Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 55
Best að draga sverð úr slíðrum og verja sinn vaðal áður en
hvarf mitt inn í veröld súrrealism-
ans á sér endanlega stað. Í grein
frá 21. febrúar er Gunnar nokkur
argur yfir þeim vaðli sem ég bar á
borð fyrir almenning í umræðu
um skáldsöguna. Hann gerir þá
kröfu að menntun skili sér í formi
upplýsandi gagns fyrir almenning.
Það sætir undrun að enn skuli rætt
um almenning sem á að vera svo
skilningssljór massi skroppinn
öllu skynbragði á hin ýmsu lög lífs-
ins hvort sem þau varða fagur-
fræði eða fisk. Við erum almenn-
ingur, erum breytileg og höfum
ólíkar þarfir – getum jafnvel lesið
súrrealískan skáldskap ef út í það
er farið. Almenningur fer í háskóla
og hefur ekki þörf fyrir að talað sé
niður til hans. Hann skapar minn-
ingar, einmitt þær sem eiga sér
samastað hið innra. Þú getur átt
þér minningu úr veruleikanum og
síðan getur þú átt þér minningu
sem skapast eingöngu hið innra og
einmitt þar hvílir skáldskapurinn.
Það skemmtilega við tilveruna er
að þetta virðist samofið, og það
jafnt í eldhúsum sem og á öðrum
stöðum þar sem hugmyndir hafa
möguleika á að gerjast.
Löngum hefur verið rifist um
upphaf skáldsögunnar og er það
hin ágætasta deila sem ekki verð-
ur rakin hér. Don Kíkóti verið talin
hin fyrsta eiginlega skáldsaga en
einnig hafa komið kröftugar mót-
bárur við því og verið bent á mun
eldri verk frá 1. öld e.Kr. Það er
ekki einfalt að
njörva niður
upphaf skáld-
sögunnar né
nútímamanns-
ins og var held-
ur ekki ætlun
mín í fyrri hug-
leiðingu. Í hug-
myndasögunni
rís einstaklings-
eðlið í lok 18.
aldar og verður
verulega fyrir-
ferðarmikið upp úr því. Hægt er
að fjölyrða að það verða töluverð
skil í hugsun fólks með hinni heim-
spekilegu upplýsingu. Rétt er að
spyrja sig hvenær nútímamaður-
inn fæðist sem og hvernig hann
tengist þróun skáldsagnarforms-
ins. Skáldskapur er hluti af því að
draga andann og á meðan mann-
eskjan hefur náð að þenja sín
lungu þá hafa vætlað skáldskapar-
orð af vörum hennar. Ef við lítum á
skáldsagnargerð í dag og af hverju
hún er þessi stólpi í skáldskap, þá
er vert að líta til þeirra skila sem
verða í þróun einstaklingshyggj-
unnar og skynjunar einstaklings-
ins á sjálfum sér.
Ég tel borðliggjandi að þýðing-
ar auki vægi íslenskra bókmennta.
Þegar skáldverk er þýtt yfir á
íslensku þá er það þar með orðið
hluti af bókmenntum á íslensku og
íslenskum menningarheimi.
Íslenska skáldsagan verður ekki
til í tómarúmi og þarfnast speglun-
ar við heiminn. Það er nokkuð
ósanngjarnt að draga þrjár þýð-
ingar fram úr aragrúa bókmennta.
Þær þrjár sem ég nefndi, Saga
augans, Glerhjálmurinn og
Umskiptin, komu upp í hugann því
þær eru mér að skapi. Hamskiptin,
í vandaðri þýðingu Hannesar Pét-
urssonar er ófáanleg í dag, svo ég
viti til, og það að þýða skáldverk
aftur tel ég af hinu góða, gefur
okkur betri og fleiri möguleika á
að nálgast góðan skáldskap og vera
í stöðugum tengslum við verk sem
eiga það á hættu að falla í
gleymsku. Þýðingin gæti jafnvel
tekið upp á því að innleiða spegla
inn í hin íslensku eldhús.
Sú spurning sem vaknar og er
svaraverð snýst um mikilvægi
bókmenntafræði sem og annarra
hugvísinda. Vissulega er einn liður
fólginn í upplýsingu en ég er því
algjörlega ósammála að tilraunir
séu eitthvað sem eigi eingöngu
heima innan veggja háskóla. Listin
og fræði þeirra eru allsherjar til-
raun sem fleytir okkur áfram. Við
höfum þörf fyrir margs konar
miðlun og vil ég gjarnan að hún
flæði til mín á fleiri vegu en með
svokölluðum „sómasamlegum
hætti“ predikandi páfa. Þar sem
ég er hluti af meintum almenningi
þori ég að fullyrða að fleiri í þeim
hópi hafi þörf fyrir tilraunir í
fræðum og upplýsingamiðlun.
Snertiflötur gagnseminnar er víða
og mitt hrifnæma hjarta fagnar
því þegar gamlar ástir á bókmennt-
um og fræðum þeirra vakna.
Höfundur er bókmenntafræðingur
og læknaritari.
Frelsi til miðlunar – Gunnari svarað
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
SKÍÐA- OG
BRETTAÚTSALA
skíði · skór · bindingar · stafir · bretti og brettabúnaður · skíðafatnaður · brettafatnaður
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
36
49
9
02
/0
7
30-50% afsláttur