Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 88
Rík er sú tilhneiging hjá ráða-mönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það – þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður – sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. héldu margir – og halda kannski enn – að lífið eftir 11. september yrði aldrei eins og fyrir 11. september. Ég sé engan mun nema að maður er lengur að hökta í gegnum flugstöðvar. Samt fóru allir yfir um á tímabili. Lífs- skilyrði okkar áttu á versna, frelsið að gufa upp. Bjánalegar litamerkingar um yfirvofandi ógnir dundu á okkur úr fréttatímum og Víkingasveitin spúlaði bögglasendingar í atómsprengjugöllum. Allt bráðfyndið svona eftir á. vika var okkar 11. sept- ember. Nú voru það ekki framandi illmenni sem flugu á Tvíburaturna heldur framandi dónar sem ætluðu að gista í Bændahöllinni og hugsan- lega að eðla sig í snjóskafli. Tilhugs- unin var óyfirstíganlega hræðileg og því fóru allir – og þá meina ég „allir“ í merkingunni þeir sem tala hæst – yfir um. Hver um annan þveran fundu viðkvæmir karlar í ábyrgðarstöðum sig knúna til að segja okkur að þeir fyrirlitu hinn ónefnanlega óþverra, hvattir áfram af bálreiðum konum sem fóru á kostum í vitleysunni og hrærðu öllu saman í einn andstyggðargraut. skynsemi átti ekki séns í moldviðrinu og því fór sem fór. Árásinni var hrundið og meint víðsýnt og umburðarlynt nútíma- fólk gladdist innilega þegar óaf- sakanleg mannréttindabrot voru framin á sárasaklausum Evrópubú- um, sem höfðu framið þann eina glæp að hafa aðra lífsafstöðu en hinir víðsýnu Íslendingar. Já. Upplýsandi? Já. Knúinn áfram af húrrahrópum jákórsins og ímyndaðri stemningu (sjá könnun Fréttablaðsins á þriðju- dag) beit Steingrímur Joð hausinn af skömminni með „netlöggu“-tali sínu í Silfri Egils. Er maðurinn sem vildi halda áfram að banna bjór heppilegastur til að ákveða hvað má eða má ekki á netinu? atvik sýndi okkur ekki bara hvert staurblind pólitísk rétthugs- un getur leitt, heldur líka – þrátt fyrir blauta drauma um annað – hversu innilega lítið og lummulegt Ísland er. Hvar annars staðar hefði annað eins uppnám orðið út af engu? Jú, líklega í Færeyjum. Okkar 11. september LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR - félag laganema við Háskóla Íslands mmtudaga milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012 F ít o n / S ÍA - S v e n n i S p e ig h t * S k v . k ö n n u n IM G G a ll u p f e b - m a r s 2 0 0 6 Allt er gott sem endar vel Gott viðmót skiptir miklu máli. Af þeim sem hringdu í þjónustuver Vodafone voru 96,4% ánægðir með móttökurnar.* Við leggjum allan okkar metnað í að aðstoða þig eins vel og kostur er þannig að öll mál fái farsælan endi. 1414 – og vandamálið er úr sögunni Gríptu augnablikið og lifðu núna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.