Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 72
Guðjón Pétursson er matarunnandi af guðs náð. Hann fór að þreifa fyrir sér í eldhús- inu upp úr tíu ára aldri. „Mamma og pabbi voru og eru enn mjög mikið í sam- kvæmisdönsum. Þau fóru þess vegna oft út á einhver böll, og ég og eldri bróðir minn fengum þá að velja á milli þess að mamma hrærði eitthvað saman fyrir okkur, eða að hún keypti hráefnið og við elduðum sjálfir,“ sagði Guðjón. Matreiðslan höfðaði frekar til bræðranna, sem eru báðir miklir matgæðingar í dag. „Aðalrétturinn okkar er lasagna. Það er uppskrift sem við höfum eldað frá því að ég var tólf ára, en hún hefur þróast með árunum. Það fara alltaf skemmdari og skemmd- ari ostar í hana,“ sagði Guðjón og hló við. Hann starfar í Apple-búðinni, en heldur einnig úti lítilli uppskriftasíðu á netinu, undir titlinum Matar- gat. „Síðan kom nú aðallega til vegna þess að þegar ég prófaði eitthvað nýtt mundi ég aldrei eftir upp- skriftunum þegar ég ætlaði að grípa til þeirra aftur,“ útskýrði Guðjón. Frekari uppfærslna gæti þá verið von á síðunni, sem má finna á slóðinni web.mac.com/ gudjonp. Uppskriftin sem hann lætur lesendum Frétta- blaðsins í té er sprottin úr tveimur matarhefðum, þar sem ítalskt risotto mætir cajun-kryddi frá Louisiana. Guðjón heldur sjálfur upp á indverskan, taílenskan og ítalskan mat. „Og góða steik, auðvitað,“ bætir hann við. Eldunaraðferð fisksins gæti komið einhverjum spánskt fyrir sjónir, en Guðjón er þeirrar skoðunar að Íslendingar séu gjarnir á að ofelda fisk. „Hann á að vera svolítið mjúkur. Fiskur á ekki að vera þannig að þér finnist þú þurfa vatnsglas með,“ sagði Guðjón. „Ef fiskurinn er grafinn ofan í risottóið dugar hitinn til að elda hann alveg í gegn.“ Prófaðu... ...að kæla ost áður en þú rífur hann. Harðir ostar geta verið í frysti í allt að hálftíma, og mýkri ostar í kæli í um tuttugu mínútur. Þá á að vera mun auðveldara að rífa ostinn. Ostfíkill varð fyrir vonbrigðum með ostrur Í dag hefjast þemadagar í Vínbúðunum og standa út mars. Fókusinn er á Ameríku, eða réttara sagt tvö lönd sem eru fulltrúar norðursins og suðursins, Bandaríkin og Argentínu. Við fyrstu sýn virðast mér vínin á þemadögunum áhugaverðari en oft áður. Ódýrari vínin eru sum lækkuð óvanalega mikið. Bandarísku framleiðendurnir hafa eflaust séð markaðstækifærið í þemadögunum skýrar en margir kollegar þeirra. Mestan áhuga vekja þó dýrari vínin. Á sérlista er að finna mörg heimsþekkt vín. Nefna má Achaval Ferer frá Argentínu sem talið er eitt besta vínhús álfunnar. Annað áhugavert frá Argentínu er Dona Paula. Frá Bandaríkjunum má nefna Stag’s Leap, Gnarly Head, sem er nýtt á markaðnum, og hver stenst mátið að tékka á víni sem heitir Kenwood Jack London Zinfandel? Nánar um amerísku dagana síðar. Í síðustu viku hófst frönsk menningarveisla sem kölluð er Pourquoi pas? eða Hví ekki? Í tengslum við frönsku dagana mun Vínskólinn standa fyrir vínnámskeiðum um frönsk vín. Fyrstu námskeiðin verða 6. til 13. mars. „Vín tilheyrir menningu í Frakklandi og í Evrópu almennt og ber með sér skilaboð frá bændunum sem framleiða þau jafn mikið og kvikmynd eða tónlist bera skilaboð. Þess vegna bauð ég skipuleggjendunum að hafa þessi námskeið á dagskrá,“ segir Domin- ique Plédel Jónsson, skólastýra Vínskólans. „Svo er það að sjálfsögðu kjörið tækifæri til að kynna betur hvernig víngerð er í dag í Frakk- landi, þar sem markaðsöflin eru ekki eins kröftug og annars staðar. Frönsk vín eru hér eins og annars staðar í heiminum að rétta úr kútnum og menn eru að finna aftur að gæðin liggja þar og verðin eru ekki svo slæm. Ég valdi þessi svæði, Bordeaux, Rhône, Languedoc, Alsace og Bourgogne, vegna þess að þau eru vinsæl í dag á Íslandi og hafa margt einstakt að bjóða. Svo er ég að fara í vínsmökkunarferðir með hópa á þessar slóðir. Fyrstu ferðirnar hafa verið mjög vel heppn- aðar og opnað augu margra. Sama sagan hér, vín er annað en tilbúinn vökvi í stórum tönkum og bóndinn gefur því gildi. Ég er sannfærð um að frönsku vínin eiga bjarta framtíð hér, það þarf eiginlega að hvetja vínbirgja að bjóða betri og fleiri vín í Vínbúðunum og koma sér úr þessari alræmdu flatneskju sem margir hafa bent á að ríki þar. Því meira sem vínþekking og forvitni eykst, því meira af vínum frá Evrópu og sér í lagi Frakklandi verða á hillum vínbúðanna,“ segir Dominique en nánari upplýsingar má fá á vinskolinn.is og pourquoipas. is. Franskt og amerískt Pantarnir vegna fermingar- veislna streyma nú inn á veislu- þjónustur landsins, enda ferm- ingarvertíðin rétt handan við hornið. Skútan í Hafnarfirði, sem byrjaði sem lítið fjölskyldufyrir- tæki, hefur verið starfandi í þrjá- tíu ár, og hefur því mikla reynslu af fermingarveislum. Sigurpáll Örn Birgisson, yfirmatreiðslu- maður Skútunnar, segir æ fleiri velja að bjóða upp á létta rétti í veislunum. „Í dag virðast þemun vera létt- ur matur. Einföld steikarhlað- borð með tveimur steikum, eða smárétttaborð með skemmtileg- um snittum og léttum heitum réttum,“ sagði Sigurpáll. „Á árum áður voru köld hlaðborð og kaffi- hlaðborðin vinsælust. Þetta er náttúrulega allt í boði ennþá, en það er mun minna tekið af því,“ sagði hann. Hvaða veitingar verða fyrir valinu í fermingarveislum segir Sigurpáll helst miðast við hvort veislan sé haldin í sal eða heima- húsi og á hvaða tíma dags. „Marg- ir halda þessar veislur frá svona þrjú eða fjögur. Þessir léttu réttir henta mjög vel í það, og þeir standa líka vel fram eftir kvöldi,“ sagði hann. Veislulist, veisluþjón- usta Skútunnar, býður meðal ann- ars upp á parmaskinku með mel- ónu, kalkúnabringu með sultuðum lauk og lambalundir á spjóti með engifersósu. „Þetta er orðið svona evrópskara og krefst aðeins meiri matreiðslu af matreiðslumönn- um,“ sagði hann. „Þetta er svona tapas-stemning, sem hefur verið uppfærð fyrir Íslendinga.“ Léttari fermingarveislur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.