Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 18

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 18
fréttir og fróðleikur Verslunarmenn hafa verið í óða önn síðustu daga að búa sig undir lækkunina á virð- isaukaskatti sem tekur gildi í dag. Fyrir utan breytingar í tölvukerfi þarf að breyta verðmerkingu á hillum. Talið er að breytingarnar geti lækkað matarverð um átta prósent. Stór breyting á sér stað í matar- verði Íslendinga í dag þegar virð- isaukaskattur á matvörum og sæt- indum lækkar úr 24,5 eða 14 prósentum í sjö prósent, vörugjald verður fellt niður og opnað verður á möguleika á allt að fjörutíu pró- senta lækkun tolla á innfluttu, hráu kjöti. Breytingarnar hafa þegar komið til framkvæmda að hluta til. Þannig hafa matvöruverslanir á borð við Bónus og Krónuna þegar lækkað virðisaukaskattinn og í dag lækkar verðið enn frekar þegar vörugjöldin verða afnumin. „Virðisaukaskattslækkanirnar eru þegar komnar til fram- kvæmda,“ segir Gísli Sigurbergs- son, einn af kaupmönnunum í Fjarðarkaupum, en starfsmenn þar voru á lokaspretti við að breyta hillumerkingum í gær. „Þetta er mikið af verðbreyting- um, vel yfir tíu þúsund vörur sem við höfum þurft að breyta.“ Starfsmenn Fjarðarkaupa byrj- uðu að undirbúa verðbreytinguna á sunnudaginn var og hafa breytt verðinu hægt og rólega, bæði í tölvunni og á hillu. „Þetta er gríð- arlega skemmtilegt verkefni,“ segir Gísli. „Það er ánægjulegt að lækka verð og gera svona breyt- ingu sem gæti aukið kaupmáttinn þannig að fólk fái meira fyrir minna.“ Virðisaukaskattur á kjöti lækkar í dag en ekki er enn ljóst hvaða áhrif tollalækkunin mun hafa til lækkunar, bæði á innfluttu kjöti og sömuleiðis í samkeppninni. „Það er eins og enginn viti hvaða áhrif tollalækkunin hafi á lækkun verðs en það hlýtur að koma í ljós,“ segir hann. Matthías Guðmundsson, for- maður Félags kjúklingaframleið- enda, bendir á að kvótinn fyrir kjúklingabringur aukist úr 50 tonnum í 200 tonn og segir að það hljóti að hafa einhver áhrif á greinina en þó ekki stór. „Við reyn- um að bregðast við því, það er ekki mikið annað hægt að gera,“ segir hann. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, óttast að tollalækkunin skili ekki miklu. Magnaukning á kjötinnflutningi tryggi stöðugt framboð á kjöti, sérstaklega kjúklingi en ekki verði um „stórkostlegar verðlækkanir“ að ræða. „Þó að fjörutíu prósenta tollalækkun líti vel út þá er þetta afsláttur af svo hárri tölu að það vegur ekki nægilega þungt,“ segir hann. Ekki er víst að allar vörugjalds- breytingar skili sér strax í lægra vöruverði eða þar til vörur með vörugjaldi hafa klárast í verslun- um. Margir kaupmenn hafa reynt að lækka lagerstöðuna í slíkum vörum þannig að þeir geti sem fyrst, jafnvel strax, boðið upp á verð án vörugjalds. Í sumum til- vikum hafa birgjar líka lýst yfir að þeir taki vörugjaldsbreyting- una á sig og munu þeirra vörur því lækka í dag. Guðmundur segir að verð vegna niðurfellingar vörugjalda byrji að lækka í dag. „Það tekur nokkra daga að klára birgðir,“ segir hann og nefnir sem dæmi um lækkun- ina að gos og ávaxtasafar hafi borið átta króna vörugjald á hvern lítra. Sú lækkun komi til viðbótar við virðisaukaskattslækkunina. Ólafur Friðriksson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að verið sé að undirbúa reglugerð vegna afnáms tolla og tollkvóta, auglýsingu og úthlutun kvótanna. Það taki örfáar vikur en stefnt sé að því að klára það mál fyrir 20. mars. Í mars eigi að vera búið að úthluta. Hann segir það í höndum verslunarinnar hverju þetta muni skila til neytenda. Gaman að lækka matarverð 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 1 2 3 456 7 8 9 11 1210 Víðari en Wikipedia Vantaði nærri 400 milljónir FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.