Fréttablaðið - 01.03.2007, Síða 88
Rík er sú tilhneiging hjá ráða-mönnum að bregðast við
aðsteðjandi vanda með því að
skerða mannréttindi borgaranna.
Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á
er að pakka í vörn, gefast upp fyrir
heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg
sé komið af hinu hræðilega frelsi og
að það – þ.e. fólkið sem við kusum í
ábyrgðarstöður – sé eitt fært um að
hugsa fyrir heildina og leysa málin.
héldu margir – og halda
kannski enn – að lífið eftir 11. september
yrði aldrei eins og fyrir 11. september.
Ég sé engan mun nema að maður er
lengur að hökta í gegnum flugstöðvar.
Samt fóru allir yfir um á tímabili. Lífs-
skilyrði okkar áttu á versna, frelsið að
gufa upp. Bjánalegar litamerkingar um
yfirvofandi ógnir dundu á okkur úr
fréttatímum og Víkingasveitin spúlaði
bögglasendingar í atómsprengjugöllum.
Allt bráðfyndið svona eftir á.
vika var okkar 11. sept-
ember. Nú voru það ekki framandi
illmenni sem flugu á Tvíburaturna
heldur framandi dónar sem ætluðu
að gista í Bændahöllinni og hugsan-
lega að eðla sig í snjóskafli. Tilhugs-
unin var óyfirstíganlega hræðileg
og því fóru allir – og þá meina ég
„allir“ í merkingunni þeir sem tala
hæst – yfir um. Hver um annan
þveran fundu viðkvæmir karlar í
ábyrgðarstöðum sig knúna til að
segja okkur að þeir fyrirlitu hinn
ónefnanlega óþverra, hvattir áfram
af bálreiðum konum sem fóru á
kostum í vitleysunni og hrærðu öllu
saman í einn andstyggðargraut.
skynsemi átti ekki
séns í moldviðrinu og því fór sem
fór. Árásinni var hrundið og meint
víðsýnt og umburðarlynt nútíma-
fólk gladdist innilega þegar óaf-
sakanleg mannréttindabrot voru
framin á sárasaklausum Evrópubú-
um, sem höfðu framið þann eina
glæp að hafa aðra lífsafstöðu en
hinir víðsýnu Íslendingar.
Já. Upplýsandi?
Já. Knúinn áfram af húrrahrópum
jákórsins og ímyndaðri stemningu
(sjá könnun Fréttablaðsins á þriðju-
dag) beit Steingrímur Joð hausinn
af skömminni með „netlöggu“-tali
sínu í Silfri Egils. Er maðurinn sem
vildi halda áfram að banna bjór
heppilegastur til að ákveða hvað
má eða má ekki á netinu?
atvik sýndi okkur ekki bara
hvert staurblind pólitísk rétthugs-
un getur leitt, heldur líka – þrátt
fyrir blauta drauma um annað –
hversu innilega lítið og lummulegt
Ísland er. Hvar annars staðar hefði
annað eins uppnám orðið út af
engu? Jú, líklega í Færeyjum.
Okkar
11. september
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR
- félag laganema við Háskóla Íslands
mmtudaga
milli 19:30 - 22:00 í síma 551-1012
F
ít
o
n
/
S
ÍA
-
S
v
e
n
n
i
S
p
e
ig
h
t
*
S
k
v
.
k
ö
n
n
u
n
IM
G
G
a
ll
u
p
f
e
b
-
m
a
r
s
2
0
0
6
Allt er gott
sem endar vel
Gott viðmót skiptir miklu máli. Af þeim sem hringdu í
þjónustuver Vodafone voru 96,4% ánægðir með
móttökurnar.* Við leggjum allan okkar metnað í að
aðstoða þig eins vel og kostur er þannig að öll mál fái
farsælan endi.
1414 – og vandamálið er úr sögunni
Gríptu augnablikið og lifðu núna