Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 41

Fréttablaðið - 01.03.2007, Side 41
Guðfinnur Guðjón Sigurvins- son, fréttamaður á Ríkissjón- varpinu, heldur mikið upp á útvarp sem honum var gefið fyrir nokkrum árum og gamlan stól sem amma hans átti og hann ætlar sér að gera upp einhvern daginn. Guðfinnur fékk útvarpið sem er í uppáhaldi hjá honum í jólagjöf frá foreldrum sínum. „Þetta er svona Tivoli-útvarp og mér finnst það alveg ómissandi í eldhúsið,“ segir hann og bætir við að honum finnist útvarpið bæði fallegt og góður hljómur í því. „Það hefur þennan hljóm sem var í gömlu viðar- útvörpunum. Þegar ég hlusta á það endurupplifi ég svolítið stemning- una sem var í eldhúsinu hjá ömmu og afa í gamla daga þegar var verið að hlusta á hádegisfréttirnar.“ Annað sem er í dálitlu uppáhaldi hjá Guðfinni er lampi sem hann keypti í Epal. „Lampinn heitir Kartell og er svona glær og ofboðs- lega fallegur. Ég féll alveg fyrir honum strax og ég sá hann. Lamp- inn er til í svörtu og rauðu líka en ég vildi hafa hann glæran því að mér fannst lýsingin af honum lang- flottust þannig. Ég er með hann á skenk sem sjónvarpið er á og hann lýsir voða skemmtilega og það er alltaf gaman að hafa kveikt á honum.“ Guðfinnur á sér líka sérstakt uppáhaldshorn heima hjá sér þar sem hann les blöðin. „Í þessu horni er ég með blaðakörfu sem ég fékk í jólagjöf sem ég held að sé úr Tekk- húsinu og svona Barcelona-stól sem ég keypti í Heima en ég er alveg einlægur aðdáandi þeirrar hönnunar.“ Þó að Guðfinnur sé aðallega með nýja hluti á heimilinu hjá sér núna segist hann líka vera mjög hrifinn af gömlum hlutum. „Ég var að byrja í sambúð um áramótin þannig að ég tók eiginlega bara nýjustu hlutina með mér og margir af þeim hlutum sem mér þykir hvað vænst um sögunnar vegna eru í búslóðargeymslu. Í geymsl- unni á ég til dæmis gamlan stól sem var símastóllinn hennar ömmu minnar og ég ætla einn góðan veð- urdag að taka í gegn og bólstra upp á nýtt. Þar er líka svona grænn gamaldags vasi sem hún átti. Ég veit að einhvern tímann kemur að því að ég verð með þessa hluti heima hjá mér aftur,“ segir hann. Eins og í eldhúsinu hjá ömmu og afa FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.