Fréttablaðið - 15.03.2007, Síða 10
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
„Um leið og ósköpin
tengd Byrginu dundu yfir þá lok-
aði ég málinu,“ segir Hákon Sigur-
grímsson, skrifstofustjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, um umsókn
sem Guðmundur Jónsson, fyrr-
verandi forstöðumaður Byrgisins,
og fleiri sendu ráðuneytinu um að
breyta sex sumarbústaðalóðum í
Grímsnesinu í lögbýli.
Hákon segir að um hálft ár sé
síðan Guðmundur og félagi hans
hafi sótt um lögbýlisrétt á landi úr
Klausturhólum sem sé rétt fyrir
vestan Borg í Grímsnesi. Til þess
hafi þeir haft meðmæli sveitar-
stjórnar.
„Þetta voru sex sumarbústaða-
lóðir og við sögðum að það þyrfti
að sameina þær í tvö lönd,“ segir
Hákon. „Þetta stóð eitthvað í sveit-
arstjórninni svo málið var ekki
komið lengra en raun ber vitni.“
Hákon segir að samkvæmt
umsókninni hafi átt að fara fram
lífræn ræktun á landinu.
„En málinu var lokað eins og
áður sagði,“ bætir hann við, „og
það verður ekki tekið upp aftur
nema þá á nýjum forsendum.“
Sumarbústaðalóðirnar sem um
ræðir eru skráðar á fyrirtækið
Úrím og Túmímm, sem er í eigu
Guðmundar Jónssonar og Jóns
Arnars Einarssonar, sem áður var
aðstoðarforstöðumaður Byrgis-
ins.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins eru lóðirnar raunar sjö
talsins og hafa fimm þeirra verið
kyrrsettar af saksóknara efna-
hagsbrota hjá ríkislögreglustjóra,
sem fer með rannsókn á fjármál-
um fyrrum Byrgisins. Hinar tvær
lóðirnar reyndust vera svo veð-
settar, að ekki reyndist vera hald í
þeim fyrir ríkið. Tvær Land
Rover-bifreiðar sem fyrrverandi
forráðamenn Byrgisins höfðu til
umráða reyndust vera á rekstrar-
leigu og því ekki hægt að kyrr-
setja þær. Hins vegar voru kyrr-
settar tvær bifreiðar í eigu
einstaklings sem tengdist rekstri
Byrgisins, jafnframt byggingar á
sumarbústaðalóðum Guðmundar
og Jóns Arnars.
Málefni Byrgisins eru nú til
rannsóknar á þremur stöðum.
Embætti lögreglustjórans á Sel-
fossi rannsakar hvort að minnsta
kosti sjö konur hafi orðið fyrir
kynferðislegri misneytingu af
hálfu Guðmundar meðan þær
dvöldu í Byrginu. Þær hafa allar
lagt fram kæru á hendur Guð-
mundi.
Saksóknari efnahagsbrota hjá
ríkislögreglustjóra og skattrann-
sóknarstjóri rannsaka fjármála-
þætti Byrgisins. Fyrir efnahags-
brotadeild liggur fyrir kæra frá
móður látins drengs, sem stofnað-
ur var minningarsjóður um, en
fjárhæðin síðan færð yfir á per-
sónulegan reikning Guðmundar
Jónssonar.
Ráðuneytið lokaði á
lögbýlisumsóknina
Landbúnaðarráðuneytið lokaði á lögbýlisumsókn Guðmundar Jónssonar, fyrr-
verandi forstöðumanns Byrgisins, þegar „ósköpin tengd Byrginu dundu yfir“,
segir skrifstofustjóri ráðuneytisins. Eignir Byrgismanna hafa verið kyrrsettar.
www.lysi.is
Omega-3
F I S K I O L Í A
Gjöf náttúrunnar til þín
Má taka með lýsi.
Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á
marga vegu og hefur jákvæð áhrif á:
Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3
fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur
lífsnauðsynlegar.
Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á
jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna.
sjón
hjarta og æðakerfi
blóðþrýsting
kólesteról í blóði
liði
rakastig húðarinnar
minni
andlega líðan
námsárangur
þroska heila og
miðtaugakerfis
á meðgöngu
Vinstri græn á ferð um landið
Fundur í Árborg í kvöld
Gestur Svavarsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Alma Lísa Jóhannsdóttir spjalla
við kjósendur í Selinu, Engjavegi 48, kl: 20:00
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
Lögregla skarst í
leikinn síðdegis í gær þegar Guð-
mundur Jónsson, fyrrverandi for-
stöðumaður Byrgisins, læsti ljós-
myndara Fréttablaðsins inni í
sumarbústaðahverfi í Grímsnesi.
Hringdi hann síðan á lögregluna.
Ljósmyndarinn hafði ekið inn
um hlið á vegi sem lá inn í sum-
arbústaðahverfi þar sem eru fjöl-
margir bústaðir. Hliðið er á veg-
inum þar sem hann liggur í gegn-
um lóðahverfi Guðmundar. Þegar
ljósmyndarinn var kominn inn
fyrir, kom Guðmundur út úr bú-
stað sínum og læsti hliðinu með
hengilás. Nokkru síðar kom lög-
regla og málið leystist.
Lögreglan frels-
aði ljósmyndara