Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 38
Á Vatnsstíg var á dögunum opnuð tískuvöruverslun fyrir konur. Þetta er fyrsta búð hönnuðanna Munthe og Sim- onsen utan Skandinavíu. Fullt var út úr dyrum er tískuvöru- verslunin Munthe plus Simonsen var opnuð á Vatnsstíg 3. Hönnuð- urnir Munthe og Simonsen voru viðstaddar enda stórviðburður í þeirra lífi. „Þetta er fyrsta verslun- in sem við opnum utan Skandinavíu, en fyrir rekum við eina verslun í Kaupmannahöfn, aðra í Árósum, og eina í Stokkhólmi,“ segir Naja Munthe. „Við stofnuðum fyrirtækið 1994 og síðan þá höfum við hægt og þétt stækkað og nú fást vörur okkar í yfir 200 búðum í 21 landi.“ Þá vaknar hin klassíska spurn- ing af hverju Ísland hafi orðið fyrir valinu fyrir búð sérstaklega ætlað- ar vörum þeirra? „Það eru tvær ástæður. Annars vegar vegna þess að Reykjavík er einstök að því leyti hversu tískuvitund Reykvíkinga er á háu stigi. Maður sér fleiri sem ganga í hátískufötum hér en í allri Danmörku,“ segir Karen Simonsen og bætir svo við hlæjandi: „Það og að Dagmar Una Ólafsdóttir og Ásdís Smith vildu endilega fá okkur hing- að.“ Verslunin hér er fyrsta Munthe plus Simonsen-búðin sem ekki er í eigu Munthe og Simonsen sjálfra. „Við vorum búnar að ganga með það í maganum lengi að opna búð og við vissum af Munthe plus Simon- sen. Þegar tækifærið gafst fengum við bróður okkar í lið með okkur ásamt mömmu og slógum til,“ segir Dagmar Una. Verslunin verður ekki lengi sú eina sem ekki er í eigu sjálfra hönn- uðanna. Í bígerð er að opna verslan- ir í Moskvu, Tókýó og Dúbaí, þannig að Reykjavík er í fríðu föruneyti þar. Vörurnar frá Munthe plus Sim- onsen eru fyrst og fremst kvenleg- ar að sögn Simonsen og Munthe. Þær henta fyrir konur á öllum aldri en flíkurnar eru flestar léttar og þægilegar og það er óneitanlega eitthvað sér skandinavískt við þær. Verslunin er eins og áður segir á Vatnsstíg 3 en flíkur Munthe plus Simonsen er hægt að skoða á heima- síðunni www.muntheplussimonsen. com. Dönsk útrás í Reykjavík Smáralind, sími 528 8800, www.drangey.is 25% afsláttur af dömu- og herra leðurhönskum í mars. Gríptu tækifærið! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI KIDS Fæst í apótekum og verslunum um land allt. Kids 2 in 1 Shampoo, Kids Bath & Shower, Kids Conditioner, Kids Shampoo Kids línan miðar að því að gera þvott skemmtilegan fyrir börn, líflegu útliti og góðum ávaxtailm. Vörurnar eru sérstaklega þróaðar fyrir viðkvæma húð og hár barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.