Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 77

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 77
Reggísveitin vinsæla Hjálmar ætlar að koma saman á nýjan leik á tónleikum á Nasa 17. mars næstkom- andi. Sveitin hætti störfum fyrir um það bil hálfu ári, eftir tveggja ára spilamennsku. „Ég fann það þegar ég var að heyra í mönnum úr öllum áttum að þetta var farið að kitla. Þegar maður er með þessa bakteríu þá er maður bara með hana,“ segir gítarleikarinn Guðmundur Kristinn Jónsson. Auk hans eru í sveitinni Svíarnir Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson og Petter Winnberg, ásamt þeim Þorsteini Einarssyni og Sigurði Halldóri Guðmunds- syni. Guðmundur Kristinn, eða Kiddi, útilokar ekki að Hjálmar haldi fleiri tónleika og hugsanlega semji ný lög. Segir hann að það muni allt koma í ljós en sem stendur nái plönin ekki lengra en að tónleikunum á Nasa. „Það hefur alltaf verið mikill þrýstingur á okkur að spila aftur saman. Þetta var búin að vera mikil törn þessi tvö ár sem við spiluðum og mikil vinna, sérstaklega fyrir Svíana. Þegar þeir koma þá er sofið í sófum þannig að þetta er ekkert lúxuslíf. Svo kemur að því að menn sakna þess að spila þó að það sé erfitt,“ hann. Hjálmar hafa gefið út tvær plötur sem nutu mik- illa vinsælda hér á landi. Sú fyrri, Hljóðlega af stað, kom út árið 2004 og var m.a. valin rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2005. Önnur plata Hjálma, sem var samnefnd sveitinni, var tekin upp á Flúðum og kom út haustið 2005. Hjálmar koma aftur saman Daniel Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn Harry Potter, var ákaft fagnað að lokinni frammi- stöðu sinni í leikritinu Equus sem var frumsýnt á West End í London fyrir skömmu. Þetta var í fyrsta sinn sem Radcliffe fór með aðalhlutverkið í leikriti og svo virðist sem hann hafi slegið rækilega í gegn í hlut- verki hestastráksins Alans Strang. Á meðal þeirra sem sáu frumsýn- inguna voru leikarinn Christian Slater, Bob Geldof og sjónvarps- maðurinn Graham Norton. „Dani- el stóð sig ótrúlega vel. Ég tek ofan fyrir honum,“ sagði Slater. „Hann breyttist gjörsamlega í Alan Strang. Hann er hugrakkur og ævintýragjarn. Ég hefði mjög gaman af að vinna með honum.“ Gagnrýnendur voru einnig hrifnir af frammistöðu Radcliffes og sögðu að hann hefði sannað að hann gæti í raun og veru leikið en athygli hefur vakið að Radcliffe kemur nakinn fram í leikritinu. Harry sló í gegn Nýkrýndur Óskars- verðlaunahafi, Martin Scorsese, ætlar að starfa með söngvara Rolling Stones, Mick Jagger, við gerð mynd- arinnar The Long Play. Scorsese mun leik- stýra myndinni og Jagger framleiðir ásamt Victoriu Pear- man. Hinn 63 ára Jagg- er fékk hugmyndina að myndinni fyrir nokkrum árum og ákvað að hrinda henni í framkvæmd. Handritshöfundur- inn William Monahan, sem er einnig nýkrýndur Óskars- verðlaunahafi fyrir The Departed, skrif- ar handritið. Scorsese og Jagg- er hafa áður starfað saman við heimild- armynd um Rolling Stones, sem er vænt- anleg síðar á þessu ári. Jagger, sem hefur sjálfur leikið í nokkrum kvikmynd- um, vann Golden Globe-verðlaunin árið 2005 fyrir lag sitt og Dave sStew- art í myndinni Alfie. Starfar með Jagger Hljómsveitirnar GusGus og Pett- er & The Pix halda útgáfutónleika á Nasa, laugardagskvöldið 24. mars. Þá fagnar GusGus útgáfu sinnar fimmtu hljóðversplötu, Forever, og Petter & The Pix fagn- ar útgáfu plötunnar Easily Trick- ed sem kom út undir lok síðasta árs. Forever kemur aftur á móti út næstkomandi fimmtudag. Miðasala á tónleikana hefst í dag, sama dag og Forever kemur í verslanir. Fer hún fram í verslun- um Skífunnar, BT Akureyri, Egils- stöðum og Selfossi og á midi.is. Miðaverð er 2.000 kr. í forsölu, en 2.500 kr. á tónleikadag á NASA. Takmarkað magn miða er í boði í forsölu. GusGus og Petter í mars Sendum í póstkröfu sé þess óskað, sími 564 6552

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.