Fréttablaðið - 01.03.2007, Page 6
Tæp 49 prósent
þeirra sem afstöðu tóku í nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins segj-
ast vilja að Geir H. Haarde, forsæt-
isráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins, verði næsti
forsætisráðherra landsins. 51,4 pró-
sent karla nefna Geir en 45,6 pró-
sent kvenna. Þegar spurt var 7. nóv-
ember hvern fólk vildi sem næsta
forsætisráðherra sögðust 47,9 pró-
sent vilja að Geir héldi áfram.
Rúmur fjórðungur, eða 25,8 pró-
sent, segist vilja að Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri græns,
verði næsti forsætisráðherra. Lít-
ill munur er á afstöðu eftir kyni, en
26,8 prósent íbúa á höfuðborgar-
svæðinu nefna Steingrím og 24,3
prósent íbúa á landsbyggðinni. Í
könnun blaðsins í nóvember sögð-
ust 16,6 prósent vilja að Steingrím-
ur verði næsti forsætisráðherra.
18,5 prósent segjast vilja að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði
næsti forsætisráðherra. 16,7 pró-
sent karla og 20,5 prósent kvenna
nefna nafn hennar. Lítill munur er
á afstöðu eftir búsetu. Í könnun
blaðsins í nóvember nefndu 22,0
prósent nafn Ingibjargar Sólrúnar.
7,1 prósent vildi ekki að einhver
þeirra þriggja yrði næsti forsætis-
ráðherra og nefndi einhvern
annan.
Hringt var í 800 kjósendur sem
skiptust jafnt eftir kyni og hlut-
fallslega eftir kjördæmum. Spurt
var; Hver af eftirtöldum vilt þú að
verði næsti forsætisráðherra? Geir
H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir eða Steingrímur J. Sigfús-
son? 77,6 prósent tóku afstöðu til
spurningarinnar.
Tæpur helmingur vill Geir
Allir sem ráðnir eru til
starfa hjá KFUM og -K skrifa upp
á beiðni til sakaskrár ríkisins um
að félaginu verði afhentar allar
upplýsingar um viðkomandi af
sakaskránni.
Ragnar Snær Karlsson hjá
KFUM segir að þegar menn sæki
þar um starf, til dæmis í sumar-
búðunum, gangist þeir undir að
félagið megi afla upplýsinga um
þá hjá sakaskránni.
„Þegar viðkomandi er síðan
ráðinn skrifar hann undir bréf
sem er sent til sakaskrárinnar. Þá
kemur allt saman fram, líka þeir
hlutir sem venjulega fyrnast á
sakavottorðum,“ segir Ragnar og
vísar hér til þess að á venjulegum
sakavottorðum komi brot ekki
fram að tilteknum tíma liðnum.
Dæmi um þetta er að brot kyn-
ferðisbrotamanns sem setið hefur
í fangelsi kemur ekki fram á hefð-
bundnu sakavottorði eftir að fimm
ár eru liðin frá því hann er látinn
laus.
Að sögn Ragnars hefur enn
enginn umsækjandi mótmælt því
að gefa upplýsingar um sig af
sakaskrá.
„Fólk tekur þessu mjög vel og
er ánægt með að þetta skuli gert
því það sýnir að það er ákveðin
festa til staðar,“ segir Ragnar og
upplýsir að sú regla sé í gildi að
hætti starfsmaður og byrji aftur
sé aftur kallað eftir nýjum upplýs-
ingum úr sakaskránni.
Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ, segir að fyrir
nokkrum árum hafi komið upp sú
umræða innan hreyfingarinnar að
krafist yrði sakavottorða.
„En ÍSÍ hefur ekki boðvald yfir
mannaráðningum félaganna
þannig að við ákváðum að gera
ekkert í þessu þá,“ segir Stefán og
bendir á að upp undir áttatíu pró-
sent félagsmanna ÍSÍ eru yngri en
sextán ára.
„Við erum með barnahreyfingu
í höndunum og þurfum alltaf að
vera á varðbergi. Þjálfarar hafa
verið sakaðir um áreitni og þess
vegna höfum við lagt áherslu á að
allir séu vakandi. Við höldum for-
mannafundi með forystumönnum
íþróttahreyfingarinnar á hverju
ári og það kæmi mér ekkert á
óvart að við myndum ræða þetta
mál þar,“ segir Stefán Konráðs-
son.
Skoða sakavottorð
nýrra starfsmanna
Samkvæmt starfsreglum hjá KFUM og -K er sakaferill allra starfsmanna skoð-
aður við ráðningu. Engar samræmdar reglur eru hjá ÍSÍ um skoðun á bak-
grunni starfsfólks íþróttafélaga. Framkvæmdastjórinn segir menn á varðbergi.
Nýverið var þingfest í
Héraðsdómi Reykjaness mál á
hendur rúmlega tvítugum manni
fyrir að hafa haft í vörslu sinni
418 e-töflur ætlaðar til söludreif-
ingar.
Forsaga málsins er sú að faðir
mannsins keypti tvö grömm af
hassi hinn 14. júlí á síðasta ári og
seldi öðrum manni það síðar
sama dag með 1.000 króna
hagnaði.
Var hann þá handtekinn fyrir
fíkniefnasölu.
Lögreglan gerði í kjölfarið
húsleit á heimili hans. Þar
fundust 11,44 grömm af mjólkur-
sykursdrýgðu amfetamíni í
fórum eiginkonu hans, auk e-
taflanna sem sonur hans er
ákærður fyrir vörslu á, en þau
búa öll á sama stað.
Tekinn ásamt
foreldrunum
Aðalfundur SPRON verður haldinn
í Borgarleikhúsinu við Listabraut
í Reykjavík fimmtudaginn 8. mars
2007 og hefst hann kl. 16.15.
Komin er fram ósk um hlutfallskosningu til
stjórnarkjörs á aðalfundinum. Framboðslistum
skal skilað til stjórnar fyrir kl. 17.00 mánudaginn
5. mars á skrifstofu sparisjóðsins, Ármúla 13a.
Framboðslistum skulu fylgja meðmæli fimm
stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir
á fundarstað í fundarbyrjun.
Reykjavík, 1. mars 2007
Sparisjóðsstjórnin
Aðalfundur
SPRON 2007
A
R
G
U
S
/
0
7
-0
1
7
4
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra fundaði með Thabo Mbeki, forseta Suður-
Afríku, á síðasta degi opinberrar heimsóknar til
landsins í gær. Valgerður ræddi um orkumál og
viðskipti við forsetann og möguleika á tvíhliða
samningum sem íslensk stjórnvöld hafa áhuga á að
gera við landið.
„Fundurinn með Mbeki forseta var sérstaklega
eftirminnilegur,“ segir Valgerður. „Við ræddum
ástandið í Afríku og þá ímynd sem heimsálfan hefur í
Evrópu og þá staðreynd að dökk mynd er dregin upp
af álfunni almennt. Vissulega eru hér mörg vandamál
en ekki síður mörg tækifæri og mikill uppgangur og
framfarir á mörgum sviðum.“ Valgerður segir að
viðskiptalífið sé að taka við sér í Suður-Afríku og þar
sé hagvöxtur, ólíkt því sem gerist víða annars staðar.
„Það eru því viðskiptatækifæri hérna, það er ekki
nokkur vafi á því.“
Valgerður segist hafa minnst á það við Mbeki
forseta að Afríka væri frábrugðin því sem hún hafði
gert sér í hugarlund fyrirfram. „Það mun hafa áhrif á
það hvernig ég mun taka á málum sem varða Afríku
til framtíðar.“ Valgerður segir jafnframt að sín fyrsta
heimsókn til álfunnar muni skilja eftir afar jákvæðar
minningar og ekki sé það síst vegna hversu fólkið er
gott heim að sækja.
Ertu hlynnt(ur) hugmyndum
um netlögreglu?
Á að refsa fyrir brot á
skógræktarlögum?
Deiliskipulag um
tengibraut við Álafosskvos var
dregið til baka af bæjarstjórn
Mosfellsbæjar í gær. Stjórnin
samþykkti þetta einróma.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingamála hafði áður stöðvað
framkvæmdirnar með bráða-
birgðaúrskurði. Í honum var bent
á að ekki hefði verið gert ráð fyrir
mótvægisaðgerðum vegna
mengunar í skipulagið.
Í samtali við RÚV sagði
Ragnheiður Ríkarðsdóttir
bæjarstjóri að í nýju skipulagi
verði leitast við að skýra betur
mótvægisaðgerðir vegna mengun-
ar sem tengibrautinni fylgir.
Hefur frestað
framkvæmdum