Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Þetta eru eins metra langir kín-
verskir dúskar úr silki með
skemmtilegum hnútum sem ég
hef hengt utan á gluggana hjá
mér,“ segir Unnur Guðjónsdóttir,
formaður Kínaklúbbsins, sem
varð fyrir því óláni að þessari hag-
leikssmíð var stolið aðfaranótt
mánudags. Hinir bíræfnu þjófar
hafa þurft að leggja töluvert á sig
til að hafa þessa dúska af Unni og
verið að minnsta kosti tveir.
„Annar hefur stigið upp á glugga-
sylluna en hinn hefur þurft að
styðja við félaga sinn,“ útskýrir
Unnur, sem var að vonum sár yfir
þessum missi.
Formaðurinn hefur lagt tölu-
verða vinnu á sig við að skreyta
híbýli sín að kínverskum hætti,
orðið Kínaklúbbur er skrifað með
kínversku letri á gafl hússins og
svona mætti lengi telja. „Það væri
gott ef einhverjir hefðu haft veður
af þessu, séð þetta og gætu látið
mig vita því eflaust var þetta bara
gert í einhverjum galsa og gríni.
Kannski sjá einhverjir foreldrar
þetta inni í herberginu hjá krökk-
unum sínum og koma þessu til
mín,“ bætir Unnur við. Skömmu
eftir að Fréttablaðið hafði haft
samband gaf nágrannakona sig á
tal við Unni og sagðist hafa séð
umrædda þjófa. Þeir hefðu verið á
unglingsaldri og hún taldi annan
þeirra hafa verið í blárri peysu.
„Nú er bara fyrir foreldrana að
gaumgæfa vel hvort kínversk
gæðasmíði leynist ekki einhvers
staðar.“
Dúskarnir hafa prýtt hús Unnar
á Njálsgötunni síðastliðin sex ár
en hún festi kaup á þeim í Kína
árið 2000.
„En nú eru gluggarnir bara
tómir, mæna upp á Hallgríms-
kirkjuturn og biðja um aðstoð frá
æðri máttarvöldum,“ segir Unnur.
Og dúskarnir eru harðir af sér,
hafa þolað válynd veður á Íslandi
og bendir Unnur á að varla hafi
séð á þeim þrátt fyrir að hafa
verið úti allt árið um kring. „Ég
hef bara rétt tekið þá inn og greitt
úr mestu flækjunum.“
Unnur er að undirbúa ferð til
Kína í apríl og vonar heitt og inni-
lega að dúskunum verði komið á
réttan stað áður en ferðalagið
hefst. Og það var varla hægt að
hugsa sér verri byrjun á nýju ári
en samkvæmt tímatali Kínverja
hófst ár svínsins 18. febrúar. „Nei,
það er rétt. Samkvæmt þjóðtrúnni
er ár svínsins talið vera mjög gott,
það er síðast í röð dýrahringsins
en síðan hefst ár rottunnar sem
markar upphaf tólf dýra hrings-
ins. Og svínið hefur líka lengi
verið tákn heimilisins þannig að
þetta var alls ekki gott,“ segir
Unnur.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er
sænska leikkonan Liv Ullman hætt við að leik-
stýra kvikmyndinni A Journey Home eða Slóð
fiðrildanna sem byggð verður á samnefndri
bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar.
Ástæðan mun vera listrænn
ágreiningur en eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst var
Ullman ekki sátt með handrit
myndarinnar og sinnaðist við
skáldið.
Rithöfundurinn og athafnamaðurinn hefur
þegar skrifað nýtt handrit og því verið komið í
hendur þekkts leikstjóra í London sem er að
lesa það yfir og gæti tekið verkefnið að sér.
Annar leikstjóri bíður jafnframt spenntur eftir
að fá handritið til aflestrar.
Fréttablaðið greindi frá því í júní á síðasta
ári að tökum hefði verið frestað á myndinni
sökum deilna um handritið en þá hafði Ullman
tekið við handritinu frá Ólafi og breytt því. Á
þeim tíma vísuðu talsmenn Saga Film öllum
sögum um ósætti á bug og töldu að vinna í
handritinu hefði mátt vera meiri og þetta væri
allt í réttum farvegi. Við miklu var búist frá
Ullman og kom hún meðal annars í heimsókn
til Íslands og kynnti sér aðstæður fyrir mynd-
ina. Sænska leikkonan og leikstjórinn er hins
vegar stokkin frá borði en engan bilbug er að
finna hjá þeim á Saga Film enda telja innan-
búðarmenn þar að myndin sé í góðum og mun
meira spennandi farvegi en áður. A Journey
Home er ógnarstór mynd á íslenskan mæli-
kvarða en hjónakornin Paul Bettany og Jenni-
fer Connelly hafa þegar verið
ráðin til verksins. Connelly
hlaut Óskarinn fyrir túlk-
un sína á eiginkonu John
Nash í Beautiful Mind en
Bettany gerði Silas góð skil
í Da Vinci lyklinum.
Liv Ullman sinnaðist við skáldið Ólaf
Samkvæmt síðustu tölum hafa alls
fimm hundruð manns skráð sig í
Leitina, raunveruleikaþættina sem
ærslabelgjatríóið Strákarnir stjórn-
ar en þar verður reynt að finna arf-
taka þeirra í íslensku sjónvarpi.
Sigurlaunin eru ekki af verri end-
anum, sjónvarpsþáttur á sjónvarps-
stöðinni Sirkus. Inntökuprófin
verða 8. og 11. mars á Akureyri og í
Reykjavík. Ef að líkum lætur verð-
ur sennilega slegið met í þátttöku
raunveruleikaþátta á borð við Idol
og X-Factor því ekkert lát er á
skráningum.
Kristófer Dignus, guðfaðir
Strákanna, segir þessar tölur vera
framar öllum vonum og þeir hafi
alls ekki búist við þessu. „Við byrj-
uðum að auglýsa á föstudaginn og
að þetta sé staðan í dag er náttúru-
lega ótrúlegt,“ segir Kristófer sem
var með þá Pétur Jóhann, Auðun og
Sveppa í bílnum hjá sér. „Fólk var
að hneykslast á þáttunum hér áður
fyrr þegar þeir voru að pissa í sig
og drekka ógeðsdrykki en það er
greinilegt að allir vilja Strákarnir
vera,“ lýsir Kristófer yfir.
Auðunn Blöndal var hins vegar
ögn hófsamari og taldi þetta vera
til marks um það að fólk vildi hrein-
lega koma fram í sjónvarpi. „Við
vorum reyndar
að tala um það
hversu leið-
inlegt það
hefði
verið ef tólf manns hefðu skráð sig
og við þyrftum að henda tveimur
út,“ segir Auðunn og uppsker mik-
inn hlátur félaga sinna. „En við
erum náttúrlega í skýjunum yfir
þessu,“ bætir hann við.
Þættirnir ganga þannig fyrir sig
að fólk fær þrjár mínútur til að
sannfæra Strákana um tilverurétt
sinn í þáttunum. Eftir það verður
fækkað niður í þrjátíu og þurfa
hinir útvöldu að ganga mikla
þrautagöngu að hætti félaganna.
„Fólk má því bara undirbúa sig
fyrir að opinbera leynda hæfileika
sína,“ segir Auðunn.
Allir vilja Strákarnir vera
„Það er hafragrautur og lýsi.
Ég nota heila hafra sem ég
legg í bleyti kvöldið á undan
og íslenskt bygg líka. Þegar
ég stend upp úr rúminu fæ ég
mér reyndar fyrst mansjúrían-
sveppate. Stundum flýtur einn
banani með líka. Þá er maður
orðinn helvíti kraftmikill fyrir
daginn.“