir að hann hafði hótað að drepa
fyrrverandi sambýliskonu sína.
Fimm menn úr sérsveit Ríkislög-
reglustjóra aðstoðuðu lögregluna á
Hvolsvelli og Selfossi við handtök-
una því vitað var að maðurinn ætti
skotvopn. Alls tóku tíu lögreglu-
menn þátt í að handtaka manninn.
Maðurinn og konan voru í sam-
búð en slitu samvistum fyrir
nokkru. Konan flutti þá til foreldra
sinna á næsta bæ. Maðurinn hafði
oftsinnis áreitt hana á síðustu
vikum. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli hafði maðurinn verið
ölvaður í nokkra daga og ítrekað
hótað henni símleiðis, en hún var
stödd í Reykjavík þegar maðurinn
var handtekinn. Konan var orðin
hrædd um líf sitt.
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli þorðu lögreglumenn á staðn-
um ekki annað en að kalla eftir
aðstoð sérsveitarinnar vegna þess
að skotvopn voru á bænum. Maður-
inn sýndi ekki mótþróa við hand-
töku. Lögreglan hefur áður þurft að
hafa afskipti af manninum, sem á
við áfengisvandamál að stríða.
Hann var færður í fangageymslur
á Selfossi, þar sem hann var látinn
sofa úr sér og var yfirheyrður í
gær.
„Hver skyldi nú vera
að hringja frá Havana?“ spurði
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
og bað um kaffibolla skömmu eftir
að símatími forsetans hófst í
útvarpinu í Venesúela á þriðjudag-
inn.
„Guð minn góður, það er Fidel,“
hrópaði hann síðan þegar ljóst var
að Fidel Castro frá Kúbu var á lín-
unni.
„Hvernig hefurðu það?“ spurði
Chavez og Castro sagðist hafa það
gott. „Ég er að ná mér. Mér finnst
ég vera kraftmeiri og sterkari og
ég hef meiri tíma til að læra. Ég er
orðinn námsmaður á ný,“ sagði
hann við Chavez.
Þeir spjölluðu saman í hálftíma,
sögðust báðir lesa mikið og vera
sífellt að læra meira. Þeir hrósuðu
hvor öðrum fyrir gott minni og
Castro sagði fréttir af verðhruni í
kauphöllunum í Kína og New York,
sem Chavez hafði ekki heyrt um
þegar símtalið átti sér stað.
Þeir sögðust báðir vera afar
bjartsýnir á framtíð byltingarinn-
ar og töldu greinilegt að kapítal-
isminn væri allur á undanhaldi.
Þátturinn var fluttur á Kúbu
skömmu síðar og aðdáendur
Castros í Havana voru himinlif-
andi. „Tónninn í rödd hans er full-
kominn,“ sagði til dæmis 46 ára
kona sem vinnur við tölvur og vildi
ekki gefa upp annað nafn en Santa
Elena.
Sorphirðumaður að nafni
Cebeno sagði samtalið við Chavez
sýna að Castro væri á góðum bata-
vegi og myndi „birtast á ný“.
Castro segist vera að ná sér
Stavros Dimas,
umhverfisráðherra Evrópusam-
bandsins, lýsti ánægju með nýja
stefnu Íslands í loftslagsmálum á
fundi með Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra í gær. Hann
sagði mikilvægt að tækniþekking
Íslendinga á nýtingu jarðhita yrði
aðgengileg og nýtt sem víðast í
heiminum. Það myndi gagnast vel
í baráttunni við loftlagsbreyting-
ar.
Á fundinum ræddu ráðherr-
arnir loftslagsbreytingar og þá
samninga sem framundan eru um
aðgerðir gegn losun gróðurhúsa-
lofttegunda eftir 2012, þegar
Kýótó-bókunin fellur úr gildi.
Íslandi hrósað
fyrir loftlagsmál