Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 42
Nú er skammdegið að baki og pottaplönturnar okkar geta nú á ný notið dagsbirtunnar sér til vaxtar og við- halds. Þetta er tíminn þegar mátulegt er að fara að skipta um mold á pottaplöntunum. Einkanlega þeim sem lengi hafa staðið í sömu mold og í sama potti í mörg ár og eru farnar að sýna afturkipp þess vegna. En það er samt ekkert algjörlega nauðsynlegt að skipta alveg um mold á öllum pottaplöntum árlega. Fyrst og fremst þurfum við bara að fylgjast með líðan þeirra. Á meðan þær sýna engin merki um svelti og afturför, heldur vaxa bara og dafna eðlilega, þurfum við ekki að vera með neitt umpottunarvesen. En samt er alltaf til bóta að fríska svolítið upp á mold- ina. Það er best að gera með því að skera þrjá til fjóra fleyga, eins konar „tertusneiðar“, meðfram pott- veggjunum, fjarlægja moldina sem kemur upp og fylla á með nýrri mold í skörðin. Þetta á fyrst og fremst við stórar plöntur í stórum pottum. Þegar um smærri og viðráðanlegar plöntur er að ræða er ein- faldara að lyfta öllum rótarkekkinum úr pottinum, skera ögn utan af rótunum og setja svo aftur í sama pott og fylla á með nýrri mold. Það má nota tækifær- ið og þvo pottana vel um leið til að losna við útfelling- ar og annað sem safnast hefur upp við pottbrúnirnar og gæti verið plöntunum til ama. Ef við þurfum að stækka við plönturnar er best að nota nýja potta sem eru tveim til þrem númerum stærri en þeir fyrri. Þegar umpotta þarf kaktusum eða öðrum plöntum með mikla gadda eða þyrna er gott ráð til að verjast þyrnunum að vefja saman dagblað og nota sem lykkju utan um plöntuna til að færa hana á milli potta. Snúið dagblaðinu þéttingsfast utan um plöntuna, látið hana gjarna liggja á hliðinni á meðan og notið þar að auki þykka hanska. Þá er tiltölulega auðvelt að athafna sig við það sem gera þarf. Plöntur af þessu tagi þurfa að standa í stöðugum og þungum pottum. Leirpottar henta best og ef yfirþunginn er mjög mikill, má vega á móti því með því að nota nokkra þunga steinmola sem eins konar ballest neðst og til hliðar í moldinni. Eitt verður ávallt að muna; undirskálarnar sem hafð- ar eru undir pottunum þurfa að hafa sama þvermál og pottarnir sjálfir. Annars eru þær ekki í stakk búnar til að taka við vatninu sem lekur gegn um moldina þegar vökvað er. Mörgum hættir til að halda að með því að nota smærri undirskálar taki plönturn- ar ekki eins mikið „borðpláss“, en það er misskilning- ur. Það er potturinn sjálfur sem ræður rýmisþörf- inni. Því miður má of oft á margri mublunni sjá afleiðingar þessa misskilnings. Vatnsskemmdir og blettir eru sjaldan til prýðis og venjulega er strembið að laga slíkt til fyrra horfs. Ef pottar og undirskálar fara ekki vel við híbýlastílinn er betra að nota potta- hlífar. Þær má fá af mörgum gerðum og venjulega er auðvelt að finna það sem hentar. En pottahlífar þurfa að vera vel rúmar utan um pottana og nauðsynlegt er að fylgjast með því að þær fyllist ekki af vatni. Lyftið plöntunum upp hálftíma eftir vökvun og skvettið burt því vatni sem safnast hefur fyrir. Sé pottahlífin of djúp má láta pottinn hvíla á trékubbi eða frauð- plastsbút. Jæja, skammdegið að baki, sagði ég. Far vel flensu- fár, kuldi og kröm. Nú er kominn tími til að umbuna sér fyrir það hversu vel manni tókst að þreyja þorr- ann! Og hvað er betur til þess fallið en státin hortens- ía sem svignar undan bústnum blómahnöttum í bleiku, bláu eða hvítu. Eiginlega er hún „góublómið“ sem birtist allt í einu í blómabúðunum um miðjan febrúar og heldur þar uppi „sjóinu“ langt fram á vor. Hortensían dregur nafn sitt af franskri konu sem var drottning í Hollandi á árunum 1808-1810. Þá var Hol- landi eiginlega stjórnað af Napóleóni Bónaparte Frakkakeisara. Sennilega er betra að segja fjarstýrt. Hortensa þessi, sem bar ættarnafnið de Beauharnais, var bæði stjúpdóttir Napóleóns og mágkona. Hún var dóttir Jósefínu, eiginkonu Napóleóns. En Napóleón var maður sem vildi hafa allt undir kontról og þess vegna stjórnaði hann því að Louis bróðir hans kvænt- ist Hortensu – og svo gerði hann Louis að kóngi í Hol- landi og ætlaðist til að þar myndi hann staðfesta hin frönsku yfirráð endanlega. En Louis var með múður og áleit sig frekar vera hollenskan kóng hollenskrar þjóðar heldur en franskan leppkóng. Það gekk ekki, fannst Napóleóni, svo að hann setti hann af. En þrátt fyrir aðstæður var þeim Louis og Hortensu vel tekið af Hollendingum. Og einmitt um þetta leiti var farið að setja þennan japanska runna, sem ber vísindaheit- ið Hydrangea macrophylla, á hollenska blómamark- aðinn. Hollendingar vildu heiðra drottningu sína með því að setja nafn hennar á þetta nýja og forvitnilega blóm. Það hefur haldist síðan víða um heim. En af Hortensu og Louis er það að segja, að eftir „afsetn- inguna“ skildu leiðir þeirra. Louis hraktist til Þýska- lands og síðan til Ítalíu. Þar dó hann 1846, hrjáður af ýmsum kvillum og heimsins raun. Hortensa sneri aftur til Frakklands og studdi stjúpa sinn þar til yfir lauk. Við fall Napóleóns var hún gerð landræk frá Frakklandi og lést í Sviss 1837. Eftir hana liggja nokkur sönglög og svo var hún móðir Napóleóns þriðja sem var býsna merkilegur kall. Blómið sjálft, hortensían eða hindarblómið, þarf að standa á björt- um og frekar svölum stað. Plantan þarf mikla vökv- un, jafnvel kvölds og morgna meðan hún er í blóma. Flottir svefnsófar geta komið sér vel þar sem plássið er ekki mikið. Svefnsófar verða sífellt vinsælli kostur þar sem þeir geta verið mjög hag- kvæm lausn þar sem lítið er um pláss. Ef algengt er að næturgestir séu á heim- ilinu getur verið ágætt að hægt sé að draga fram sófann svo einhverjir geti sofið í honum og eins getur svefnsófi verið tilvalinn í unglingaherbergið. Svefn- sófar eru misjafnlega veglegir og fyrirferðarmikilir og auðvelt er að finna bæði stóra og volduga sófa sem prýtt geta allar stofur og fislétta og fyrirferðar- litla sófa sem komast hvar sem er. Plássleysi ekki vandamál Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.