Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 8
Texti sem Jónína Bene- diktsdóttir hefur skrifað um Baugs- málið á bloggsíðu sína hefur verið lagður fram í Baugsmálinu og var borinn undir Jónínu þegar hún bar vitni í gær. Lögmaður eins ákærða segir að þær segi allt sem segja þurfi um trúverðugleika hennar sem vitnis. „Ég var ekki sátt við þessa menn, mér finnst þeir ekki hafa komið vel fram við mig,“ sagði Jónína þegar Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissak- sóknari í málinu, spurði hana hvort hún bæri kala til Jóhannesar Jónsson- ar, Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og Tryggva Jóns- sonar, en tveir síðastnefndu eru ákærðir í málinu. Í samtali við fjölmiðla eftir að hún bar vitni sagði Jónína að í dag skiptu þessir menn sig engu máli. Jónína sagðist í gær hafa átt þátt í að koma Jóni Gerald Sullen- berger, einum ákærðu, í samband við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, sem þá var starfandi lögmaður. Hún hafi þó ekki heyrt af því að Jón Gerald ætlaði með gögn sín um Baug til lögreglu fyrr en daginn áður en hann lét verða af því, og hún hafi frekar latt hann en hvatt til að fara þessa leið. Fyrir dóminum í gær staðfesti Jónína að hún hafi sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgun- blaðsins, tölvupóst sem vitnað var til í Fréttablaðinu 24. september 2005, undir fyrirsögninni „Eyddu fingraförum Morgunblaðsins“, en sagði samhengið vanta þar sem á undan og eftir hafi komið samtöl sem Fréttablaðið hafi ekki haft aðgang að. Í póstinum segir Jónína að Jón Gerald sé illur út í feðgana, vænt- anlega Jón Ásgeir og Jóhannes, og vilji helst „kála þeim“. Hún spyr Styrmi hvort hann geti talað við „Davíð“ til að róa Jón Gerald. Jónína staðfesti í gær að átt sé við Davíð Oddsson. Í samtali við fjölmiðla sagði Jónína að hún hafi viljað að Davíð sann- færði Jón Gerald um að stjórnmálin tengist ekki dómstól- unum, en hún hafði áhyggjur af tengslum Baugs við Davíð í gegn- um Hrein Loftsson, stjórnarfor- mann Baugs og fyrrverandi aðstoðarmann Davíðs. Sigurður Tómas spurði Jónínu um dvöl hennar um borð í skemmtibátnum Thee Viking. Hún var í sambúð með Jóhannesi Jónssyni frá árinu 1999 til 2001 og kom því nokkrum sinnum á bátinn, auk þess sem hún sagðist hafa farið eftir það og hitt Jón Gerald. Hún sagðist hafa vitað að Jón Ásgeir og Jóhannes hafi átt bátinn með Jóni Gerald, eins og þá tvo báta sem á undan komu. Bloggfærslur lagðar fram Trúverðugleiki Jónínu Benediktsdóttur sem vitn- is verður meðal annars metinn út frá færslum á bloggi hennar. Hún sagðist í gær hafa verið ósátt við Baugsmenn, en í dag skipti þeir hana engu máli. BAUGS M Á L I Ð HVERNIG BORÐAR MAÐUR MEIRI TREFJAR? Flest okkar hafa gott af því að borða meiri trefjar. Fullorðnir ættu að borða a.m.k. 25 grömm af trefjum á dag, en að meðaltali borðum við ekki nema 16,7 grömm*, eða aðeins 2/3 af ráðlögðum dagskammti. Þó við Íslendingar höldum að við séum best á öllum sviðum hafa rannsóknir sýnt að við stöndum okkur alls ekki nógu vel þegar kemur að neyslu trefja. En það er auðvelt að bæta sig – ef þú borðar Kellogg’s All–Bran á hverjum degi færðu næstum helming af ráðlögðum trefjaskammti, sem hjálpar þér að halda meltingunni í góðu lagi. Laus við þembu, þyngsli og doða líður þér vel innan sem utan. Fáðu þér gómsætt Kellogg’s All–Bran, Sultana Bran eða Bran Flakes og vertu bestur ... í trefjum! *Skv. Lýðheilsustöð F í t o n / S Í A George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lauk í gær sjö daga heimsókn sinni í Suður-Ameríku. Ofbeldisfull mótmæli einkenndu ferðina sem virðist aðallega hafa verið táknræn og til þess að bæta tengsl við álfuna þar sem engir nýir samningar voru gerðir. Undanfarin ár hafa vinstrisinn- aðir leiðtogar komist til valda víða um Suður-Ameríku, oft með mál- flutningi sem beinist gegn stjórn- völdum í Bandaríkjunum. Meðan á heimsókn Bush stóð ferðaðist einn helsti gagnrýnandi Bush, hinn vinstrisinnaði forseti Venesúela, Hugo Chavez, einnig um ríki Suður-Ameríku og hædd- ist að stefnu Bandaríkjaforseta. Bush endaði ferðina í nágranna- ríkinu Mexíkó þar sem pólitískir hagsmunir Bandaríkjanna eru hvað mestir. Óeirðaástand braust út í Mexíkóborg í gær þegar mót- mælendur slógust við óeirðalög- reglu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Mexíkóborg, grýttu hótelið sem Bush dvaldi á og brenndu bandaríska fánann meðal annars. Helsta gagnrýnin á Bush beinist að hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum og stefnu banda- rískra stjórnvalda varðandi stríðið í Írak. Andúð í garð Bandaríkjanna jókst til muna eftir að Bush undir- ritaði frumvarp um að koma upp hundruð kílómetra langri girðingu, vegatálmum og innrauðum mynda- vélum á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.