Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 16

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fiskifélag Íslands hafði forgöngu um hvaladráp með loftárásum banda- ríska varnarliðsins fyrir hálfri öld. Með þessu átti að vernda reknet síldarsjó- manna á Faxaflóa. Nokkur hundruð hvalir voru drepn- ir á þennan hátt án sýnilegs árangurs. Fiskifélag Íslands hafði forgöngu um að bandaríski flotinn varpaði sprengjum á háhyrninga á síldar- miðunum í Faxaflóa árið 1956. Farnar voru ítrekaðar ferðir til drápanna með þeim árangri að hundruð dýra eru talin hafa verið drepin á þennan hátt. Þetta var „lokaatlaga“ að hvölunum eftir að íslenskir sjómenn höfðu drepið hvali með öllum tiltækum ráðum árin á undan. Ástæðan fyrir dráp- unum var sú að háhyrningarnir eyðilögðu reknet síldarsjómanna. Þetta er meðal þess sem rifjast upp við rannsókn kaldastríðsnefnd- arinnar svokölluðu á gögnum er varða öryggismál Íslands en dr. Hrefna Margrét Karlsdóttir sagn- fræðingur birti grein árið 1998 þar sem sagt er frá þessari tilraun til að fæla hvali af síldarmiðunum suðvestan við landið. „Háhyrning- urinn lagðist á netin og át úr þeim og við það eyðilögðust þau. Það varð enginn mælanlegur árangur af þessum loftárásum því háhyrn- ingurinn hélt auðvitað áfram að éta síld. Íslenskir sjómenn höfðu drep- ið háhyrning með ýmsu móti áður en þessi aðferð var reynd árin á undan; reyndar með aðstoð frá varnarliðinu,“ segir Hrefna sem hyggst birta ítarlega grein um „síldarstríðið“ á næstunni. Aðdragandinn að loftárásum Bandaríkjahers á háhyrningsvöð- ur eru skipulagðar árásir síldarsjó- mannanna sjálfra tveimur árum fyrr. Þá fékkst einnig stuðningur varnarliðsins með forgöngu Fiski- félags Íslands. Í september voru gerðir út 50 bátar frá Suðurnesjum og Reykjavík þar sem sjómennirn- ir voru vopnaðir eigin byssum en auk þess voru tveir varnarliðs- menn á hverjum bát vopnaðir vél- byssum. Á stuttum tíma var mikill fjöldi dýra drepinn og sjómennirn- ir greindu frá því síðar að sjórinn hefði verið blóðlitaður hvert sem litið var. Framtakið skilaði engu og því þótti reynandi að fæla háhyrn- inginn í burtu með loftárásum. „Mér skilst að notaðar hafi verið bæði venjulegar sprengjur og djúpsprengjur til að drepa háhyrn- inginn,“ segir Hrefna. „Heimildir benda til að nokkur hundruð háhyrningar hafi verið drepnir með þessum loftárásum sem lauk árið 1957.“ Sprengjum varpað á hvali „Grunnskólarnir hér í Maputó eru allir þrísetnir og sumir fjór- setnir þannig að skólahúsgögn sem gefin eru fyrir íslenskt fé verða sannarlega vel nýtt og börnin sitja ekki lengur á gólf- inu,“ segir Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Nýlokið er tilraunaverkefni ÞSSÍ og fræðsluyfirvalda í höf- uðborg Mósambík um endur- bætur á aðbúnaði grunnskóla í Mapútó. Verkefnið gaf það góða raun að viðræður um samstarfs- samning til nokkurra ára um slík verkefni standa yfir. Jóhann segir að síðastliðið haust hafi verið ákveðið að hefja þetta samstarf með því að láta smíða skólahúsgögn í tvo skóla. Að auki var komið upp salernis- aðstöðu við annan skólann, tíu vatnsklósettum. Forsaga þessa átaks er að fræðslustjóri Mapútóborgar kom síðastliðið haust með beiðni til ÞSSÍ um aðstoð við að búa nokkra grunnskóla húsgögnum og koma upp salernisaðstöðu við þá skóla sem verst voru staddir. „Hér í borginni eru ríf- lega hundrað grunnskólar og marga þeirra skortir sárlega húsgögn. Þegar við fórum að skoða skólana kom mér mest á óvart að þeir eru þrí- og fjór- setnir,“ segir Jóhann. Skólabörnum boðið til sætis Uppfyllir draum og lærir á píanó Með annarri hendinni Reykingafólk er líka fólk – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006 Hjartað slær í miðborginni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.