Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 36

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 36
Þverskurður af tísku allt frá stríðsárunum í Kjóla- versluninni Fix. Á Skólavörðustígnum kennir ýmissa grasa. Þar eru gallerí, litlar og sniðugar búðir, veit- ingastaðir og kaffihús og margt sem fangar augað. Þar leynast þó einnig aðrir stað- ir sem láta minna yfir sér. Á göngu niður Skóla- vörðustíginn rekur maður augun í lítið skilti rétt við enda götunnar, á Skólavörðustíg 4ab, þar sem auglýstir eru ónot- aðir „vintage“ kjólar frá árunum 1940-1970. Á skiltinu er gamalt lógó, „Kjólaverslunin Fix,“ og liggur stígur frá skiltinu inn sundið í lítið bakhús. Þarna í litla skúrnum reynist vera falinn fjársjóð- ur. Dýrindis kjólar og hattar af öllum stærðum og gerð- um, hver öðrum fegurri. Kristín Magnúsdóttur er eigandi verslunar- innar. „Föðursystir mín, sem ég heiti í höfuðið á, gaf mér þennan lager. Hún setti þessa búð á stofn 1941 og rak hana í 33 ár. Fyrst var hún í Garða- stræti 2, síðan á Laugavegi 20 og endaði hér á Skólavörðu- stígnum.“ Föðursystir Kristínar hét Kristín Halldórsdóttir Eyfells og var hún mikil ævintýrakona. Hún rak Kjólaverslunina Fix í liðlega þrjá áratugi, en stundaði nám í fata- hönnun og hattagerð í San Fransisco á fimmta áratugnum. Á þeim tíma kynnt- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóhanni K. Eyfells myndhöggvara. Árið 1962 hóf hún nám í sálfræði í New York og útskrifaðist með BS-próf frá Flórída-háskóla í Gainesville og BFA- prófi í myndlist frá sama skóla árið 1964. Hún málaði einkum portrett- myndir og á síðasta ári var haldin sýn- ing á verkum hennar í Listasafni Reykjavíkur. Kristín bjó mestan part ævinnar í Bandaríkjunum en hélt áfram að reka verslun sína hér heima með dyggri aðstoð vinkvenna sinna. Þegar rennt er yfir kjólana í Fix sér maður í raun þverskurð af tísku síðustu ára og ekki er síst skemmtilegt að sjá karakterana sem búa í hverjum og einum kjól. Efnin í þeim eru ekki á hverju strái og líkt og Kristín kom inn á þá var vandað til verksins og margir þeirra handskreytt- ir. Hver kjóll er því einstakur í sinni röð. Kjólarnir hafa í raun fylgt Kristínu Magnúsdóttur frá fyrstu tíð og starfaði hún í búðinni sem unglingur á sumrin. Frænka hennar vildi að hún tæki við búðinni en Kristín hafði ekki áhuga á því en erfði lagerinn. Hún er búin að eiga hann í nokkur ár og hefur nú end- urvakið Kjólaverslunina Fix tímabund- ið og hyggst selja lagerinn. Hún opnaði búðina stuttu fyrir jól og hefur nú þegar stór hluti selst en enn sem komið er er töluvert eftir. Kristín bendir rétti- lega á að þar sem svona kjólar séu mjög vinsælir um þessar mundir sé minna og minna til af gömlum fötum í dag, sér í lagi ónotuðum. Kristínu langar því að auglýsa eftir myndum af kjólunum sem hún hefur þegar selt og biður eigendur þeirra vinsamlegast að senda sér þær á net- fangið kjolar@gmail.com. Fjársjóður frá fyrri tíð Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum. Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá. NÝTT Fáðu fæturnar mjúkar og fínar á aðeins 2 vikum með nýja , Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Maternity Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. • Neðanþvottaklútar fyrir þrútin og viðkvæm svæði • Olíugel, eykur teygjanleika húðarinnar og er tilvalið til að nudda uppúr • Næringarkrem sem eykur teygjanleika húðarinnar •Fótakrem sem léttir á þrútnum fótum Fæst aðeins í verslunum Lyf og heilsu og Árbæjarapóteki Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.