Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 80
Hinn 65 ára gamli knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
Sir Alex Ferguson, segir að hann
muni stýra liði United að minnsta
kosti næstu tvær leiktíðir.
„Eftirlaunin geta beðið. Ég
hef ekkert að gera með þau næstu
tvö árin,“ sagði Ferguson sem
ætlaði sér að hætta með United
árið 2002 en hætti að lokum við
þá ákvörðun. Ekki voru allir sam-
mála því á þeim tíma en þeir
hinir sömu hafa væntanlega skipt
um skoðun enda er Ferguson
búinn að smíða enn eitt frábært
lið á Old Trafford.
Ferguson er á því að það verði
gott fyrir sitt lið ef Liverpool
tekst að slá út Barcelona í Meist-
aradeildinni.
„Liverpool verður sigur-
stranglegast í keppninni með
sigri og Barcelona á nánast
ómögulegt verkefni fyrir hönd-
um. Ef Barcelona dettur út þá
geta öll hin liðin farið að einblína
á úrslitaleikinn,“ sagði Fergie.
Áfram í tvö ár í viðbót
Svo gæti farið að David
Beckham yrði ekki eina enska
stjarnan í bandaríska boltanum
næsta vetur því New England
Revolution er á höttunum eftir
Robbie Fowler, framherja
Liverpool.
Samningur Fowlers, sem er 31
árs, við Liverpool rennur út í
sumar. Gamla Liverpool-hetjan
Steve Nicol er þjálfari Revolution
og hann staðfesti þessar fréttir í
gær.
„Fyrst af öllu er fjárhagslega
hliðin. Við erum búnir að tala
saman og hann er rétt byrjaður
að hugsa um málið,“ sagði Nicol,
sem lék með Fowler á sínum
tíma.
Ekki er talið líklegt að Fowler
fái nýjan samning hjá Liverpool.
Í fótspor Becks?
Eitt sterkasta kvenna-
landslið heims, Þýskaland, kemur
til Íslands í byrjun júní og leikur
tvo æfingaleiki við stelpurnar
okkar sem verða að undirbúa sig
fyrir undankeppni EM sem fram
fer í nóvember.
Stelpurnar eru núna staddar í
Tékklandi þar sem þær taka þátt í
sterku fjögurra liða æfingamóti
þar sem fyrsti leikurinn fer fram
í kvöld gegn heimastúlkum.
Þess má síðan geta að U-17 ára
lið kvenna er í Rúmeníu þessa
dagana þar sem það tekur þátt í
forkeppni Evrópumóts yfir
helgina.
Fær Þjóðverja
í heimsókn
Terrence Brown, sem
gegndi stöðu stjórnarformanns
West Ham áður en Íslendingarnir
keyptu félagið, hefur sagt sig úr
stjórn félagsins.
Hann mun engu að síður halda
titli sínum sem heiðursforseti
fyrir lífstíð hjá félaginu og á sitt
sæti á vellinum.
Brown hefur haldið með West
Ham allt sitt líf. Hann settist í
stjórn West Ham árið 1990 og
varð stjórnarformaður tveim
árum síðar.
Forveri Eggerts
hættir í stjórn
Opnar umboðsskrifstofu í Danmörku
Einn stærsti leikur
tímabilsins í þýsku úrvalsdeild-
inni var háður í gærkvöldi í
Kölnarena. Þar tók Gummersbach
á móti toppliði Flensburg og
þurftu Alfreð Gíslason og hans
menn nauðsynlega á sigri að halda
til að halda sér inni í toppbaráttu
deildarinnar.
Allir þrír Íslendingarnir hjá
Gummersbach, Guðjón Valur Sig-
urðsson, Róbert Gunnarsson og
Sverre Jakobsson voru í byrjunar-
liðinu og áttu ríkan þátt í sigri
sinna manna, 33-26.
Leikurinn byrjaði þó ekki vel
fyrir Alfreð og hans menn. Gest-
irnir tóku strax frumkvæðið í
leiknum, komust snemma í 3-1 og
svo 8-4. Sóknarleikur Gummers-
bach virtist handahófskenndur og
varnarleikurinn veikburða.
En eins og hendi væri veifað
snerist leikurinn þeim í hag. Vörn-
in small og markvarslan kom með.
Á fimm mínútum skoraði
Gummersbach sex mörk í röð og
breyttu stöðunni í 10-8.
Guðjón Valur var frábær á
þessum leikkafla og sýndi að hann
er með sjötta skilningarvitið þegar
að hraðaupphlaupum kemur.
Róbert gaf heldur ekkert eftir
og var besti maður vallarins í fyrri
hálfleik. Hann skoraði fimm mörk,
fiskaði tvö víti sem voru bæði nýtt
og fiskaði sömuleiðis mann út af.
Liðsfélagar Róberts voru duglegir
að gefa inn á línuna og hann nýtti
þær sendingar afskaplega vel.
Gummersbach náði frábærum
leikkafla um miðbik fyrri hálf-
leiks og skoraði tíu mörk gegn
einu frá Flensburg. Hjá gestunum
var hornamaðurinn magnaði, Lars
Christiansen, sá eini með lífs-
marki og hélt hann sínum mönn-
um á floti.
Undir lok hálfleiksins greip um
sig sama óðagotið og var í upphafi
leiksins og staðan í hálfleik 17-14.
Eftir hlé héldu heimamenn
uppteknum hætti. Guðjón Valur
og Róbert létu áfram til sín taka.
Frakkinn Daniel Narcisse hafði
hægt um sig í fyrri hálfleik en fór
svo hamförum í þeim síðari. Hann
skoraði fjögur mörk í röð og lagði
þar með grunninn að öruggum
sigri Gummersbach. Staðan var
29-22 þegar tíu mínútur voru til
leiksloka og ljóst að sigurinn var í
höfn. Lokatölur 33-26.
Markvörður Gummersbach,
Goran Stojanovic, átti frábæran
leik og varði gríðarlega vel.
Reyndar lék allt liðið afar vel og
ekki síst Íslendingarnir í
Gummersbach. Sverrir Jakobsson
stóð sína vakt gríðarlega vel í
vörninni, Guðjón Valur var marka-
hæstur með sjö mörk og Róbert
sex, eins og Narcisse og Alexand-
ros Alvanos.
Topplið Flensburg var einfald-
lega yfirspilað í leiknum og ljóst
að leikmenn liðsins vilja gleyma
þessum leik sem allra fyrst.
Alfreð og lærisveinar hans eru
nú komnir í bullandi toppbaráttu
og eiga nú góðan möguleika á
sjálfum deildarmeistaratitilinum.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach unnu gríðarlega mikil-
vægan sigur á toppliði Flensburg í Kölnarena í gærkvöldi, 33-26. Fyrir vikið er
Íslendingaliðið enn í baráttunni um meistaratitilinn í þýsku úrvalsdeildinni.
Haukar vörðu í gær
deildarmeistaratitil sinn í Iceland
Express deild kvenna með örugg-
um sigri á botnliði Hamars í
Hveragerði, 96-64. Þar með er
ljóst að Haukar mæta liði ÍS í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar
en tvær umferðir eru enn eftir af
deildinni.
Keflavík og Grindavík keppast
um annað sæti deildarinnar og þar
með heimavallarréttinn í sínu ein-
vígi í úrslitakeppninni en þar
stendur fyrrnefnda liðið mun
betur að vígi. Keflavík vann ÍS í
gær, 88-55, og Grindavík marði
sigur gegn Blikum, 76-72.
„Það er alltaf gaman að vinna
titla en það hefur verið langur
aðdragandi að þessu og við höfum
verið að undirbúa okkur fyrir
þetta,“ sagði Ágúst Björgvinsson,
þjálfari Hauka í gær. „Tímabilið
hefur verið gott. Við höfum unnið
alla leiki sem við höfum farið í hér
heima nema einn og kepptum í
erfiðri Evrópukeppni þar sem
okkur gekk betur í ár en í fyrra að
mínu mati. En stóri titillinn er
eftir og hann viljum við vinna
mest af öllum.“
Haukar deildarmeistarar
Lottomatica Roma, lið
Jóns Arnórs Stefánssonar, tapaði
illa fyrir Tau Ceramica frá Spáni í
16-liða úrslitum Euroleague,
Meistaradeildar Evrópu, í gær.
Jón Arnór átti ágætan leik, lék í
nítján mínútur og skoraði á þeim
tíma átta stig og tók þrjú fráköst.
Lottomatica sá aldrei til sólar í
leiknum og tapaði, 99-56, eftir að
hafa verið sextán stigum undir í
hálfleik, 48-32.
Slæmt tap hjá
Lottomatica
Blackburn vann í gær
ævintýralegan sigur á Arsenal í
síðari viðureign liðanna í 16-liða
úrslitum ensku bikarkeppninnar í
gær. Allt stefndi í að leikurinn
yrði framlengdur er Benni
McCarthy skoraði mark með
fallegu skoti á 87. mínútu
leiksins. Það verður því Black-
burn sem mætir Manchester City
í fjórðungsúrslitum keppninnar.
Næst verður leikið í bikarnum
þann 10. mars næstkomandi.
McCarthy með
sigurmarkið